Stafar krafti á heimilið 6. desember 2004 00:01 Á heimili Gunnars Gunnarssonar, tónlistarmanns og organista, er málverk sem vekur mikla athygli gesta: "Já, þetta málverk keyptum við konan mín, Gréta Matthíasdóttir, um það leyti sem við hófum breytingar á okkar fyrstu íbúð saman í Garðastræti. Við áttum ekki mikla peninga en ákváðum að fara óskynsamlega leið og alveg öfuga að breytingunum og byrja á því að kaupa okkur listaverk. Þannig að við keyptum verk eftir Lísbetu Sveinsdóttur. Þegar við komum á vinnustofuna til Lísbetar kom ekkert annað til greina. Verkið er allstórt og það er barnslegur, risastór haus og okkur fannst stafa frá verkinu einhver kraftur. Svo fórum við út í þessar miklu framkvæmdir á íbúðinni og létum mála einn vegg svartan og þar settum við listaverkið fyrir ofan flygilinn svo þetta varð eiginlega aðalveggurinn í íbúðinni. Þarna sáum við að það getur verið sniðugt að fara öfugt að hlutunum því við hefðum aldrei keypt okkur þetta verk eftir breytingarnar en við bjuggum þarna til pláss handa myndinni. Svo fluttum við aftur og þá höfðum við sama háttinn á og bjuggum til pláss handa myndinni og nú er hún aftur komin á besta stað í húsinu og trónir þar í öndvegi. Myndin fylgir okkur sem tákn um eitthvað bjartsýnt og barnslegt og einlægt og það er einhver kraftur sem við fáum úr þessari mynd, bæði kraftur til framkvæmda og ekki síður held ég að ég fái listrænan kraft úr myndinni." Gunnar hefur verið duglegur að búa til og spila tónlist síðan honum áskotnaðist myndin og nú síðast gaf hann út plötuna Draumalandið ásamt Sigurði Flosasyni en þeir hafa áður spilað saman af einstakri list á plötunum Sálmar lífsins og Sálmar jólanna. "Draumalandið kom út á þessu ári vegna þess að þetta er lýðveldisafmælið og þessvegna varð þessi hylling á íslenskri tónlist að koma út í ár en ekki í fyrra eða næst," segir Gunnar og fyrir þá sem vilja heyra tónlistina af plötunni verða tónleikar í Reykjanesbæ 9. desember og svo á Stokkseyri 16. desember. Hús og heimili Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Á heimili Gunnars Gunnarssonar, tónlistarmanns og organista, er málverk sem vekur mikla athygli gesta: "Já, þetta málverk keyptum við konan mín, Gréta Matthíasdóttir, um það leyti sem við hófum breytingar á okkar fyrstu íbúð saman í Garðastræti. Við áttum ekki mikla peninga en ákváðum að fara óskynsamlega leið og alveg öfuga að breytingunum og byrja á því að kaupa okkur listaverk. Þannig að við keyptum verk eftir Lísbetu Sveinsdóttur. Þegar við komum á vinnustofuna til Lísbetar kom ekkert annað til greina. Verkið er allstórt og það er barnslegur, risastór haus og okkur fannst stafa frá verkinu einhver kraftur. Svo fórum við út í þessar miklu framkvæmdir á íbúðinni og létum mála einn vegg svartan og þar settum við listaverkið fyrir ofan flygilinn svo þetta varð eiginlega aðalveggurinn í íbúðinni. Þarna sáum við að það getur verið sniðugt að fara öfugt að hlutunum því við hefðum aldrei keypt okkur þetta verk eftir breytingarnar en við bjuggum þarna til pláss handa myndinni. Svo fluttum við aftur og þá höfðum við sama háttinn á og bjuggum til pláss handa myndinni og nú er hún aftur komin á besta stað í húsinu og trónir þar í öndvegi. Myndin fylgir okkur sem tákn um eitthvað bjartsýnt og barnslegt og einlægt og það er einhver kraftur sem við fáum úr þessari mynd, bæði kraftur til framkvæmda og ekki síður held ég að ég fái listrænan kraft úr myndinni." Gunnar hefur verið duglegur að búa til og spila tónlist síðan honum áskotnaðist myndin og nú síðast gaf hann út plötuna Draumalandið ásamt Sigurði Flosasyni en þeir hafa áður spilað saman af einstakri list á plötunum Sálmar lífsins og Sálmar jólanna. "Draumalandið kom út á þessu ári vegna þess að þetta er lýðveldisafmælið og þessvegna varð þessi hylling á íslenskri tónlist að koma út í ár en ekki í fyrra eða næst," segir Gunnar og fyrir þá sem vilja heyra tónlistina af plötunni verða tónleikar í Reykjanesbæ 9. desember og svo á Stokkseyri 16. desember.
Hús og heimili Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira