Myntusteinseljusúpa og maríneruð og rúlluð lúða 6. desember 2004 00:01 Það er list að setja saman hátíðarmatseðil sem uppfyllir ströngustu hollustukröfur. Þá list kunna þau Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti og unnusti hennar, Umahro Cadogan, sem hefur sérhæft sig í matreiðslu hagnýtra og góðra heilsurétta. Hann er ritstjóri Textbook of Functional Medicin og skrifar vikulega pistla í hið danska blað Politiken. Því kippir hann sér að sjálfsögðu ekkert upp við þótt útsendarar Fréttablaðsins forvitnist um hvað í pottunum hans er. Umahro og Þorbjörg halda námskeið víða um heim og nú í jólamánuðinum eru þrjú slík á döfinni í húsakynnum fyrirtækisins Maður lifandi í Borgartúni. Þau heita Sætt og sykurlaust, Glútenlaus og mjólkurlaus jólamatur og Hollur, hagnýtur og ljúffengur jólamatur. Uppskriftirnar sem hér fylgja eru í anda síðastnefnda námskeiðsins og eru ætlaðar fyrir fjóra.Myntusteinseljusúpa með rauðsprettu200 g steinselja, hökkuð gróflega 20 fersk myntublöð 1 l vatn 2 hvítlauksrif, grófhökkuð 1 tsk. fiskkraftur 1 tsk. túrmerik sjávarsalt nýmalaður svartur pipar 1,5 dl extra virgin ólífuolía 3 stór rauðsprettuflök, skorin langsum í þunna strimla safi úr einni sítrónu Vatnið er soðið og potturinn tekinn af eldinum. Allt sett í sjóðandi vatnið og annaðhvort þeytt með töfrasprota eða súpan sett í blandara.Marineruð og rúlluð lúðaHægt er að nota aðrar fisktegundir eins og t.d. þorsk og steinbít. Rúllurnar eru frábærar kaldar daginn eftir. 2 stór lúðuflök (ca. 700 g), skipt þvert í tvö stykki safi og fínt rifinn börkur af 2 lífrænum sítrónum 2 hvítlauksrif skorin í pappírsþunnar sneiðar 10 g fersk engiferrót, skorin í mjög fína teninga 20 fersk myntublöð 1 tsk. fiskkraftur 1 tsk. vanilluduft (ekki vanillusykur!) eða 1 vanillustöng, fínthökkuð 1 tsk. tumeric sjávarsalt nýmalaður svartur pipar Komið öllu fyrir í skál og látið lúðustykkin liggja í minnst þrjár klukkustundir, gjarnan einn sólarhring eða tvo. Takið þau upp úr maríneringunni og rúllið saman með sporðendann innst. Raðið með skurðhliðinni neðst á eldfast fat og komið fyrir hvítlauk og myntu í miðjuna. Hellið afgangnum af maríneringunni í fatið. Bakið rúllurnar í 15 – 20 mín við 180°C heitum ofni. Berið strax fram og hellið vætunni frá fatinu yfir fiskinn.Heitt jólasalat1 stór sæt kartafla 2-3 stórar gulrætur, skornar í mjög litla, fína teninga 1 fenníka, skorin í pappírsþunnar sneiðar 200 g fersk bláber (hægt að nota jarðaber eða brómber) 2 hvítlauksrif sjávarsalt Nýpressaður safi úr tveimur appelsínum 1 msk. extra virgin ólífuolíla 1 tsk. fiskkraftur 1 tsk. túrmerik nýmalaður svartur pipar Skrúbbið sætu kartöfluna og flysjið hana. Notið flysjara og flysjið þar til ekkert er eftir af kartöflunni. Setjið kartöfluflysjurnar, gulrótarteningana, fenníkustrimlana, og bláber í stóra skál. Hvítlaukurinn er maukaður í morteli ásamt salti. Blandið þessu í salatið. Blandið nú appelsínusafa, ólífuolíu, fisksósu, túrmerik og pipar í og snúið öllu vel saman. Setjið salatið í eldfast fat og bakið í 15 til 20 mínútur í 200°C heitum ofni eða þar til sætu kartöflurnar verða aðeins brúnar í kantinn.Salatinu er komið fyrir aftur í skálina og borið fram undireins. Fer afar vel með lúðurúllunum.Hindberja/eplagrautur með möndlum en án sykurs600 g frosin hindber 4 epli skorin í teninga 100 g möndlur 2 tsk. kanelduft 1 tsk. vanilluduft eða 1 stöng fínhökkuð vanilla 1 mjög lítill hnífsoddur salt 4 msk. xylitol Setjið hindber, epli, möndlur, kanel, vanilluduft og afar lítið salt í pott og látið krauma yfir lágum hita í 45-60 mínútur þar til hindberin eru í upplausn og eplin í mauki. Grauturinn er kældur og bragðbættur með xylitol. Berið hann fram með rjóma eða sojarjóma. Myntusteinseljusúpa með rauðsprettu Marineruð og rúlluð lúða Heitt jólasalat Hindberja/eplagrautur með möndlum en án sykurs Rauðspretta Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Það er list að setja saman hátíðarmatseðil sem uppfyllir ströngustu hollustukröfur. Þá list kunna þau Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti og unnusti hennar, Umahro Cadogan, sem hefur sérhæft sig í matreiðslu hagnýtra og góðra heilsurétta. Hann er ritstjóri Textbook of Functional Medicin og skrifar vikulega pistla í hið danska blað Politiken. Því kippir hann sér að sjálfsögðu ekkert upp við þótt útsendarar Fréttablaðsins forvitnist um hvað í pottunum hans er. Umahro og Þorbjörg halda námskeið víða um heim og nú í jólamánuðinum eru þrjú slík á döfinni í húsakynnum fyrirtækisins Maður lifandi í Borgartúni. Þau heita Sætt og sykurlaust, Glútenlaus og mjólkurlaus jólamatur og Hollur, hagnýtur og ljúffengur jólamatur. Uppskriftirnar sem hér fylgja eru í anda síðastnefnda námskeiðsins og eru ætlaðar fyrir fjóra.Myntusteinseljusúpa með rauðsprettu200 g steinselja, hökkuð gróflega 20 fersk myntublöð 1 l vatn 2 hvítlauksrif, grófhökkuð 1 tsk. fiskkraftur 1 tsk. túrmerik sjávarsalt nýmalaður svartur pipar 1,5 dl extra virgin ólífuolía 3 stór rauðsprettuflök, skorin langsum í þunna strimla safi úr einni sítrónu Vatnið er soðið og potturinn tekinn af eldinum. Allt sett í sjóðandi vatnið og annaðhvort þeytt með töfrasprota eða súpan sett í blandara.Marineruð og rúlluð lúðaHægt er að nota aðrar fisktegundir eins og t.d. þorsk og steinbít. Rúllurnar eru frábærar kaldar daginn eftir. 2 stór lúðuflök (ca. 700 g), skipt þvert í tvö stykki safi og fínt rifinn börkur af 2 lífrænum sítrónum 2 hvítlauksrif skorin í pappírsþunnar sneiðar 10 g fersk engiferrót, skorin í mjög fína teninga 20 fersk myntublöð 1 tsk. fiskkraftur 1 tsk. vanilluduft (ekki vanillusykur!) eða 1 vanillustöng, fínthökkuð 1 tsk. tumeric sjávarsalt nýmalaður svartur pipar Komið öllu fyrir í skál og látið lúðustykkin liggja í minnst þrjár klukkustundir, gjarnan einn sólarhring eða tvo. Takið þau upp úr maríneringunni og rúllið saman með sporðendann innst. Raðið með skurðhliðinni neðst á eldfast fat og komið fyrir hvítlauk og myntu í miðjuna. Hellið afgangnum af maríneringunni í fatið. Bakið rúllurnar í 15 – 20 mín við 180°C heitum ofni. Berið strax fram og hellið vætunni frá fatinu yfir fiskinn.Heitt jólasalat1 stór sæt kartafla 2-3 stórar gulrætur, skornar í mjög litla, fína teninga 1 fenníka, skorin í pappírsþunnar sneiðar 200 g fersk bláber (hægt að nota jarðaber eða brómber) 2 hvítlauksrif sjávarsalt Nýpressaður safi úr tveimur appelsínum 1 msk. extra virgin ólífuolíla 1 tsk. fiskkraftur 1 tsk. túrmerik nýmalaður svartur pipar Skrúbbið sætu kartöfluna og flysjið hana. Notið flysjara og flysjið þar til ekkert er eftir af kartöflunni. Setjið kartöfluflysjurnar, gulrótarteningana, fenníkustrimlana, og bláber í stóra skál. Hvítlaukurinn er maukaður í morteli ásamt salti. Blandið þessu í salatið. Blandið nú appelsínusafa, ólífuolíu, fisksósu, túrmerik og pipar í og snúið öllu vel saman. Setjið salatið í eldfast fat og bakið í 15 til 20 mínútur í 200°C heitum ofni eða þar til sætu kartöflurnar verða aðeins brúnar í kantinn.Salatinu er komið fyrir aftur í skálina og borið fram undireins. Fer afar vel með lúðurúllunum.Hindberja/eplagrautur með möndlum en án sykurs600 g frosin hindber 4 epli skorin í teninga 100 g möndlur 2 tsk. kanelduft 1 tsk. vanilluduft eða 1 stöng fínhökkuð vanilla 1 mjög lítill hnífsoddur salt 4 msk. xylitol Setjið hindber, epli, möndlur, kanel, vanilluduft og afar lítið salt í pott og látið krauma yfir lágum hita í 45-60 mínútur þar til hindberin eru í upplausn og eplin í mauki. Grauturinn er kældur og bragðbættur með xylitol. Berið hann fram með rjóma eða sojarjóma. Myntusteinseljusúpa með rauðsprettu Marineruð og rúlluð lúða Heitt jólasalat Hindberja/eplagrautur með möndlum en án sykurs
Rauðspretta Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið