Litlar vangaveltur um breytingar 7. desember 2004 00:01 Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi formönnum stjórnmálaflokkanna í gær bréf og óskaði eftir tilnefningum þeirra í stjórnarskrárnefnd. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Halldór rétt að tekið yrði tillit til frjórrar umræðu ársins, eins og hann orðaði það. Hann ljáði einnig máls á ákvæði í endurskoðri stjórnarskrá sem gerði almenningi kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, og það vekur óneitanlega spurningar um hlutverk forseta Íslands og málskotsrétt hans. Halldór sagðist þó hingað til ekki hafa viljað leggja embættið niður. Stjórnarandstaðan virðist enn sem komið er ekki hafa velt breytingum á stjórnarskránni fyrir sér, og var á viðmælendum fréttastofunnar í morgun að skilja að bréf forsætisráðherra hefði jafnvel komið flatt upp á marga þingmenn. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir þingmenn flokksins ekki hafa rætt málið í þaula en eins og venjulega útiloki þeir ekki neitt. Kjarninn í hugmyndum Samfylkingarinnar sé hins vegar, hér eftir sem hingað til, að tryggt verði að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis líkt og nú er í 26. grein stjórnarskrárinnar. Af hugsanlegum breytingum sem æskilegt sé að kanna nefnir Lúðvík eflingu stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Níu fulltrúar verða í stjórnarskrárnefndinni: þrír frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Samfylkingu og Framsóknarflokki og einn frá Vinstri-grænum og Frjálslyndum. Nefndinni til fulltingis verður sérfræðinganefnd. Eiríkur Tómasson lagaprófessor fer fyrir henni en með honum starfa Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor og Björg Thorarenssen, lagaprófessor. Halldór leggur áherslu á að nefndin skili áliti sínu snemma árs 2007 svo að almenningur eigi þess kost að kjósa um breytingatillögurnar í þingkosningum sem eiga að fara fram þá um vorið. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Stjórnarandstaðan virðist lítið hafa velt fyrir sér hugsanlegum breytingum á stjórnarskránni en forsætisráðherra óskaði tilnefninga í stjórnarskrárnefnd í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi formönnum stjórnmálaflokkanna í gær bréf og óskaði eftir tilnefningum þeirra í stjórnarskrárnefnd. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Halldór rétt að tekið yrði tillit til frjórrar umræðu ársins, eins og hann orðaði það. Hann ljáði einnig máls á ákvæði í endurskoðri stjórnarskrá sem gerði almenningi kleift að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, og það vekur óneitanlega spurningar um hlutverk forseta Íslands og málskotsrétt hans. Halldór sagðist þó hingað til ekki hafa viljað leggja embættið niður. Stjórnarandstaðan virðist enn sem komið er ekki hafa velt breytingum á stjórnarskránni fyrir sér, og var á viðmælendum fréttastofunnar í morgun að skilja að bréf forsætisráðherra hefði jafnvel komið flatt upp á marga þingmenn. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir þingmenn flokksins ekki hafa rætt málið í þaula en eins og venjulega útiloki þeir ekki neitt. Kjarninn í hugmyndum Samfylkingarinnar sé hins vegar, hér eftir sem hingað til, að tryggt verði að hægt sé að bera undir þjóðina ákvarðanir Alþingis líkt og nú er í 26. grein stjórnarskrárinnar. Af hugsanlegum breytingum sem æskilegt sé að kanna nefnir Lúðvík eflingu stöðu þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu. Níu fulltrúar verða í stjórnarskrárnefndinni: þrír frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Samfylkingu og Framsóknarflokki og einn frá Vinstri-grænum og Frjálslyndum. Nefndinni til fulltingis verður sérfræðinganefnd. Eiríkur Tómasson lagaprófessor fer fyrir henni en með honum starfa Kristján Andri Stefánsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor og Björg Thorarenssen, lagaprófessor. Halldór leggur áherslu á að nefndin skili áliti sínu snemma árs 2007 svo að almenningur eigi þess kost að kjósa um breytingatillögurnar í þingkosningum sem eiga að fara fram þá um vorið.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira