Ráðherra ver íslenska bankakerfið 7. desember 2004 00:01 Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar fullyrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki. "Við höfum lagt okkur mjög fram um að vera hér með umhverfi á markaðinum sem er í samræmi við það sem er í löndum sem við berum okkur saman við. Það er ekki hægt að halda því fram að það sé eitthvað öðruvísi og svo virðist sem þessir aðilar hafi ekkert kynnt sér íslenska löggjöf úr því að þeir koma fram með svona fullyrðingar," segir Valgerður. Hún segir það jákvætt að eftir íslenskum fjárfestum sé tekið. "Þegar fjárfestar eru svona áberandi þá geta þeir vænst þess að fá neikvæða umfjöllun og þurfa að svara henni," segir Valgerður. Hún telur hins vegar umfjöllunina um KB banka vera ósanngjarna. "Það er verið að halda því fram að bankinn sé að gera hluti sem víðast hvar séu bannaðir. Það er bara ekki rétt. Hér gilda alveg sömu meginreglur og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu," segir hún. Ole Mikkelsen, sem skrifað hefur um eignatengsl í íslensku viðskiptalífi í Berlingske, segir að þar hafi verið gagnrýnt að á Íslandi leyfist viðskiptabönkum að eiga hluti í fyrirtækjum. "Eins og við sjáum þetta þá er mikið um gagnkvæm eignatengsl á Íslandi sem ekki eru leyfð í Danmörku. Þetta er gjörólíkt Danmörku og þetta má ekki nema í örfáum löndum," segir Mikkelsen. "Það sem við skrifum er það sem heimildarmenn okkar segja okkur. Þeir segja okkur að það séu vandamál vegna gagnkvæmra eignatengsla því stjórnendur banka og fyrirtækja séu of nánir," segir Mikkelsen og nefnir sérstaklega hlut KB banka í Baugi Group. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar fullyrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki. "Við höfum lagt okkur mjög fram um að vera hér með umhverfi á markaðinum sem er í samræmi við það sem er í löndum sem við berum okkur saman við. Það er ekki hægt að halda því fram að það sé eitthvað öðruvísi og svo virðist sem þessir aðilar hafi ekkert kynnt sér íslenska löggjöf úr því að þeir koma fram með svona fullyrðingar," segir Valgerður. Hún segir það jákvætt að eftir íslenskum fjárfestum sé tekið. "Þegar fjárfestar eru svona áberandi þá geta þeir vænst þess að fá neikvæða umfjöllun og þurfa að svara henni," segir Valgerður. Hún telur hins vegar umfjöllunina um KB banka vera ósanngjarna. "Það er verið að halda því fram að bankinn sé að gera hluti sem víðast hvar séu bannaðir. Það er bara ekki rétt. Hér gilda alveg sömu meginreglur og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu," segir hún. Ole Mikkelsen, sem skrifað hefur um eignatengsl í íslensku viðskiptalífi í Berlingske, segir að þar hafi verið gagnrýnt að á Íslandi leyfist viðskiptabönkum að eiga hluti í fyrirtækjum. "Eins og við sjáum þetta þá er mikið um gagnkvæm eignatengsl á Íslandi sem ekki eru leyfð í Danmörku. Þetta er gjörólíkt Danmörku og þetta má ekki nema í örfáum löndum," segir Mikkelsen. "Það sem við skrifum er það sem heimildarmenn okkar segja okkur. Þeir segja okkur að það séu vandamál vegna gagnkvæmra eignatengsla því stjórnendur banka og fyrirtækja séu of nánir," segir Mikkelsen og nefnir sérstaklega hlut KB banka í Baugi Group.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira