Ráðherra ver íslenska bankakerfið 7. desember 2004 00:01 Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar fullyrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki. "Við höfum lagt okkur mjög fram um að vera hér með umhverfi á markaðinum sem er í samræmi við það sem er í löndum sem við berum okkur saman við. Það er ekki hægt að halda því fram að það sé eitthvað öðruvísi og svo virðist sem þessir aðilar hafi ekkert kynnt sér íslenska löggjöf úr því að þeir koma fram með svona fullyrðingar," segir Valgerður. Hún segir það jákvætt að eftir íslenskum fjárfestum sé tekið. "Þegar fjárfestar eru svona áberandi þá geta þeir vænst þess að fá neikvæða umfjöllun og þurfa að svara henni," segir Valgerður. Hún telur hins vegar umfjöllunina um KB banka vera ósanngjarna. "Það er verið að halda því fram að bankinn sé að gera hluti sem víðast hvar séu bannaðir. Það er bara ekki rétt. Hér gilda alveg sömu meginreglur og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu," segir hún. Ole Mikkelsen, sem skrifað hefur um eignatengsl í íslensku viðskiptalífi í Berlingske, segir að þar hafi verið gagnrýnt að á Íslandi leyfist viðskiptabönkum að eiga hluti í fyrirtækjum. "Eins og við sjáum þetta þá er mikið um gagnkvæm eignatengsl á Íslandi sem ekki eru leyfð í Danmörku. Þetta er gjörólíkt Danmörku og þetta má ekki nema í örfáum löndum," segir Mikkelsen. "Það sem við skrifum er það sem heimildarmenn okkar segja okkur. Þeir segja okkur að það séu vandamál vegna gagnkvæmra eignatengsla því stjórnendur banka og fyrirtækja séu of nánir," segir Mikkelsen og nefnir sérstaklega hlut KB banka í Baugi Group. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar fullyrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki. "Við höfum lagt okkur mjög fram um að vera hér með umhverfi á markaðinum sem er í samræmi við það sem er í löndum sem við berum okkur saman við. Það er ekki hægt að halda því fram að það sé eitthvað öðruvísi og svo virðist sem þessir aðilar hafi ekkert kynnt sér íslenska löggjöf úr því að þeir koma fram með svona fullyrðingar," segir Valgerður. Hún segir það jákvætt að eftir íslenskum fjárfestum sé tekið. "Þegar fjárfestar eru svona áberandi þá geta þeir vænst þess að fá neikvæða umfjöllun og þurfa að svara henni," segir Valgerður. Hún telur hins vegar umfjöllunina um KB banka vera ósanngjarna. "Það er verið að halda því fram að bankinn sé að gera hluti sem víðast hvar séu bannaðir. Það er bara ekki rétt. Hér gilda alveg sömu meginreglur og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu," segir hún. Ole Mikkelsen, sem skrifað hefur um eignatengsl í íslensku viðskiptalífi í Berlingske, segir að þar hafi verið gagnrýnt að á Íslandi leyfist viðskiptabönkum að eiga hluti í fyrirtækjum. "Eins og við sjáum þetta þá er mikið um gagnkvæm eignatengsl á Íslandi sem ekki eru leyfð í Danmörku. Þetta er gjörólíkt Danmörku og þetta má ekki nema í örfáum löndum," segir Mikkelsen. "Það sem við skrifum er það sem heimildarmenn okkar segja okkur. Þeir segja okkur að það séu vandamál vegna gagnkvæmra eignatengsla því stjórnendur banka og fyrirtækja séu of nánir," segir Mikkelsen og nefnir sérstaklega hlut KB banka í Baugi Group.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira