Á við góða hugleiðslu 10. desember 2004 00:01 "Ég þarf ekkert að hugsa mig um," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona aðspurð um uppáhaldsmat. "Það er allur indverskur matur, svo einfalt er það. Þetta framandi bragð, kryddið og stemmingin." Margrét Eir upplifði fyrst indverska matargerð í New York þegar hún var 18 ára. "Síðan fer ég alltaf á indverskan matsölustað í útlöndum en hér heima er Austur-Indíafélagið uppáhaldsveitingastaðurinn." Margrét segist svolítið eiga það til að panta alltaf það sama þegar hún fer út að borða indverskt. "Ég panta Tikka Masala eiginlega áður en ég veit af, en það er ekki af því mig langi ekki í allt mögulegt annað. Þetta er allt svo gott, mangó chutneyið raidu-jógúrtsósan, nanbrauðin og bara allt," segir hún og stynur við tilhugsunina. Hún eldar oft indverskan mat heima, en segist hafa verið lengi að byrja. "Maður þarf að koma sér upp réttu kryddunum, en eftir að ég eignaðist kryddin smátt og smátt hef ég eldað þvílíku réttina," segir hún og skellihlær. "Þetta er einfaldur og þægilegur matur og þar að auki hollur. Það er líka þerapía í þessari eldamennsku, og reyndar allri eldamennsku, að skera niður grænmeti, hræra í pottum og anda að sér ilminum, það er hreinlega á við góða hugleiðslu." Margrét Eir er að gefa út þriðju sólóplötuna sína sem heitir Í næturhúmi. "Þetta er stór og dramatísk plata, mikið af strengjum og gíturum og mikill söngur. Það er auðvitað brjálað að gera í tengslum við útgáfuna," segir Margrét Eir, en gefur sér samt tíma til að brosa fyrir ljósmyndarann áður en hún er rokin. Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég þarf ekkert að hugsa mig um," segir Margrét Eir Hjartardóttir söngkona aðspurð um uppáhaldsmat. "Það er allur indverskur matur, svo einfalt er það. Þetta framandi bragð, kryddið og stemmingin." Margrét Eir upplifði fyrst indverska matargerð í New York þegar hún var 18 ára. "Síðan fer ég alltaf á indverskan matsölustað í útlöndum en hér heima er Austur-Indíafélagið uppáhaldsveitingastaðurinn." Margrét segist svolítið eiga það til að panta alltaf það sama þegar hún fer út að borða indverskt. "Ég panta Tikka Masala eiginlega áður en ég veit af, en það er ekki af því mig langi ekki í allt mögulegt annað. Þetta er allt svo gott, mangó chutneyið raidu-jógúrtsósan, nanbrauðin og bara allt," segir hún og stynur við tilhugsunina. Hún eldar oft indverskan mat heima, en segist hafa verið lengi að byrja. "Maður þarf að koma sér upp réttu kryddunum, en eftir að ég eignaðist kryddin smátt og smátt hef ég eldað þvílíku réttina," segir hún og skellihlær. "Þetta er einfaldur og þægilegur matur og þar að auki hollur. Það er líka þerapía í þessari eldamennsku, og reyndar allri eldamennsku, að skera niður grænmeti, hræra í pottum og anda að sér ilminum, það er hreinlega á við góða hugleiðslu." Margrét Eir er að gefa út þriðju sólóplötuna sína sem heitir Í næturhúmi. "Þetta er stór og dramatísk plata, mikið af strengjum og gíturum og mikill söngur. Það er auðvitað brjálað að gera í tengslum við útgáfuna," segir Margrét Eir, en gefur sér samt tíma til að brosa fyrir ljósmyndarann áður en hún er rokin.
Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira