Grænir og vænir 10. desember 2004 00:01 Mengun er vandamál sem eykst bara ef ekki er tekið á því af einhverju viti og virðast bílaframleiðendur vera að vakna til vitundar með því að framleiða umhverfisvænni bíla sem menga minna. Hér eru tíndir til nokkrir þeirra sem finnast í Evrópu og hafa einhverjir þeirra skilað sér á Íslandsstrendur og líklegt er að fleiri eigi eftir að koma hingað til lands. Toyota Prius Toyota á Íslandi hefur kynnt þennan bíl hérlendis en hann hlaut verðlaun sem besti bíllinn í Evrópu árið 2004. Hann er sérstaklega sparneytinn og sleppir enginn bíll jafnlitlu magni af koltvísýringi út í andrúmsloftið og Priusinn. Hann er svokallaður blendingsbíll sem er bæði drifinn af bensíni og rafmagni. Rafmagnsmótorinn hrekkur í gang þegar bíllinn þarf aukakraft, svo ekki þurfi að kýla bensínið í botn, og hleður sig á orkunni þegar bílnum er ekið. Enginn bíll mengar eins lítið og Toyota Prius. Honda Civic 1.3 Ima Executive Yfirburða umhverfisvænn bíll með blendingsvél sem sameinar bensínvél og rafmagnsmótor. Hann hentar sérstaklega vel til innanbæjaraksturs og þegar hann er stöðvaður alveg, eins og til dæmis á rauðu ljósi, drepur hann á sér en ræsir sig sjálfur um leið og stigið er á kúplinguna og hann settur í fyrsta gír og takmarkar þannig mengun frá bílnum. Bensínvél drífur bílinn en rafmagnsmótorinn tekur við þegar gefið er í eða þegar farið er upp brekkur þannig að bíllinn fær aukinn kraft án þess að þurfa að pumpa bensínið. Rafhlaðan í rafmagnsmótornum notar orkuna sem myndast þegar bílinn bremsar til að endurhlaða sig. Peugeot 407 Peugeot 407 er sportbíll sem getur státað af lítilli koltvísýringsmengun auk þess sem hann er tiltölulega sparneytinn. Hann hentar vel þeim sem eru að leita sér að kraftmiklum og rúmgóðum bíl en er á sama tíma umhugað um umhverfið. Bíllinn hlaut sérstaka umhverfisviðurkenningu fyrr á þessu ári. Ford Focus C-Max C-Max er hugsaður sem fjölskyldubíll sem rúmar 7 manns og heilmikið af farangri og státar af 11 geymslurýmum. Innrétting og áklæði í bílnum er allt unnið úr efni með minnstu áhættu á ofnæmi og bíllinn síar út frjókorn svo þau berist ekki inn í bílinn, en bresku ofnæmissamtökin hafa veitt bílnum viðurkenningu. Form bílsins tryggir sem minnsta eldsneytisnotkun og er þetta því bíll fyrir þá sem vilja hugsa um umhverfið en vilja hafa mikið pláss. Smart Pure Fortwoo Coupe Pínulítill og hrikalega sparneytinn með koltvísýringsútblástur í lágmarki. Smart-bíllinn er óneitanlega smart og þægilegur fyrir einstaklinga sem lifa og hrærast í borginni en hafa enga þörf fyrir utanbæjarakstur enda bíllinn hannaður fyrir slíka einstaklinga. Bíllinn er mjög einfaldur og ekki er mikið lagt upp úr lúxus, sem skilar sér í lágu verði. Honda Civic 1.3 Ima ExecutivePeugeot 407Ford Focus C-MaxSmart Pure Fortwoo Coupe Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Mengun er vandamál sem eykst bara ef ekki er tekið á því af einhverju viti og virðast bílaframleiðendur vera að vakna til vitundar með því að framleiða umhverfisvænni bíla sem menga minna. Hér eru tíndir til nokkrir þeirra sem finnast í Evrópu og hafa einhverjir þeirra skilað sér á Íslandsstrendur og líklegt er að fleiri eigi eftir að koma hingað til lands. Toyota Prius Toyota á Íslandi hefur kynnt þennan bíl hérlendis en hann hlaut verðlaun sem besti bíllinn í Evrópu árið 2004. Hann er sérstaklega sparneytinn og sleppir enginn bíll jafnlitlu magni af koltvísýringi út í andrúmsloftið og Priusinn. Hann er svokallaður blendingsbíll sem er bæði drifinn af bensíni og rafmagni. Rafmagnsmótorinn hrekkur í gang þegar bíllinn þarf aukakraft, svo ekki þurfi að kýla bensínið í botn, og hleður sig á orkunni þegar bílnum er ekið. Enginn bíll mengar eins lítið og Toyota Prius. Honda Civic 1.3 Ima Executive Yfirburða umhverfisvænn bíll með blendingsvél sem sameinar bensínvél og rafmagnsmótor. Hann hentar sérstaklega vel til innanbæjaraksturs og þegar hann er stöðvaður alveg, eins og til dæmis á rauðu ljósi, drepur hann á sér en ræsir sig sjálfur um leið og stigið er á kúplinguna og hann settur í fyrsta gír og takmarkar þannig mengun frá bílnum. Bensínvél drífur bílinn en rafmagnsmótorinn tekur við þegar gefið er í eða þegar farið er upp brekkur þannig að bíllinn fær aukinn kraft án þess að þurfa að pumpa bensínið. Rafhlaðan í rafmagnsmótornum notar orkuna sem myndast þegar bílinn bremsar til að endurhlaða sig. Peugeot 407 Peugeot 407 er sportbíll sem getur státað af lítilli koltvísýringsmengun auk þess sem hann er tiltölulega sparneytinn. Hann hentar vel þeim sem eru að leita sér að kraftmiklum og rúmgóðum bíl en er á sama tíma umhugað um umhverfið. Bíllinn hlaut sérstaka umhverfisviðurkenningu fyrr á þessu ári. Ford Focus C-Max C-Max er hugsaður sem fjölskyldubíll sem rúmar 7 manns og heilmikið af farangri og státar af 11 geymslurýmum. Innrétting og áklæði í bílnum er allt unnið úr efni með minnstu áhættu á ofnæmi og bíllinn síar út frjókorn svo þau berist ekki inn í bílinn, en bresku ofnæmissamtökin hafa veitt bílnum viðurkenningu. Form bílsins tryggir sem minnsta eldsneytisnotkun og er þetta því bíll fyrir þá sem vilja hugsa um umhverfið en vilja hafa mikið pláss. Smart Pure Fortwoo Coupe Pínulítill og hrikalega sparneytinn með koltvísýringsútblástur í lágmarki. Smart-bíllinn er óneitanlega smart og þægilegur fyrir einstaklinga sem lifa og hrærast í borginni en hafa enga þörf fyrir utanbæjarakstur enda bíllinn hannaður fyrir slíka einstaklinga. Bíllinn er mjög einfaldur og ekki er mikið lagt upp úr lúxus, sem skilar sér í lágu verði. Honda Civic 1.3 Ima ExecutivePeugeot 407Ford Focus C-MaxSmart Pure Fortwoo Coupe
Bílar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira