Frægðarmaður á faraldsfæti 14. desember 2004 00:01 Birtist í DV 14. desember 2004 - greinin er hér í aðeins ítarlegri gerð Hannes Hólmsteinn Gissurarson dregur saman mikinn fróðleik í bókinni Kiljan, öðru bindi ævisögu Halldórs Laxness. Bókin er að öllu leyti betur heppnuð en fyrsta bindið - kannski skiptir máli að Hannes er þarna að fjalla um hluti sem standa honum nær en æskuár skáldsins. Þetta bindi spannar árin frá 1930 til 1948; það er viðburðaríkasti tíminn í ævi Laxness og þá er hann sterkastur á ritvellinum. Lesandanum finnst ótrúlegt hvað Halldór Laxness þvælist og hvað hann kemst nálægt miðju heimsstjórnmála tuttugustu aldarinnar. Hann fer tvívegis í lengri ferðir til Sovétríkja Stalínstímans. Hann er í Úkraínu á tíma hungursneyðarinnar miklu - "það var yndisleg húngursneyð", skrifar hann. Hann er í Hitlers-Þýskalandi - fylgist meðal annars með Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Vegna þekkingar sinnar á stjórnmálasögu og stjórnmálakenningum er Hannes vel til þess fallinn að segja þessa sögu og hún er skemmtileg aflestrar hjá honum. Það örlar jafnvel á því að maður fái nýja sýn á þennan mann sem er búið að skrifa svo ofboðslega mikið um síðustu árin. Kynlegt hvernig hann sveiflast frá því að vera snillingur yfir í að vera "afglapi á torgum". Nú tek ég fram að ég er ekki að ritdæma bókina. Ég hlýt að bíða eins og aðrir eftir smásmugulegum lestri þeirra sem hæst hafa látið vegna fyrsta bindisins. Ég læt mér nægja að staldra við nokkra fróðleiksmola í bókinni: Halldór situr ekki eingöngu Búkharín réttarhöldin, heldur gerist hann svo frægur að hlusta á ræðu hjá sjálfum Stalín í Bolshoi leikhúsinu í Moskvu í desember 1937 - þegar Sovétríkin eru undirlögð af hinum skelflegu hreinsunum. Halldór læst ekki taka eftir neinu. Aðdáunin á harðstjóranum er svo fölskvalaus að Halldór segir í Gerska ævintýrinu að Stalín sé í hærra meðallagi á vöxt, grannur og vel limaður. Í endurútgáfunni 1983 breytti hann þessu og sagði að Stalín væri "í meðallagi á vöxt". Staðreyndin er sú að Stalín var mjög lágvaxinn, næstum dvergur, bólugrafinn, en önnur höndin á honum var visnuð eftir slys í æsku. Annað sem Hannes lætur getið er að Halldór fer í veislu hjá Lavrenti Bería í Tíflis í Georgíu, en Bería stjórnaði þá kommúnistaflokknum þar. Af einhverjum ástæðum skautar Halldór Guðmundsson yfir þetta í bók sinni - kannski var ekki pláss? Samt myndi maður halda að það væri frásagnarvert að hafa verið í boði hjá einhverjum ofvirkasta fjöldamorðingja sögunnar. Halldór er á þessum árum áhrifamesti áróðursmeistari íslenskra kommúnista. Menn eru sífellt að spyrja hvers vegna sé ástæða til að rifja upp þessar gömlu ávirðingar - tuða jafnvel eitthvað um ofsóknir á hendur látnu fólki. Ástæðan er auðvitað hvað Halldór hafði mikil áhrif með ritum sínum og stjórnmálabaráttu. Kynslóðir vinstri manna drukku í sig allt sem kom frá honum, tileinkuðu sér viðhorf hans, notuðu orðfæri hans. Atómstöðin gaf tóninn fyrir herstöðvabaráttuna, landráðabrigslin og uppskrúfaða þjóðernishyggju. Það er býsna vel orðað hjá Hannesi að kalla hana "and-reykjavíkursögu". Hann lýsir því hvernig fagurkerinn Kristján Albertsson hataðist við bókina, kallaði hana "skítugan leir". Kristján var enn að fárast yfir bókinni stuttu fyrir andlát sitt, þá tók ég viðtal við hann í Timann. Það var komið í veg fyrir að danskur þýðandi Halldórs, Martin Larsen, sneri bókinni á dönsku. Einkunnarorð bókar Hannesar eru úr ljóði eftir Sigfús Daðason: "Um hjarta okkar þvert er hræelduð víglínan dregin en orrustan geisar í heitu höfði okkar" Umræðan var að sönnu ofsafengin. Á tíma ritunar Atómstöðvarinnar sagði Bjarni Benediktsson að Kiljan hefði eins mikið vit á stjórnmálum og Hamsun - sem þá sat í varðhaldi í Noregi fyrir skoðanir sínar og svik. Halldór kallaði Bjarna "agent", hann og hans líkar voru - "föðurlandssvikarar, saurugir og ósnertanlegir, alt samneyti okkar við þá verður kvöl". Maður verður heldur ekki var við annað en að Halldór hafi notið þess að vera í þessu sviðsljósi. Sumir atburðirnir í lífi hans eru beinlínis settir á svið til að ná hámarksáhrifum líkt og þegar hann talar í útvarpið frá Moskvu 1932, segir útvarpsráði að hann ætli að tala um raforkuver í Dnéprostroj, en fer síðan að lofsyngja kommúnismann - "rauða fánann með hamrinum og sigðinni, sem blaktir dag og nótt yfir heimsins víðlendasta ríki, því máttugasta ríki sem nú er til á jörðinni, ríki öreiganna". Annað dæmi um að mikill brellumeistari sé á ferðinni er þegar Halldór les Þórð gamla halta, eindregna áróðurssögu fyrir kommúnista, á fundi hjá Alþýðuflokknum í Gúttó og hleypir þannig vísvitandi upp samkomunni. Halldór var rekinn niður af sviðinu, gekk yfir á fund hjá kommúnistum í næsta húsi á Hótel Skjaldbreið og var þar fagnað eins og hetju. Stundum tekur þessi áhersla á leikræna þáttinn á sig spaugilegar myndir. Hannes segir frá því að Halldór hafi beinlínis klætt sig "niður" til að tala á fundi hjá kommúnistum, dregið fram gömul föt sem hann notaði annars ekki. Í bókinni er meira að segja mynd af skáldinu í slíkri múnderingu. Ingu konu hans blöskraði þetta og kallaði það "falserí". Annars gekk Halldór yfirleitt eins og spjátrungur til fara. Annað sem er áberandi í bókinni eru tilraunir Halldórs til að fá verk sín útgefin í útlöndum. Á þessum árum gekk það brösulega. Hannes segir frá því hvernig möguleikar Halldórs á útgáfu í Þýskalandi nasismans voru eyðilagðir. Halldór lá ekki á skoðun sinni á þjóðernisjafnaðarmönnum. Hannes leiðir rökum að því að málfræðingurinn Bruno Kress, sem þá var búsettur á Íslandi, hafi séð til þess að ummæli Halldórs bárust til eyrna áhrifamanna í Þýskalandi. Kress talaði reiprennandi íslensku og var í hópi "æstustu nasista", segir Hannes. Gráthlægilegt er að Kress var nokkrum árum síðar orðinn mikill kommúnisti og starfaði í Þýska alþýðulýðveldinu. Raunar er það Halldóri til hróss að hann fékk verk sín trauðla útgefin undir helstu einræðisstjórnum aldarinnar. Sovétmenn héldu líka að sér höndunum. Hversu vinsamlegur sem Halldór var ráðstjórninni, tókst honum ekki að verða sósíalrealisti í bókum sínum. Persónurnar voru of gallaðar - of brenglaðar. Það er áreiðanlega meiri sannleika að finna í skáldskap Halldórs en veraldarvafstri hans á þessum árum. Verkin henta ekki til útgáfu í alræðisríkjum - það eru hiklaus meðmæli með þeim. Þar birtist samlíðan með hinu smáa og brothætta - hjá manni sem pólitískt séð taldi sjálfsagt og eðlilegt að ryðja fólki úr vegi. Sekt eða sakleysi Búkharíns og félaga í sýndarréttarhöldunum "freistaði hans ekki til kappræðu". Það var hluti af stærra samhengi. Mannkynið skyldi tekið fram yfir mennina - eða eins og félagi hans Bertolt Brecht sagði: Því saklausari sem andstæðingar Stalíns eru, því fremur eiga þeir skilið að vera skotnir. Ég hef heyrt þá gagnrýni á hina ágætu bók Halldórs Guðmundssonar að hún fjalli of mikið um veraldlega hluti, veraldarvafstur, að viðfangsefni hans sé "lobbýistinn" Halldór Laxness. Í báðum þessum ævisögum fær maður mynd af manni sem er sífellt að pota sér - það er varla hægt að nota annað orð - leitandi að leiðum til að koma sér í sviðsljósið, snapandi þýðendur fyrir verk sín, hittandi frægðarmenn. Það er með ólíkindum og lýsir því hversu margbrotinn karakterinn er að svo úthverfur persónuleiki skuli finna næði til að skrifa allar þessar miklu bækur. Það er heldur ekki furða að bækur um Halldór Laxness séu í aðra röndina þjóðfélagslýsingar. Halldór er uppi í lok þess tímabils þegar rithöfundar voru opinberar persónur sem gátu haft feikileg þjóðfélagsleg áhrif - sá status var altént í boði fyrir góðan höfund. Þetta áhrifavald er nánast óskiljanlegt núna - ævisaga Gyrðis Elíassonar myndi ekki fjalla um þjóðfélagsmál. Stalín kallaði rithöfunda "verkfræðinga sálarinnar" og lagði sig í fram um að ganga í augun rithöfundum - þeim sem hann lét ekki drepa. Það má færa rök fyrir því að Halldór sé ekki bara mesti rithöfundur á Íslandi á 20. öld, heldur líka áhrifamesti stjórnmálamaðurinn. Kannski kemur einhver síðar og skrifar bók um innra líf verka Halldórs Laxness? Ég er þó ekki viss um að ég myndi nenna að lesa hana - ég hef áður lýst því að mér finnst mörg verk hans hafa elst illa. Þessi frægðarmaður á faraldsfæti sem Hannes og Halldór lýsa er spennandi viðfangsefni. Hann er meiri gallagripur en margan hefur grunað, tækifærissinnaðri, hégómlegri, ýtnari, en um leið mannlegri, áhugaverðari - og myndi ég segja meira aðlaðandi en sú fjarræna helgimynd sem hefur verið reynt að halda á lofti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Birtist í DV 14. desember 2004 - greinin er hér í aðeins ítarlegri gerð Hannes Hólmsteinn Gissurarson dregur saman mikinn fróðleik í bókinni Kiljan, öðru bindi ævisögu Halldórs Laxness. Bókin er að öllu leyti betur heppnuð en fyrsta bindið - kannski skiptir máli að Hannes er þarna að fjalla um hluti sem standa honum nær en æskuár skáldsins. Þetta bindi spannar árin frá 1930 til 1948; það er viðburðaríkasti tíminn í ævi Laxness og þá er hann sterkastur á ritvellinum. Lesandanum finnst ótrúlegt hvað Halldór Laxness þvælist og hvað hann kemst nálægt miðju heimsstjórnmála tuttugustu aldarinnar. Hann fer tvívegis í lengri ferðir til Sovétríkja Stalínstímans. Hann er í Úkraínu á tíma hungursneyðarinnar miklu - "það var yndisleg húngursneyð", skrifar hann. Hann er í Hitlers-Þýskalandi - fylgist meðal annars með Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Vegna þekkingar sinnar á stjórnmálasögu og stjórnmálakenningum er Hannes vel til þess fallinn að segja þessa sögu og hún er skemmtileg aflestrar hjá honum. Það örlar jafnvel á því að maður fái nýja sýn á þennan mann sem er búið að skrifa svo ofboðslega mikið um síðustu árin. Kynlegt hvernig hann sveiflast frá því að vera snillingur yfir í að vera "afglapi á torgum". Nú tek ég fram að ég er ekki að ritdæma bókina. Ég hlýt að bíða eins og aðrir eftir smásmugulegum lestri þeirra sem hæst hafa látið vegna fyrsta bindisins. Ég læt mér nægja að staldra við nokkra fróðleiksmola í bókinni: Halldór situr ekki eingöngu Búkharín réttarhöldin, heldur gerist hann svo frægur að hlusta á ræðu hjá sjálfum Stalín í Bolshoi leikhúsinu í Moskvu í desember 1937 - þegar Sovétríkin eru undirlögð af hinum skelflegu hreinsunum. Halldór læst ekki taka eftir neinu. Aðdáunin á harðstjóranum er svo fölskvalaus að Halldór segir í Gerska ævintýrinu að Stalín sé í hærra meðallagi á vöxt, grannur og vel limaður. Í endurútgáfunni 1983 breytti hann þessu og sagði að Stalín væri "í meðallagi á vöxt". Staðreyndin er sú að Stalín var mjög lágvaxinn, næstum dvergur, bólugrafinn, en önnur höndin á honum var visnuð eftir slys í æsku. Annað sem Hannes lætur getið er að Halldór fer í veislu hjá Lavrenti Bería í Tíflis í Georgíu, en Bería stjórnaði þá kommúnistaflokknum þar. Af einhverjum ástæðum skautar Halldór Guðmundsson yfir þetta í bók sinni - kannski var ekki pláss? Samt myndi maður halda að það væri frásagnarvert að hafa verið í boði hjá einhverjum ofvirkasta fjöldamorðingja sögunnar. Halldór er á þessum árum áhrifamesti áróðursmeistari íslenskra kommúnista. Menn eru sífellt að spyrja hvers vegna sé ástæða til að rifja upp þessar gömlu ávirðingar - tuða jafnvel eitthvað um ofsóknir á hendur látnu fólki. Ástæðan er auðvitað hvað Halldór hafði mikil áhrif með ritum sínum og stjórnmálabaráttu. Kynslóðir vinstri manna drukku í sig allt sem kom frá honum, tileinkuðu sér viðhorf hans, notuðu orðfæri hans. Atómstöðin gaf tóninn fyrir herstöðvabaráttuna, landráðabrigslin og uppskrúfaða þjóðernishyggju. Það er býsna vel orðað hjá Hannesi að kalla hana "and-reykjavíkursögu". Hann lýsir því hvernig fagurkerinn Kristján Albertsson hataðist við bókina, kallaði hana "skítugan leir". Kristján var enn að fárast yfir bókinni stuttu fyrir andlát sitt, þá tók ég viðtal við hann í Timann. Það var komið í veg fyrir að danskur þýðandi Halldórs, Martin Larsen, sneri bókinni á dönsku. Einkunnarorð bókar Hannesar eru úr ljóði eftir Sigfús Daðason: "Um hjarta okkar þvert er hræelduð víglínan dregin en orrustan geisar í heitu höfði okkar" Umræðan var að sönnu ofsafengin. Á tíma ritunar Atómstöðvarinnar sagði Bjarni Benediktsson að Kiljan hefði eins mikið vit á stjórnmálum og Hamsun - sem þá sat í varðhaldi í Noregi fyrir skoðanir sínar og svik. Halldór kallaði Bjarna "agent", hann og hans líkar voru - "föðurlandssvikarar, saurugir og ósnertanlegir, alt samneyti okkar við þá verður kvöl". Maður verður heldur ekki var við annað en að Halldór hafi notið þess að vera í þessu sviðsljósi. Sumir atburðirnir í lífi hans eru beinlínis settir á svið til að ná hámarksáhrifum líkt og þegar hann talar í útvarpið frá Moskvu 1932, segir útvarpsráði að hann ætli að tala um raforkuver í Dnéprostroj, en fer síðan að lofsyngja kommúnismann - "rauða fánann með hamrinum og sigðinni, sem blaktir dag og nótt yfir heimsins víðlendasta ríki, því máttugasta ríki sem nú er til á jörðinni, ríki öreiganna". Annað dæmi um að mikill brellumeistari sé á ferðinni er þegar Halldór les Þórð gamla halta, eindregna áróðurssögu fyrir kommúnista, á fundi hjá Alþýðuflokknum í Gúttó og hleypir þannig vísvitandi upp samkomunni. Halldór var rekinn niður af sviðinu, gekk yfir á fund hjá kommúnistum í næsta húsi á Hótel Skjaldbreið og var þar fagnað eins og hetju. Stundum tekur þessi áhersla á leikræna þáttinn á sig spaugilegar myndir. Hannes segir frá því að Halldór hafi beinlínis klætt sig "niður" til að tala á fundi hjá kommúnistum, dregið fram gömul föt sem hann notaði annars ekki. Í bókinni er meira að segja mynd af skáldinu í slíkri múnderingu. Ingu konu hans blöskraði þetta og kallaði það "falserí". Annars gekk Halldór yfirleitt eins og spjátrungur til fara. Annað sem er áberandi í bókinni eru tilraunir Halldórs til að fá verk sín útgefin í útlöndum. Á þessum árum gekk það brösulega. Hannes segir frá því hvernig möguleikar Halldórs á útgáfu í Þýskalandi nasismans voru eyðilagðir. Halldór lá ekki á skoðun sinni á þjóðernisjafnaðarmönnum. Hannes leiðir rökum að því að málfræðingurinn Bruno Kress, sem þá var búsettur á Íslandi, hafi séð til þess að ummæli Halldórs bárust til eyrna áhrifamanna í Þýskalandi. Kress talaði reiprennandi íslensku og var í hópi "æstustu nasista", segir Hannes. Gráthlægilegt er að Kress var nokkrum árum síðar orðinn mikill kommúnisti og starfaði í Þýska alþýðulýðveldinu. Raunar er það Halldóri til hróss að hann fékk verk sín trauðla útgefin undir helstu einræðisstjórnum aldarinnar. Sovétmenn héldu líka að sér höndunum. Hversu vinsamlegur sem Halldór var ráðstjórninni, tókst honum ekki að verða sósíalrealisti í bókum sínum. Persónurnar voru of gallaðar - of brenglaðar. Það er áreiðanlega meiri sannleika að finna í skáldskap Halldórs en veraldarvafstri hans á þessum árum. Verkin henta ekki til útgáfu í alræðisríkjum - það eru hiklaus meðmæli með þeim. Þar birtist samlíðan með hinu smáa og brothætta - hjá manni sem pólitískt séð taldi sjálfsagt og eðlilegt að ryðja fólki úr vegi. Sekt eða sakleysi Búkharíns og félaga í sýndarréttarhöldunum "freistaði hans ekki til kappræðu". Það var hluti af stærra samhengi. Mannkynið skyldi tekið fram yfir mennina - eða eins og félagi hans Bertolt Brecht sagði: Því saklausari sem andstæðingar Stalíns eru, því fremur eiga þeir skilið að vera skotnir. Ég hef heyrt þá gagnrýni á hina ágætu bók Halldórs Guðmundssonar að hún fjalli of mikið um veraldlega hluti, veraldarvafstur, að viðfangsefni hans sé "lobbýistinn" Halldór Laxness. Í báðum þessum ævisögum fær maður mynd af manni sem er sífellt að pota sér - það er varla hægt að nota annað orð - leitandi að leiðum til að koma sér í sviðsljósið, snapandi þýðendur fyrir verk sín, hittandi frægðarmenn. Það er með ólíkindum og lýsir því hversu margbrotinn karakterinn er að svo úthverfur persónuleiki skuli finna næði til að skrifa allar þessar miklu bækur. Það er heldur ekki furða að bækur um Halldór Laxness séu í aðra röndina þjóðfélagslýsingar. Halldór er uppi í lok þess tímabils þegar rithöfundar voru opinberar persónur sem gátu haft feikileg þjóðfélagsleg áhrif - sá status var altént í boði fyrir góðan höfund. Þetta áhrifavald er nánast óskiljanlegt núna - ævisaga Gyrðis Elíassonar myndi ekki fjalla um þjóðfélagsmál. Stalín kallaði rithöfunda "verkfræðinga sálarinnar" og lagði sig í fram um að ganga í augun rithöfundum - þeim sem hann lét ekki drepa. Það má færa rök fyrir því að Halldór sé ekki bara mesti rithöfundur á Íslandi á 20. öld, heldur líka áhrifamesti stjórnmálamaðurinn. Kannski kemur einhver síðar og skrifar bók um innra líf verka Halldórs Laxness? Ég er þó ekki viss um að ég myndi nenna að lesa hana - ég hef áður lýst því að mér finnst mörg verk hans hafa elst illa. Þessi frægðarmaður á faraldsfæti sem Hannes og Halldór lýsa er spennandi viðfangsefni. Hann er meiri gallagripur en margan hefur grunað, tækifærissinnaðri, hégómlegri, ýtnari, en um leið mannlegri, áhugaverðari - og myndi ég segja meira aðlaðandi en sú fjarræna helgimynd sem hefur verið reynt að halda á lofti.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun