Erlent

Milljarða bætur fyrir ruslpósts

Dómstóll í Iowa hefur dæmt þrjú fyrirtæki til þess að greiða netþjónustufyrirtæki 63 milljarða króna í skaðabætur fyrir ruslpóst sem þau sendu. Netþjónustan fær að meðaltali 10 milljón ruslpósta á dag frá fyrirtækjunum. "Þetta er sigur fyrir okkur öll sem fáum gríðarlegt magn af ruslpósti inn á tölvuna okkar daglega," sagði Robert Kramer, eigandi netþjónustunnar. Talið er að þetta sé stærsti dómur sem hefur fallið í máli af þessum toga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×