20 létust og 450 slösuðust þegar talstöðvarnar sprungu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. september 2024 06:34 Heiðursvörður liðsmanna Hezbollah við útför fjögurra sem létust þegar símboðarnir sprungu á þriðjudag. AP/Bilal Hussein Að minnsta kosti 20 létust og 450 særðust þegar talstöðvar liðsmanna Hezbollah sprungu í borgum Líbanon í gær, degi eftir að tólf létust og 2.800 særðust þegar sama gerðist með símboða. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásirnar og kallað eftir því að Ísrael og Hezbollah haldi aftur af sér þegar kemur að hefndaraðgerðum. Ísrael hefur ekki formlega lýst ábyrgð árásanna á hendur sér en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant óskaði leyniþjónustunni Mossad til hamingju í gær fyrir stórkostlegann árangur. Gallant greindi einnig frá því í gær að aðgerðir Ísraelsmanna myndu nú í auknum mæli beinast að norðurhluta landsins, þar sem Ísrael og Hezbollah hafa staðið í skærum yfir landamærin. Það vekur athygli að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var þá staddur í Egyptalandi virtist ýja að því í ummælum sínum í gær að árásirnar væru þáttur í viðleitni Ísraelsmanna til að koma í veg fyrir að friðarsamkomulag næðist um Gasa. Ráðherrann sagði það hafa gerst ítrekað að menn teldu sig vera nálægt því að ná árangri en þá ætti einhver atburður sér stað sem setti allt á bið. Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í yfirlýsingu í gær að árásirnar í Líbanon, sem hefðu beinst gegn fjölda fólks án tillits til staðsetningar og aðstæðna hvers og eins, fæli í sér brot á mannréttindalögum. National News Agency hefur greint frá því að sólarhleðslustöðvar hafi einnig sprungið á nokkrum heimilum í gær. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fordæmt árásirnar og kallað eftir því að Ísrael og Hezbollah haldi aftur af sér þegar kemur að hefndaraðgerðum. Ísrael hefur ekki formlega lýst ábyrgð árásanna á hendur sér en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant óskaði leyniþjónustunni Mossad til hamingju í gær fyrir stórkostlegann árangur. Gallant greindi einnig frá því í gær að aðgerðir Ísraelsmanna myndu nú í auknum mæli beinast að norðurhluta landsins, þar sem Ísrael og Hezbollah hafa staðið í skærum yfir landamærin. Það vekur athygli að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var þá staddur í Egyptalandi virtist ýja að því í ummælum sínum í gær að árásirnar væru þáttur í viðleitni Ísraelsmanna til að koma í veg fyrir að friðarsamkomulag næðist um Gasa. Ráðherrann sagði það hafa gerst ítrekað að menn teldu sig vera nálægt því að ná árangri en þá ætti einhver atburður sér stað sem setti allt á bið. Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í yfirlýsingu í gær að árásirnar í Líbanon, sem hefðu beinst gegn fjölda fólks án tillits til staðsetningar og aðstæðna hvers og eins, fæli í sér brot á mannréttindalögum. National News Agency hefur greint frá því að sólarhleðslustöðvar hafi einnig sprungið á nokkrum heimilum í gær.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira