Vá, fimm Hallgrímskirkjuturnar 20. desember 2004 00:01 "Hallgrímskirkja hlýtur að vera mín uppáhaldsbygging í Reykjavík," segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur. "Mér finnst byggingin mjög flott og hún stendur frábærlega vel, hefur alltaf verið þarna og verður alltaf þarna. Hallgrímskirkja er Reykjavík." Huldar gerði mikið af því sem barn að fara upp í turninn enda bjó hann í nágrenninu og ef hann er með útlendinga í heimsókn er turninn fastur áfangastaður. "Maður hugsar líka reglulega um þessa kirkju, til dæmis í hæðum og fjarlægðum, og deilir umsvifalaust með turninum. Hann er um það bil 70 metrar þannig að þegar maður heyrir 500 metrar hugsar maður, vá, fimm Hallgrímskirkjur. Hún nýtist sumsé mjög vel. En þótt ég hafi oft farið upp í turninn og standi í miklu sambandi við þessa kirkju hef ég aldrei komið þar inn fyrir dyr." Huldari finnst Hallgrímskirkja eins og kirkjur eiga að vera og er ekkert sérstaklega hrifinn af þungum kirkjubyggingum í Evrópu. "Mér finnst það yfirleitt ekki flottar byggingar, en Hallgrímskirkja teygir sig til himins eins og kirkjur eiga að gera án þess að vera of íburðarmikil og þung." Nýlega kom út ferðasaga Huldars, Múrinn í Kína, sem segir frá ævintýrum höfundarins í Kína. "Kínverskur arkitektúr er auðvitað misjafn, en kannski er besta lýsingin á honum að því meira því betra," segir hann hlæjandi, Hann flaug heim frá Kína um Kaupmannahöfn og minnist þess hvað viðbrigðin voru mikil. "Eftir að hafa verið í Kína í öllu þessu slarki og hráu aðstæðum, geggjun og látum fannst mér í Kaupmannahöfn, sama hvar ég var, að ég væri inni en ekki úti á götu. Allt var svo hljótt og hreint og öruggt og mér fannst eins að ég gæti gengið um berfættur eða á inniskóm." Hús og heimili Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
"Hallgrímskirkja hlýtur að vera mín uppáhaldsbygging í Reykjavík," segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur. "Mér finnst byggingin mjög flott og hún stendur frábærlega vel, hefur alltaf verið þarna og verður alltaf þarna. Hallgrímskirkja er Reykjavík." Huldar gerði mikið af því sem barn að fara upp í turninn enda bjó hann í nágrenninu og ef hann er með útlendinga í heimsókn er turninn fastur áfangastaður. "Maður hugsar líka reglulega um þessa kirkju, til dæmis í hæðum og fjarlægðum, og deilir umsvifalaust með turninum. Hann er um það bil 70 metrar þannig að þegar maður heyrir 500 metrar hugsar maður, vá, fimm Hallgrímskirkjur. Hún nýtist sumsé mjög vel. En þótt ég hafi oft farið upp í turninn og standi í miklu sambandi við þessa kirkju hef ég aldrei komið þar inn fyrir dyr." Huldari finnst Hallgrímskirkja eins og kirkjur eiga að vera og er ekkert sérstaklega hrifinn af þungum kirkjubyggingum í Evrópu. "Mér finnst það yfirleitt ekki flottar byggingar, en Hallgrímskirkja teygir sig til himins eins og kirkjur eiga að gera án þess að vera of íburðarmikil og þung." Nýlega kom út ferðasaga Huldars, Múrinn í Kína, sem segir frá ævintýrum höfundarins í Kína. "Kínverskur arkitektúr er auðvitað misjafn, en kannski er besta lýsingin á honum að því meira því betra," segir hann hlæjandi, Hann flaug heim frá Kína um Kaupmannahöfn og minnist þess hvað viðbrigðin voru mikil. "Eftir að hafa verið í Kína í öllu þessu slarki og hráu aðstæðum, geggjun og látum fannst mér í Kaupmannahöfn, sama hvar ég var, að ég væri inni en ekki úti á götu. Allt var svo hljótt og hreint og öruggt og mér fannst eins að ég gæti gengið um berfættur eða á inniskóm."
Hús og heimili Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira