Nýr Benz afhjúpaður 22. desember 2004 00:01 "Þessi bíll er sá allra glæsilegasti sem Daimler Chrysler hefur framleitt," segir Hjörtur Jónsson sölustjóri hjá Master, en í gær var nýr Mercedes Benz CLS 500 Coupé afhjúpaður hjá Master í Glæsibæ. Hallgrímur Gunnarsson, forstjóri Ræsis, var sá sem afhjúpaði bílinn við glæsilega athöfn, en eins og margir muna þá voru samskipti fyrirtækjanna tveggja fremur stirð í upphafi. "Samstarf okkar er mjög gott í dag og sér Ræsir um öll okkar þjónustumál. Þetta sýnir bara að menn geta auðveldlega unnið saman og það er það sem við erum að gera," segir Hjörtur. Frumsýninguna á bílnum vann Master í góðu samstarfi við Ræsi en bíllinn var heimsfrumsýndur í Stuttgart í lok september. "Það sýnir bara hversu snemma við erum í því að frumsýna bílinn hérna heima," segir Hjörtur og bætir við að bíllinn sé augnayndi hvers bílaáhugamanns og á varla orð yfir að lýsa glæsileikanum og íburðinum. Bílinn er hægt að fá með öllum hugsanlegum aukabúnaði og kostar í kringum níu milljónir og uppúr, alveg eftir því hverju er bætt við. Honum fylgir mikill lúxus eins og er hann jafnvel útbúinn með sjónvarpi og dvd-spilara. "Vegna þess að hann er fjögurra dyra hafa menn sett spurningarmerki við að hann sé nefndur Coupé, en það er orð notað yfir sportbíla sem eru yfirleitt tveggja dyra og tveggja sæta. Hinsvegar er hann fjögurra sæta þannig að hann fellur undir skilgreininguna," segir Hjörtur og telur að ekki sé hægt að finna flottari sportbíl. Bílar Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Þessi bíll er sá allra glæsilegasti sem Daimler Chrysler hefur framleitt," segir Hjörtur Jónsson sölustjóri hjá Master, en í gær var nýr Mercedes Benz CLS 500 Coupé afhjúpaður hjá Master í Glæsibæ. Hallgrímur Gunnarsson, forstjóri Ræsis, var sá sem afhjúpaði bílinn við glæsilega athöfn, en eins og margir muna þá voru samskipti fyrirtækjanna tveggja fremur stirð í upphafi. "Samstarf okkar er mjög gott í dag og sér Ræsir um öll okkar þjónustumál. Þetta sýnir bara að menn geta auðveldlega unnið saman og það er það sem við erum að gera," segir Hjörtur. Frumsýninguna á bílnum vann Master í góðu samstarfi við Ræsi en bíllinn var heimsfrumsýndur í Stuttgart í lok september. "Það sýnir bara hversu snemma við erum í því að frumsýna bílinn hérna heima," segir Hjörtur og bætir við að bíllinn sé augnayndi hvers bílaáhugamanns og á varla orð yfir að lýsa glæsileikanum og íburðinum. Bílinn er hægt að fá með öllum hugsanlegum aukabúnaði og kostar í kringum níu milljónir og uppúr, alveg eftir því hverju er bætt við. Honum fylgir mikill lúxus eins og er hann jafnvel útbúinn með sjónvarpi og dvd-spilara. "Vegna þess að hann er fjögurra dyra hafa menn sett spurningarmerki við að hann sé nefndur Coupé, en það er orð notað yfir sportbíla sem eru yfirleitt tveggja dyra og tveggja sæta. Hinsvegar er hann fjögurra sæta þannig að hann fellur undir skilgreininguna," segir Hjörtur og telur að ekki sé hægt að finna flottari sportbíl.
Bílar Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“