Bregðast þarf við rótum vandans 8. nóvember 2005 06:00 Óeirðirnar í Frakklandi, sem nú hafa staðið í tólf daga, virðast hafa komið jafnt stjórnvöldum sem almenningi þar í landi í opna skjöldu. Utan Frakklands horfa margir sem lamaðir á hvernig eitt rómaðasta menningar- og lýðræðissamfélag Evrópu logar skyndilega stafnanna á milli. Aðdragandinn var í engu samræmi við það sem gerst hefur. Þeir sem best þekkja til í frönsku samfélagi hafa þó lengi sagt að það væri aðeins tímaspursmál hvenær óeirðir af þessu tagi brytust út. Mikill fjöldi innflytjenda, einkum frá Norður-Afríku og Arabalöndum, er búsettur í Frakklandi. Einn af hverjum tíu íbúum landsins er múhameðstrúar. Stór hluti þessa fólks hefur ekki aðlagast hefðum, siðum og menningu fransks þjóðfélags sem skyldi og nýtur ekki lífskjara sem sambærileg eru við það sem Frakkar almennt búa við. Sú skoðun er útbreidd meðal þessa fólks að það njóti ekki sömu réttinda og samlandar þeirra af frönsku bergi brotnir. Smám saman hafa orðið til fjölmenn fátækrahverfi innflytjenda í úthverfum stórborga Frakklands þar sem atvinnuleysi er útbreitt og fylgifiskar þess, vonleysi og niðurbæld gremja, ríkir. Í þessari veröld þrífst einnig margs konar neðanjarðarstarfsemi, glæpir og ofbeldi. Lögleysan, sem viðgengist hefur á strætum franskra borga undanfarna daga, er auðvitað ekki annað en skrílmennska. Nákvæmlega ekkert réttlætir glæpsamlega hegðun óeirðaseggjanna. Það er ekki hægt að afsaka framferði þeirra. Mikilvægasta verkefni franskra stjórnvalda nú er að koma á lögum og reglum að nýju. Til þess þarf vafalaust að beita ákveðnari og harkalegri aðferðum en gripið er til þegar um staðbundin uppþot er að ræða. Fái ástand það sem nú ríkir í Frakklandi að halda áfram er hætt við því að óeirðirnar breiðist út, jafnvel til annarra landa, og ofbeldið magnist með stórkostlegum skaða fyrir samfélagið allt. En um leið og frönsk stjórnvöld þurfa stuðning umheimsins við að endurreisa lög og frið blasir við að þau þurfa að taka stefnu sína og vinnubrögð í málefnum innflytjenda, þjóðarbrota og trúarhópa til róttæks endurmats. Óeirðirnar eru til marks um að stjórnvöldum í París hefur mistekist eitt höfuðverkefni sitt, að skapa jafnvægi og viðunandi jafnræði í samfélaginu. Enginn einn stjórnmálaflokkur á sök á því heldur er hér um að ræða mistök sem skrifast á reikning allra helstu stjórnmálaafla landsins. En læri frönsk stjórnvöld ekki af þessum hörmulegu atburðum er hætt við að þeir endurtaki sig og þá jafnvel með magnaðri hætti en nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun
Óeirðirnar í Frakklandi, sem nú hafa staðið í tólf daga, virðast hafa komið jafnt stjórnvöldum sem almenningi þar í landi í opna skjöldu. Utan Frakklands horfa margir sem lamaðir á hvernig eitt rómaðasta menningar- og lýðræðissamfélag Evrópu logar skyndilega stafnanna á milli. Aðdragandinn var í engu samræmi við það sem gerst hefur. Þeir sem best þekkja til í frönsku samfélagi hafa þó lengi sagt að það væri aðeins tímaspursmál hvenær óeirðir af þessu tagi brytust út. Mikill fjöldi innflytjenda, einkum frá Norður-Afríku og Arabalöndum, er búsettur í Frakklandi. Einn af hverjum tíu íbúum landsins er múhameðstrúar. Stór hluti þessa fólks hefur ekki aðlagast hefðum, siðum og menningu fransks þjóðfélags sem skyldi og nýtur ekki lífskjara sem sambærileg eru við það sem Frakkar almennt búa við. Sú skoðun er útbreidd meðal þessa fólks að það njóti ekki sömu réttinda og samlandar þeirra af frönsku bergi brotnir. Smám saman hafa orðið til fjölmenn fátækrahverfi innflytjenda í úthverfum stórborga Frakklands þar sem atvinnuleysi er útbreitt og fylgifiskar þess, vonleysi og niðurbæld gremja, ríkir. Í þessari veröld þrífst einnig margs konar neðanjarðarstarfsemi, glæpir og ofbeldi. Lögleysan, sem viðgengist hefur á strætum franskra borga undanfarna daga, er auðvitað ekki annað en skrílmennska. Nákvæmlega ekkert réttlætir glæpsamlega hegðun óeirðaseggjanna. Það er ekki hægt að afsaka framferði þeirra. Mikilvægasta verkefni franskra stjórnvalda nú er að koma á lögum og reglum að nýju. Til þess þarf vafalaust að beita ákveðnari og harkalegri aðferðum en gripið er til þegar um staðbundin uppþot er að ræða. Fái ástand það sem nú ríkir í Frakklandi að halda áfram er hætt við því að óeirðirnar breiðist út, jafnvel til annarra landa, og ofbeldið magnist með stórkostlegum skaða fyrir samfélagið allt. En um leið og frönsk stjórnvöld þurfa stuðning umheimsins við að endurreisa lög og frið blasir við að þau þurfa að taka stefnu sína og vinnubrögð í málefnum innflytjenda, þjóðarbrota og trúarhópa til róttæks endurmats. Óeirðirnar eru til marks um að stjórnvöldum í París hefur mistekist eitt höfuðverkefni sitt, að skapa jafnvægi og viðunandi jafnræði í samfélaginu. Enginn einn stjórnmálaflokkur á sök á því heldur er hér um að ræða mistök sem skrifast á reikning allra helstu stjórnmálaafla landsins. En læri frönsk stjórnvöld ekki af þessum hörmulegu atburðum er hætt við að þeir endurtaki sig og þá jafnvel með magnaðri hætti en nú er.
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun