Viðreisn í sveitum landsins 17. nóvember 2005 06:00 Sauðfjárbændur hafa um árabil verið ein helsta lágtekjustétt á Íslandi. Þeir stunda tímafreka og bindandi vinnu við afar erfið skilyrði. Launin hafa tæpast dugað til framfærslu fjölskyldu. Ofan á það bætist að þótt bændurnir framleiði einhverja hollustu og bestu neysluvöru þjóðarinnar hefur þjóðfélagsumræðan um atvinnugreinina og landbúnað í heild verið neikvæð. Margt af gagnrýninni hefur að vísu verið réttmætt - og raunar fremur beinst að ríkisvaldinu en bændum - en framhjá því verður ekki horft að bændastéttin hefur tekið þetta til sín og inn á sig. Umræðan hefur skapað letjandi og jafnvel þrúgandi andrúmsloft í kringum sauðfjárbúskapinn og lífið í sveitunum. Í þessu ljósi eru þær uppörvandi fréttirnar af stöðu sauðfjárræktar á Íslandi sem birtust í gær í Markaðinum, sérriti Fréttablaðsins um viðskipti. Hagur sauðfjárbænda virðist smám saman vera að batna í kjölfar hagræðingar hjá sláturhúsum, stækkunar meðalbúsins og áframhaldandi tæknivæðingar. Aukin eftirspurn eftir sauðfjárafurðum hefur síðan leitt til verðhækkana til bænda. Að vísu er enn borgað með atvinnugreininni úr ríkissjóði, þrír milljarðar á ári, en opinberir styrkir til landbúnaðar hafa þó dregist saman á undanförnum árum auk þess sem nýting þeirra hefur batnað. Sem stendur sjá menn kannski ekki fyrir sér að sauðfjárbúskapur geti staðið á eigin fótum, en vel má vera að það breytist þegar fram líða stundir. Í því sambandi er rétt að benda á hinar miklu breytingar sem orðið hafa á fjárhagslegum aðstæðum mjólkurbúskapar hér á landi. Mjólkurkvóti gengur nú kaupum og sölum sem hefðu þótt ótrúlegar fréttir fyrir ekki mörgum árum. Í fréttaskýringu Markaðarins í gær er haft eftir Jóhannesi Sigfússyni, formanni Landssambands sauðfjárbænda, að ekki séu forsendur til að lifa eingöngu af fjárbúskap nema vera með 500 fjár eða fleiri. Núverandi meðalbú með um 300 fjár þarf því að bæta sig talsvert. En Jóhannes segir að fleiri en áður séu farnir að líta á sauðfjárbúskapinn sem alvöru atvinnugrein og það er auðvitað framfaraspor. Velta sauðfjárbúanna verður kannski aldrei mjög mikil þannig að bændur verði hátekjustétt, en hún verður að komast á það stig að atvinnugreinin verði lífvænleg og kjörin viðunandi. Það mun duga til að halda búskapnum við - og þar með hinum dreifðu byggðum - enda er ástæðan fyrir því að bændur stunda sauðfjárrækt þrátt fyrir erfið skilyrði ekki bara sú að þeir séu fastir á sínum heimaslóðum og geti ekki brugðið búi; þetta er líka val þeirra - þetta er gefandi atvinna fyrir þá sem vilja vera í tengslum við náttúruna og í hæfilegri fjarlægð frá ýmsum fylgifiskum þéttbýlismenningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun
Sauðfjárbændur hafa um árabil verið ein helsta lágtekjustétt á Íslandi. Þeir stunda tímafreka og bindandi vinnu við afar erfið skilyrði. Launin hafa tæpast dugað til framfærslu fjölskyldu. Ofan á það bætist að þótt bændurnir framleiði einhverja hollustu og bestu neysluvöru þjóðarinnar hefur þjóðfélagsumræðan um atvinnugreinina og landbúnað í heild verið neikvæð. Margt af gagnrýninni hefur að vísu verið réttmætt - og raunar fremur beinst að ríkisvaldinu en bændum - en framhjá því verður ekki horft að bændastéttin hefur tekið þetta til sín og inn á sig. Umræðan hefur skapað letjandi og jafnvel þrúgandi andrúmsloft í kringum sauðfjárbúskapinn og lífið í sveitunum. Í þessu ljósi eru þær uppörvandi fréttirnar af stöðu sauðfjárræktar á Íslandi sem birtust í gær í Markaðinum, sérriti Fréttablaðsins um viðskipti. Hagur sauðfjárbænda virðist smám saman vera að batna í kjölfar hagræðingar hjá sláturhúsum, stækkunar meðalbúsins og áframhaldandi tæknivæðingar. Aukin eftirspurn eftir sauðfjárafurðum hefur síðan leitt til verðhækkana til bænda. Að vísu er enn borgað með atvinnugreininni úr ríkissjóði, þrír milljarðar á ári, en opinberir styrkir til landbúnaðar hafa þó dregist saman á undanförnum árum auk þess sem nýting þeirra hefur batnað. Sem stendur sjá menn kannski ekki fyrir sér að sauðfjárbúskapur geti staðið á eigin fótum, en vel má vera að það breytist þegar fram líða stundir. Í því sambandi er rétt að benda á hinar miklu breytingar sem orðið hafa á fjárhagslegum aðstæðum mjólkurbúskapar hér á landi. Mjólkurkvóti gengur nú kaupum og sölum sem hefðu þótt ótrúlegar fréttir fyrir ekki mörgum árum. Í fréttaskýringu Markaðarins í gær er haft eftir Jóhannesi Sigfússyni, formanni Landssambands sauðfjárbænda, að ekki séu forsendur til að lifa eingöngu af fjárbúskap nema vera með 500 fjár eða fleiri. Núverandi meðalbú með um 300 fjár þarf því að bæta sig talsvert. En Jóhannes segir að fleiri en áður séu farnir að líta á sauðfjárbúskapinn sem alvöru atvinnugrein og það er auðvitað framfaraspor. Velta sauðfjárbúanna verður kannski aldrei mjög mikil þannig að bændur verði hátekjustétt, en hún verður að komast á það stig að atvinnugreinin verði lífvænleg og kjörin viðunandi. Það mun duga til að halda búskapnum við - og þar með hinum dreifðu byggðum - enda er ástæðan fyrir því að bændur stunda sauðfjárrækt þrátt fyrir erfið skilyrði ekki bara sú að þeir séu fastir á sínum heimaslóðum og geti ekki brugðið búi; þetta er líka val þeirra - þetta er gefandi atvinna fyrir þá sem vilja vera í tengslum við náttúruna og í hæfilegri fjarlægð frá ýmsum fylgifiskum þéttbýlismenningar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun