Kjaramál í uppnámi 10. desember 2005 06:00 Það fer ekki hjá því að menn tengi ýmsar ákvarðanir meirihluta sveitarstjórna um þessar mundir við væntanlegar sveitarstjórnarkosningar í vor. Margs konar mál sem hafa verið á döfinni eru nú drifin af og á það jafnt við um framkvæmdir á vegum sveitarfélaga sem önnur mál. Mest áberandi er þetta kannski hjá stærsta sveitarfélaginu í landinu , Reykjavíkurborg, eða réttara sagt meirihlutanum i borginni - Reykjavíkurlistanum, sem senn rennur sitt skeið á enda. Nú er síðasta tækifærið fyrir þá sem að honum standa að láta til sín taka, því vafasamt er að þau öfl sem að honum standa fari með meirihlutann í borginni að loknum borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Síðasta útspil þeirra sem fara með meirihlutann í borginni var að gera rausnarlega kjarasamninga við ófaglært starfsfólk á leikskólum borgarinnar sem er í Eflingu eða Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Hljóða samningarnir upp á allt að þrjátíu prósenta hækkun á næstu þremur árum. Auðvitað er það góðra gjalda vert að hækka laun þeirra sem eru lægstir í launastiganum og vinna við umönnun barna og kannski verður þetta til þess að fólk fæst í þessi störf. Í þessum stéttum eru konur líka í miklum meirihluta, svo þetta er viss viðurkenning á kjörum þeirra. Á hinn bóginn hlýtur þessi kjarasamningur að hafa mikil áhrif víðar en í leikskólageiranumn svo sem greinilega hefur komið í ljós á undanförnum dögum. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, er ómyrk í máli viðtali við Fréttablaðið í gær, þar sem hún segir meðal annars: "Það er í raun óhætt að segja að með þessu hafi sprengju verið kastað inn á vinnumarkaðinn. Ég vil trúa því að um yfirsjón hjá samninganefndunum hafi verið að ræða, en þetta er vant fólk og erfitt að meta það svo." Björg segir að ófaglærðir deilarstjórar á leikskólum séu nú með hærri laun en faglærðir, þannig að þarna er greinilega eitthvað sem verður að lagfæra. Það verður að ætla að borgaryfirvöld hafi gert sér grein fyrir afleiðingunum af þessum samningi, öðru verður ekki trúað. Þau ætla þá væntanlega að hækka laun allra sambærilegra stétta hjá borginni, með þeim afleiðingum sem það kann að hafa í för með sér. Stjórnmálamenn mega ekki vera allt of eftirgefanlegir þótt kosningar séu í nánd. Þetta er reyndar ekki eina málið hjá Reykjavíkurborg í vikunni sem lyktar af því að kosningar séu í nánd, því meirihluti borgarráðs hefur samþykkt að lækka leikskólagjöld um áramótin og auka niðurgreiðslu hjá foreldrum sem hafa börn sín hjá dagforeldrum. Allt þetta og meira til ber ótvírætt vott um að kosningar séu í nánd, að ekki sé talað um tvísýnt prófkjör hjá Samfylkingunni um röðun efstu manna og kvenna á lista flokksins í Reykjavík í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Það fer ekki hjá því að menn tengi ýmsar ákvarðanir meirihluta sveitarstjórna um þessar mundir við væntanlegar sveitarstjórnarkosningar í vor. Margs konar mál sem hafa verið á döfinni eru nú drifin af og á það jafnt við um framkvæmdir á vegum sveitarfélaga sem önnur mál. Mest áberandi er þetta kannski hjá stærsta sveitarfélaginu í landinu , Reykjavíkurborg, eða réttara sagt meirihlutanum i borginni - Reykjavíkurlistanum, sem senn rennur sitt skeið á enda. Nú er síðasta tækifærið fyrir þá sem að honum standa að láta til sín taka, því vafasamt er að þau öfl sem að honum standa fari með meirihlutann í borginni að loknum borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Síðasta útspil þeirra sem fara með meirihlutann í borginni var að gera rausnarlega kjarasamninga við ófaglært starfsfólk á leikskólum borgarinnar sem er í Eflingu eða Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Hljóða samningarnir upp á allt að þrjátíu prósenta hækkun á næstu þremur árum. Auðvitað er það góðra gjalda vert að hækka laun þeirra sem eru lægstir í launastiganum og vinna við umönnun barna og kannski verður þetta til þess að fólk fæst í þessi störf. Í þessum stéttum eru konur líka í miklum meirihluta, svo þetta er viss viðurkenning á kjörum þeirra. Á hinn bóginn hlýtur þessi kjarasamningur að hafa mikil áhrif víðar en í leikskólageiranumn svo sem greinilega hefur komið í ljós á undanförnum dögum. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, er ómyrk í máli viðtali við Fréttablaðið í gær, þar sem hún segir meðal annars: "Það er í raun óhætt að segja að með þessu hafi sprengju verið kastað inn á vinnumarkaðinn. Ég vil trúa því að um yfirsjón hjá samninganefndunum hafi verið að ræða, en þetta er vant fólk og erfitt að meta það svo." Björg segir að ófaglærðir deilarstjórar á leikskólum séu nú með hærri laun en faglærðir, þannig að þarna er greinilega eitthvað sem verður að lagfæra. Það verður að ætla að borgaryfirvöld hafi gert sér grein fyrir afleiðingunum af þessum samningi, öðru verður ekki trúað. Þau ætla þá væntanlega að hækka laun allra sambærilegra stétta hjá borginni, með þeim afleiðingum sem það kann að hafa í för með sér. Stjórnmálamenn mega ekki vera allt of eftirgefanlegir þótt kosningar séu í nánd. Þetta er reyndar ekki eina málið hjá Reykjavíkurborg í vikunni sem lyktar af því að kosningar séu í nánd, því meirihluti borgarráðs hefur samþykkt að lækka leikskólagjöld um áramótin og auka niðurgreiðslu hjá foreldrum sem hafa börn sín hjá dagforeldrum. Allt þetta og meira til ber ótvírætt vott um að kosningar séu í nánd, að ekki sé talað um tvísýnt prófkjör hjá Samfylkingunni um röðun efstu manna og kvenna á lista flokksins í Reykjavík í vor.