Lögbann heldur þrátt fyrir synjun 16. desember 2005 00:01 Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er lögbannskröfu Jónínu Benediktsdóttur vegna birtinga á efni úr tölvupóstum hennar og fleiri nafngreindra einstaklinga hafnað, auk þess sem útgáfufélag Fréttablaðsins og ritstjóri þess eru sýknuð af miskabótakröfu Jónínu. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er að ekki hafi verið farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins við birtingu efnis úr umræddum tölvupóstum, auk þess sem komist er að þeirri niðurstöðu að engin efni séu til "að staðhæft verði að útprentanir/ljósrit útprentana af tölvuskeytum, sem um ræðir í málinu, séu einkagögn stefnanda". Einnig er sagt í dóminum að Fréttablaðið hafi birt frásagnir byggðar á þessum gögnum "um efni sem varðar ætlaðan aðdraganda viðamikils opinbers máls en þar var ekki vikið að einkamálefnum stefnanda og er eigi sýnt fram á að sú hafi verið ætlunin." Meginatriði málsins er því að allt það efni úr umræddum tölvupóstum sem birt var hér í Fréttablaðinu snerist um aðdraganda eins stærsta dómsmáls Íslandssögunnar til þessa. Allt efni sömu bréfa sem varðaði persónuleg málefni þeirra sem þá rituðu var látið liggja milli hluta. Dylgjur sækjanda um að ekki hafi verið birt innihald bréfanna sem kynni að koma sér illa fyrir tiltekna hluthafa í 365 - prentmiðlum eru ósannaðar og hér með lýst eftir því að hugaður fjölmiðill komist yfir það efni og birti. Jónína Benediktsdóttir og lögmaður hennar hafa þegar tekið ákvörðun um að áfrýja dómnum og gildir lögbannið við birtingu efnis úr tölvupóstunum því áfram vegna þess að áfrýjunin frestar réttaráhrifum dómsins. Þetta er samkvæmt lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl. en þar segir í 39. grein: "Þótt synjað sé um staðfestingu gerðar í héraðsdómi stendur hún í þrjár vikur frá dómsuppsögu. Að loknum þeim fresti fellur gerðin niður, nema gerðarbeiðandi fái áður gefna út stefnu til æðra dóms til að fá héraðsdómi hrundið. Ef æðri dómur staðfestir ákvæði héraðsdóms um synjun um staðfestingu gerðar fellur hún úr gildi frá dómsuppsögu þar." Þetta þýðir að þrátt fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fellt lögbannið við birtingu tölvubréfanna umræddu úr gildi þá stendur það enn þar til Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm, nema svo ólíklega fari að Jónína og lögmaður hennar hætti við að áfrýja dómnum. Þessi lagagrein gerir því að verkum að hægt er að stöðva fréttaflutning fjölmiðils af tilteknu máli um margra mánaða skeið, með því einu að reiða fram 800.000 krónur (sem er sú upphæð sem Jónína Benediktsdóttir greiddi til tryggingar lögbanninu) og að viðkomandi sýslumaður samþykki lögbannskröfuna. Þessi lagagrein setur óneitanlega hömlur á frelsi fjölmiðla. Engu að síður er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sigur fyrir Fréttablaðið og fréttastefnu þess. Fréttablaðið leitast við að vera hófsamur og heiðarlegur fréttamiðill og dómur Héraðsdóms, sem er eini dómurinn sem fallið hefur um þetta mál enn sem komið er, er staðfesting þess að blaðið er á réttri leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er lögbannskröfu Jónínu Benediktsdóttur vegna birtinga á efni úr tölvupóstum hennar og fleiri nafngreindra einstaklinga hafnað, auk þess sem útgáfufélag Fréttablaðsins og ritstjóri þess eru sýknuð af miskabótakröfu Jónínu. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er að ekki hafi verið farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins við birtingu efnis úr umræddum tölvupóstum, auk þess sem komist er að þeirri niðurstöðu að engin efni séu til "að staðhæft verði að útprentanir/ljósrit útprentana af tölvuskeytum, sem um ræðir í málinu, séu einkagögn stefnanda". Einnig er sagt í dóminum að Fréttablaðið hafi birt frásagnir byggðar á þessum gögnum "um efni sem varðar ætlaðan aðdraganda viðamikils opinbers máls en þar var ekki vikið að einkamálefnum stefnanda og er eigi sýnt fram á að sú hafi verið ætlunin." Meginatriði málsins er því að allt það efni úr umræddum tölvupóstum sem birt var hér í Fréttablaðinu snerist um aðdraganda eins stærsta dómsmáls Íslandssögunnar til þessa. Allt efni sömu bréfa sem varðaði persónuleg málefni þeirra sem þá rituðu var látið liggja milli hluta. Dylgjur sækjanda um að ekki hafi verið birt innihald bréfanna sem kynni að koma sér illa fyrir tiltekna hluthafa í 365 - prentmiðlum eru ósannaðar og hér með lýst eftir því að hugaður fjölmiðill komist yfir það efni og birti. Jónína Benediktsdóttir og lögmaður hennar hafa þegar tekið ákvörðun um að áfrýja dómnum og gildir lögbannið við birtingu efnis úr tölvupóstunum því áfram vegna þess að áfrýjunin frestar réttaráhrifum dómsins. Þetta er samkvæmt lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl. en þar segir í 39. grein: "Þótt synjað sé um staðfestingu gerðar í héraðsdómi stendur hún í þrjár vikur frá dómsuppsögu. Að loknum þeim fresti fellur gerðin niður, nema gerðarbeiðandi fái áður gefna út stefnu til æðra dóms til að fá héraðsdómi hrundið. Ef æðri dómur staðfestir ákvæði héraðsdóms um synjun um staðfestingu gerðar fellur hún úr gildi frá dómsuppsögu þar." Þetta þýðir að þrátt fyrir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fellt lögbannið við birtingu tölvubréfanna umræddu úr gildi þá stendur það enn þar til Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm, nema svo ólíklega fari að Jónína og lögmaður hennar hætti við að áfrýja dómnum. Þessi lagagrein gerir því að verkum að hægt er að stöðva fréttaflutning fjölmiðils af tilteknu máli um margra mánaða skeið, með því einu að reiða fram 800.000 krónur (sem er sú upphæð sem Jónína Benediktsdóttir greiddi til tryggingar lögbanninu) og að viðkomandi sýslumaður samþykki lögbannskröfuna. Þessi lagagrein setur óneitanlega hömlur á frelsi fjölmiðla. Engu að síður er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sigur fyrir Fréttablaðið og fréttastefnu þess. Fréttablaðið leitast við að vera hófsamur og heiðarlegur fréttamiðill og dómur Héraðsdóms, sem er eini dómurinn sem fallið hefur um þetta mál enn sem komið er, er staðfesting þess að blaðið er á réttri leið.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun