Súðavík flutt 16. janúar 2005 00:01 Heimamaður í Súðavík hafði á orði við blaðamann að það væri með hreinum ólíkindum að byggðin hefði verið flutt til á sínum tíma. Hann vissi ekki hverjum hefði fyrst dottið í hug að færa byggðarlagið en sagði flesta sem að komu hafa gripið hugmyndina á lofti. Það þurfti kraft og dirfsku til að ráðast í framkvæmdina og með samhentu átaki heimamanna og annarra tókst það. Þorpið var flutt undan Súðavíkurhlíðinni skelfilegu á öruggt svæði innar í firðinum. Sveitastjórinn hafði fáum dögum fyrir flóðið gengið frá kaupsamningi á jörðinni sem byggt var á. Þar hafði skólinn áður verið reistur, á skika sem sveitarfélaginu var gefinn. Í nýju byggðinni standa bæði ný hús og eldri sem flutt voru af hættusvæðinu. Undir hlíðinni eru enn tugir húsa sem fólk hefst við í á sumrin. Þá margfaldast íbúafjöldi Súðavíkur, sem alla jafna er 180 manns, og allt iðar af lífi og fjöri. GAMLA BYGGÐIN. Ljós loga í húsunum í gömlu byggðinni í Súðavík yfir vetrarmánuðina. Húsin eru kynt með rafmagni og slökkni ljósin sjá heimamenn að rafmagnið hefur farið af. Geta þeir þá brugðist við svo ekki frjósi í leiðslum. Sérstakt er að horfa á týruna í gluggum gömlu húsanna, vitandi að fólk er ekki væntanlegt til dvalar fyrr en með vorinu.ALLT TIL ALLS. Öll þjónusta er undir einu þaki í nýju byggðinni í Súðavík. Hreppsskrifstofurnar, heilsugæsluselið, sparisjóðurinn, pósthúsið, veitingastaðurinn, verslunin og bensínstöðin. Allt á einum stað.BÖRN AÐ LEIK. Ungviðið í Súðavík réð sér ekki fyrir kæti yfir fannferginu í þorpinu á dögunum. Börnin í leikskólanum mokuðu snjónum til og frá eða renndu sér á þotum. Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Heimamaður í Súðavík hafði á orði við blaðamann að það væri með hreinum ólíkindum að byggðin hefði verið flutt til á sínum tíma. Hann vissi ekki hverjum hefði fyrst dottið í hug að færa byggðarlagið en sagði flesta sem að komu hafa gripið hugmyndina á lofti. Það þurfti kraft og dirfsku til að ráðast í framkvæmdina og með samhentu átaki heimamanna og annarra tókst það. Þorpið var flutt undan Súðavíkurhlíðinni skelfilegu á öruggt svæði innar í firðinum. Sveitastjórinn hafði fáum dögum fyrir flóðið gengið frá kaupsamningi á jörðinni sem byggt var á. Þar hafði skólinn áður verið reistur, á skika sem sveitarfélaginu var gefinn. Í nýju byggðinni standa bæði ný hús og eldri sem flutt voru af hættusvæðinu. Undir hlíðinni eru enn tugir húsa sem fólk hefst við í á sumrin. Þá margfaldast íbúafjöldi Súðavíkur, sem alla jafna er 180 manns, og allt iðar af lífi og fjöri. GAMLA BYGGÐIN. Ljós loga í húsunum í gömlu byggðinni í Súðavík yfir vetrarmánuðina. Húsin eru kynt með rafmagni og slökkni ljósin sjá heimamenn að rafmagnið hefur farið af. Geta þeir þá brugðist við svo ekki frjósi í leiðslum. Sérstakt er að horfa á týruna í gluggum gömlu húsanna, vitandi að fólk er ekki væntanlegt til dvalar fyrr en með vorinu.ALLT TIL ALLS. Öll þjónusta er undir einu þaki í nýju byggðinni í Súðavík. Hreppsskrifstofurnar, heilsugæsluselið, sparisjóðurinn, pósthúsið, veitingastaðurinn, verslunin og bensínstöðin. Allt á einum stað.BÖRN AÐ LEIK. Ungviðið í Súðavík réð sér ekki fyrir kæti yfir fannferginu í þorpinu á dögunum. Börnin í leikskólanum mokuðu snjónum til og frá eða renndu sér á þotum.
Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira