Innflutt vinna og svört 20. janúar 2005 00:01 Hagvöxturinn í samfélaginu virðist nú byrjaður að draga úr atvinnuleysi í landinu. Nýjustu tölur um atvinnuleysi benda í þá átt. Fram undan er frekari hagvöxtur og búast má við að atvinnuleysi fari enn minnkandi á komandi mánuðum. Við slíkar kringumstæður er æskilegt að nýta sér erlent vinnuafl við Kárahnjúka. Það dregur úr hættu á ofrisi efnahagslífsins, sem leiðir að lokum til lakari kjara almennings á Íslandi. Kárahnjúkavirkjun er stórfellt inngrip í íslenskt efnahagslíf og það er hagur samfélagsins að áhrifin af slíku inngripi verði sem minnst. Virkjanir voru á árum áður tilefni uppgripa og launahækkana. Margir verkalýðsleiðtogar horfa til þeirra tíma þegar kjör almennings bötnuðu verulega vegna slíkra framkvæmda. Svigrúmið til slíks er mun minna nú, sérstaklega þegar horft er til þess hversu hátt hlutfall laun eru af heildarkostnaði fyrirtækja. Sá vítahringur sem getur skapast með miklu launaskriði vegna framkvæmda er í meðal annars há verðbólga sem að lokum bitnar á skuldugum almenningi. Einnig myndi slík þensla á vinnumarkaði leiða til þess að fyrirtæki gætu ekki borið launakostnaðinn, flyttu úr landi eða legðu upp laupana. Þessi þróun er þegar hafin og í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi sjá stjórnendur fyrirtækja ekki grundvallarmun á því að flytja inn vinnuafl eða flytja út starfsemi. Kárahnjúkavirkjun er staðbundin framkvæmd og því ekki hægt að flytja starfsemina út. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að við ráðningu erlendra verkamanna sé farið að reglum og samningum. Hins vegar er ólíklegt að Íslendingar sækist í stórum stíl eftir dvöl á fjöllum. Mikil verkefni eru í íslenskum byggingariðnaði og þaðan berast nú fréttir af ólöglegu innfluttu vinnuafli. Svört starfsemi er ólíðandi. Hún skekkir samkeppnisstöðu milli fyrirtækja sem fara að reglum og hinna sem skeyta engu um samninga og lög í landinu. Þá skiptir ekki miklu hvort svört starfsemi byggir á innlendu eða erlendu vinnuafli. Ekki má rugla saman ólöglegri starfsemi af því tagi og innflutningi vinnuafls þar sem farið er að lögum og reglum. Annars vegar er um að ræða óheiðarleg vinnubrögð á markaði, líkt og kennitölusvindl sem Samtök iðnaðarins hafa barist gegn. Hins vegar er um að ræða möguleika okkar til þess að taka við tímabundnum sveiflum í eftirspurn eftir vinnuafli og að manna störf innanlands, þar sem innlent vinnuafl fæst ekki. Landsvinnsla í sjávarútvegi er mönnuð með innfluttu vinnuafli í sífellt meiri mæli. Mismunandi skoðanir má hafa á þessari þróun. Hún er hins vegar staðreynd og í mörgum tilvikum stöndum við einungis frammi fyrir því vali hvort við flytjum vinnuaflið inn eða störfin út. Það er á grundvelli þessara staðreynda sem umræðan þarf að verða í samfélaginu. Ekki á grundvelli þess tíma þegar við bjuggum í lokuðu miðstýrðu hagkerfi þar sem skrúfað var frá og fyrir kaupmáttinn til að núllstilla rekstur sjávarútvegsfyrirtækja í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Hagvöxturinn í samfélaginu virðist nú byrjaður að draga úr atvinnuleysi í landinu. Nýjustu tölur um atvinnuleysi benda í þá átt. Fram undan er frekari hagvöxtur og búast má við að atvinnuleysi fari enn minnkandi á komandi mánuðum. Við slíkar kringumstæður er æskilegt að nýta sér erlent vinnuafl við Kárahnjúka. Það dregur úr hættu á ofrisi efnahagslífsins, sem leiðir að lokum til lakari kjara almennings á Íslandi. Kárahnjúkavirkjun er stórfellt inngrip í íslenskt efnahagslíf og það er hagur samfélagsins að áhrifin af slíku inngripi verði sem minnst. Virkjanir voru á árum áður tilefni uppgripa og launahækkana. Margir verkalýðsleiðtogar horfa til þeirra tíma þegar kjör almennings bötnuðu verulega vegna slíkra framkvæmda. Svigrúmið til slíks er mun minna nú, sérstaklega þegar horft er til þess hversu hátt hlutfall laun eru af heildarkostnaði fyrirtækja. Sá vítahringur sem getur skapast með miklu launaskriði vegna framkvæmda er í meðal annars há verðbólga sem að lokum bitnar á skuldugum almenningi. Einnig myndi slík þensla á vinnumarkaði leiða til þess að fyrirtæki gætu ekki borið launakostnaðinn, flyttu úr landi eða legðu upp laupana. Þessi þróun er þegar hafin og í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi sjá stjórnendur fyrirtækja ekki grundvallarmun á því að flytja inn vinnuafl eða flytja út starfsemi. Kárahnjúkavirkjun er staðbundin framkvæmd og því ekki hægt að flytja starfsemina út. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að við ráðningu erlendra verkamanna sé farið að reglum og samningum. Hins vegar er ólíklegt að Íslendingar sækist í stórum stíl eftir dvöl á fjöllum. Mikil verkefni eru í íslenskum byggingariðnaði og þaðan berast nú fréttir af ólöglegu innfluttu vinnuafli. Svört starfsemi er ólíðandi. Hún skekkir samkeppnisstöðu milli fyrirtækja sem fara að reglum og hinna sem skeyta engu um samninga og lög í landinu. Þá skiptir ekki miklu hvort svört starfsemi byggir á innlendu eða erlendu vinnuafli. Ekki má rugla saman ólöglegri starfsemi af því tagi og innflutningi vinnuafls þar sem farið er að lögum og reglum. Annars vegar er um að ræða óheiðarleg vinnubrögð á markaði, líkt og kennitölusvindl sem Samtök iðnaðarins hafa barist gegn. Hins vegar er um að ræða möguleika okkar til þess að taka við tímabundnum sveiflum í eftirspurn eftir vinnuafli og að manna störf innanlands, þar sem innlent vinnuafl fæst ekki. Landsvinnsla í sjávarútvegi er mönnuð með innfluttu vinnuafli í sífellt meiri mæli. Mismunandi skoðanir má hafa á þessari þróun. Hún er hins vegar staðreynd og í mörgum tilvikum stöndum við einungis frammi fyrir því vali hvort við flytjum vinnuaflið inn eða störfin út. Það er á grundvelli þessara staðreynda sem umræðan þarf að verða í samfélaginu. Ekki á grundvelli þess tíma þegar við bjuggum í lokuðu miðstýrðu hagkerfi þar sem skrúfað var frá og fyrir kaupmáttinn til að núllstilla rekstur sjávarútvegsfyrirtækja í landinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun