Franskt snilldarverk Egill Helgason skrifar 25. janúar 2005 00:01 Háskólabíó: Un long dimanche de fiancailles Þegar ég gagnrýndi kvikmyndir í löngu dáin blöð fyrir tíu árum komst ég að því að mér fannst skemmtilegra að skrifa um lélegar myndir en þær góðu. Þá gat maður komist upp með alls kyns hótfyndni og stæla - ég viðurkenni að ég leit á margt af þessu eins og stílæfingar. Ég er greinilega verr innrættur en Steinunn Sigurðardóttir sem skrifar í Moggann í morgun að hún vilji í lengstu lög skrifa um góðar myndir. En svo komu fínar myndir af og til og af því maður var vanur að vera kaldhæðinn vantaði mann stundum orð. Ég man eftir að hafa skrifað hástemmda dóma um Rauðan eftir Kieslowski og Heavenly Creatures eftir Peter Jackson. Ég er löngu hættur að skrifa um bíó; fer helst ekki á lélegar myndir. Bara á talsvert af myndum sem valda manni vonbrigðum. En þegar Trúlofunin langa á í hlut flýgur maður beint upp á hástig lýsingarorða. Það er ekki annað hægt - þetta er snildarlegt bíó, mikil kvikmyndaupplifun, frábærlega góð saga sögð á skemmtilega sérviskulegan hátt. Jeunet leikstjóri er mikill brellumeistari. Hugsanlega finnst manni mest koma til átakanlegra atriða úr skotgröfum fyrri heimstyrjaldar - nákvæmrar endursköpunar hryllingsins þar - en svo er myndin líka fyndin og rómantísk og svo hjartahlý að maður gengur eins og á loftpúðum út af henni. Ef ég væri ennþá að skrifa krítík og gæfi stjörnur, þá fengi þessi fimm. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Háskólabíó: Un long dimanche de fiancailles Þegar ég gagnrýndi kvikmyndir í löngu dáin blöð fyrir tíu árum komst ég að því að mér fannst skemmtilegra að skrifa um lélegar myndir en þær góðu. Þá gat maður komist upp með alls kyns hótfyndni og stæla - ég viðurkenni að ég leit á margt af þessu eins og stílæfingar. Ég er greinilega verr innrættur en Steinunn Sigurðardóttir sem skrifar í Moggann í morgun að hún vilji í lengstu lög skrifa um góðar myndir. En svo komu fínar myndir af og til og af því maður var vanur að vera kaldhæðinn vantaði mann stundum orð. Ég man eftir að hafa skrifað hástemmda dóma um Rauðan eftir Kieslowski og Heavenly Creatures eftir Peter Jackson. Ég er löngu hættur að skrifa um bíó; fer helst ekki á lélegar myndir. Bara á talsvert af myndum sem valda manni vonbrigðum. En þegar Trúlofunin langa á í hlut flýgur maður beint upp á hástig lýsingarorða. Það er ekki annað hægt - þetta er snildarlegt bíó, mikil kvikmyndaupplifun, frábærlega góð saga sögð á skemmtilega sérviskulegan hátt. Jeunet leikstjóri er mikill brellumeistari. Hugsanlega finnst manni mest koma til átakanlegra atriða úr skotgröfum fyrri heimstyrjaldar - nákvæmrar endursköpunar hryllingsins þar - en svo er myndin líka fyndin og rómantísk og svo hjartahlý að maður gengur eins og á loftpúðum út af henni. Ef ég væri ennþá að skrifa krítík og gæfi stjörnur, þá fengi þessi fimm.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira