Skransala með sál 26. janúar 2005 00:01 "Ég sel hluti sem fólk hefur gefið mér og það eru aldeilis margir sem hafa styrkt mig. Maðurinn minn, hann Viggó Guðmundsson, vill til dæmis losa sig við dót sem hann á svo börnin hans þurfi ekki að rífast um það eftir hans tíma," segir Guðrún og skellihlær enda lífsglöð og hress. "Verðið er afar sanngjarnt, allt frá tíu krónum og upp úr. Síðan er alltaf hægt að prútta því ég veit að ef ég fer á svona sölur þá reyni ég alltaf að prútta. Maður á alls ekki að vera feiminn við það svo lengi sem allir eru ánægðir. Ég er með lampa og húsgögn og eiginlega allt sem hægt er að láta sér detta í hug og það er alltaf eitthvað nýtt að detta inn," segir Guðrún en stemmingin í skransölunni er engu lík. Í öðrum hluta húsnæðisins er salan en í hinum er Guðrún búin að koma sér upp vinnuaðstöðu þar sem fólk getur litið inn og skoðað húfurnar, peysurnar og pilsin sem hún hefur verið að hanna. Guðrún lenti í alvarlegu bílslysi í nóvember árið 2002 og hefur síðan verið öryrki. "Ég gat eiginlega ekki ráðið mig í vinnu hjá öðrum því ég þarf alltaf að hvíla mig eitthvað á hverjum degi. Þá voru nú góð ráð dýr - eða ódýr og þá datt mér í hug að byrja með þessa skransölu. Ég er algjör jarðýta og ég get hreinlega ekki setið aðgerðarlaus. Ég ætlaði að opna gallerí í þessu húsnæði því ég er að hanna húfur og skúlptúra en veit ekki hvenær verður úr því. Húfurnar mínar hafa til dæmis verið seldar til Kanada og voru mjög vinsælar á Víkingahátíðinni í Hafnarfirði. Mig langar líka að virkja listamenn sem eru sjálflærðir eins og ég og eru að gera góða hluti úti um allan bæ. Þangað til það gerist prófa ég skransöluna," segir Guðrún en hún opnaði söluna um miðjan mánuðinn. "Ég finn að þetta er að rúlla af stað. Fólk tekur vel í þessa hugmynd og það er mikið hringt í mig og spurt um einstaka hluti. Ef þetta verður mikið stuð þá held ég áfram í nokkrar helgar þó ég sé ekkert búin að ákveða hvað ég ætli að hafa söluna lengi opna. Það verður bara að koma í ljós." ValliValli Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
"Ég sel hluti sem fólk hefur gefið mér og það eru aldeilis margir sem hafa styrkt mig. Maðurinn minn, hann Viggó Guðmundsson, vill til dæmis losa sig við dót sem hann á svo börnin hans þurfi ekki að rífast um það eftir hans tíma," segir Guðrún og skellihlær enda lífsglöð og hress. "Verðið er afar sanngjarnt, allt frá tíu krónum og upp úr. Síðan er alltaf hægt að prútta því ég veit að ef ég fer á svona sölur þá reyni ég alltaf að prútta. Maður á alls ekki að vera feiminn við það svo lengi sem allir eru ánægðir. Ég er með lampa og húsgögn og eiginlega allt sem hægt er að láta sér detta í hug og það er alltaf eitthvað nýtt að detta inn," segir Guðrún en stemmingin í skransölunni er engu lík. Í öðrum hluta húsnæðisins er salan en í hinum er Guðrún búin að koma sér upp vinnuaðstöðu þar sem fólk getur litið inn og skoðað húfurnar, peysurnar og pilsin sem hún hefur verið að hanna. Guðrún lenti í alvarlegu bílslysi í nóvember árið 2002 og hefur síðan verið öryrki. "Ég gat eiginlega ekki ráðið mig í vinnu hjá öðrum því ég þarf alltaf að hvíla mig eitthvað á hverjum degi. Þá voru nú góð ráð dýr - eða ódýr og þá datt mér í hug að byrja með þessa skransölu. Ég er algjör jarðýta og ég get hreinlega ekki setið aðgerðarlaus. Ég ætlaði að opna gallerí í þessu húsnæði því ég er að hanna húfur og skúlptúra en veit ekki hvenær verður úr því. Húfurnar mínar hafa til dæmis verið seldar til Kanada og voru mjög vinsælar á Víkingahátíðinni í Hafnarfirði. Mig langar líka að virkja listamenn sem eru sjálflærðir eins og ég og eru að gera góða hluti úti um allan bæ. Þangað til það gerist prófa ég skransöluna," segir Guðrún en hún opnaði söluna um miðjan mánuðinn. "Ég finn að þetta er að rúlla af stað. Fólk tekur vel í þessa hugmynd og það er mikið hringt í mig og spurt um einstaka hluti. Ef þetta verður mikið stuð þá held ég áfram í nokkrar helgar þó ég sé ekkert búin að ákveða hvað ég ætli að hafa söluna lengi opna. Það verður bara að koma í ljós." ValliValli
Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira