Innlent

Nægir kvótar til að menga

Lítil hætta er á að farið verði fram úr heimildum Kyoto-bókunarinnar á losun gróðurhúsalofttegunda á fyrsta skuldbindingartímabilinu frá 2008 til 2012. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra svaraði þannig fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Samfylkingunni á Alþingi í gær. Þórunn spurði hvernig tryggja ætti að losun gróðurhúsalofttegunda færi ekki fram úr heimildum samningsins. Sigríður sagði stóriðjufyrirtæki hafa mengunarkvóta og yrðu að gera eigin ráðstafanir þyrftu þau að auka hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×