Gaman að dúlla við góðan mat: Fiskisúpa Gurrýjar 27. janúar 2005 00:01 "Með árunum hefur mér þótt matargerð æ skemmtilegri," segir Guðríður Helgadóttir líffræðingur sem er nýtekin við starfi deildarstjóra við hinn nýja Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri auk þess að vera staðarhaldari Garðyrkjuskólans á Reykjum. Hún hefur yndi af vinnunni en líka eldhússtörfum og kökubakstur var lengi vel í uppáhaldi. Hún kveðst þó vera að þreifa sig áfram í matargerðinni líka og er einmitt að elda himneska fiskisúpu þegar samtalið fer fram svo það liggur beinast við að fá uppskriftina. Og þótt margar hráefnistegundir séu í súpunni þá tekur Gurrý fram að gerð hennar sé afar einföld eins og leiðbeiningarnar gefi til kynna.Fiskisúpa Gurrýjarolía2-3 tesk. karrí1 laukur, meðalstór2-3 stilkar sellerí3-4 gulrætur1 rauð paprika2-3 hvítlauksrif1 1/2 dós kurlaðir tómatar, Hunts diced tomatos, t.d. með steiktum lauk3-4 msk. tómatpúrré2 Knorr fiskiteningar1 lítil ds kókosmjólk, 165 g (fæst í Hagkaupum)1/2 peli rjómiýsa, rækja, hörpuskel, laxsmávegis af kryddinu Eftirlæti hafmeyjunnar frá Pottagöldrumörlítið tarragon (líka nefnt dragon) Ég set olíuna fyrst í pottinn og karríið er látið hitna með henni. Mér finnst best að nota milt Madras karrí. Grænmetið er allt saxað niður og mýkt í olíunni. Þá er komið að kurluðu tómötunum. Ég tæmi dósina og fylli hana síðan tvisvar með vatni sem ég bæti út í pottinn. Síðan kemur tómatpúrré, teningarnir og kókosmjólkin. Þetta læt ég malla smá stund og bæti síðan rjómanum í. Rétt áður en ég ber súpuna fram skelli ég út í hana þeim fiski sem ég á, ýsu, rækju, hörpuskel og stundum laxi, svona 100-200 g af hverju. Rækjuna og hörpuskelina má bara sjóða í 2-3 mínútur, svo ég set fiskinn fyrst. Eftirlæti hafmeyjunnar er rosalega gott og tarragonið gefur sætt kryddbragð sem passar mjög vel við fiskinn en má bara vera í litlu magni. Súpan er borðuð með góðu brauði, t.d. hvítlauksbrauði, og ef afgangur verður af súpunni er upplagt að frysta hann. Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
"Með árunum hefur mér þótt matargerð æ skemmtilegri," segir Guðríður Helgadóttir líffræðingur sem er nýtekin við starfi deildarstjóra við hinn nýja Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri auk þess að vera staðarhaldari Garðyrkjuskólans á Reykjum. Hún hefur yndi af vinnunni en líka eldhússtörfum og kökubakstur var lengi vel í uppáhaldi. Hún kveðst þó vera að þreifa sig áfram í matargerðinni líka og er einmitt að elda himneska fiskisúpu þegar samtalið fer fram svo það liggur beinast við að fá uppskriftina. Og þótt margar hráefnistegundir séu í súpunni þá tekur Gurrý fram að gerð hennar sé afar einföld eins og leiðbeiningarnar gefi til kynna.Fiskisúpa Gurrýjarolía2-3 tesk. karrí1 laukur, meðalstór2-3 stilkar sellerí3-4 gulrætur1 rauð paprika2-3 hvítlauksrif1 1/2 dós kurlaðir tómatar, Hunts diced tomatos, t.d. með steiktum lauk3-4 msk. tómatpúrré2 Knorr fiskiteningar1 lítil ds kókosmjólk, 165 g (fæst í Hagkaupum)1/2 peli rjómiýsa, rækja, hörpuskel, laxsmávegis af kryddinu Eftirlæti hafmeyjunnar frá Pottagöldrumörlítið tarragon (líka nefnt dragon) Ég set olíuna fyrst í pottinn og karríið er látið hitna með henni. Mér finnst best að nota milt Madras karrí. Grænmetið er allt saxað niður og mýkt í olíunni. Þá er komið að kurluðu tómötunum. Ég tæmi dósina og fylli hana síðan tvisvar með vatni sem ég bæti út í pottinn. Síðan kemur tómatpúrré, teningarnir og kókosmjólkin. Þetta læt ég malla smá stund og bæti síðan rjómanum í. Rétt áður en ég ber súpuna fram skelli ég út í hana þeim fiski sem ég á, ýsu, rækju, hörpuskel og stundum laxi, svona 100-200 g af hverju. Rækjuna og hörpuskelina má bara sjóða í 2-3 mínútur, svo ég set fiskinn fyrst. Eftirlæti hafmeyjunnar er rosalega gott og tarragonið gefur sætt kryddbragð sem passar mjög vel við fiskinn en má bara vera í litlu magni. Súpan er borðuð með góðu brauði, t.d. hvítlauksbrauði, og ef afgangur verður af súpunni er upplagt að frysta hann.
Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira