Írakar ganga að kjörborðinu 30. janúar 2005 00:01 Hver sem afstaða manna var til innrásar Bandaríkjamanna og Breta í Írak á sínum tíma hljóta menn að fallast á að þingkosningarnar sem þar fara fram í dag eru afar mikilvægar fyrir framtíð landsins og velferð landsmanna. Enginn getur óskað þess að ógnaröldin í landinu haldi áfram. Besta leiðin til að koma á friði og tryggja öryggi þjóðarinnar er að Írakar taki sjálfir við stjórnartaumunum í landinu og skilyrði skapist fyrir því að erlendir herir fari á brott. Það er fátítt að almenningur í arabaríki fái að ganga að kjörborðinu og velja sér leiðtoga á lýðræðislegan hátt. Það eru út af fyrir sig tímamót sem ekki skyldu vanmetin. Hitt er svo annað mál að kosningarnar fara fram við aðstæður sem valda efasemdum um að hve miklu leyti þær munu ná að endurspegla vilja þjóðarinnar. Yfir frambjóðendum og kjósendum vofa líflátshótanir hryðjuverkamanna. Í ljósi nær daglegra ógnarverka og sjálfsmorðsárása þarf ekki að koma á óvart að margir hugsi sig um tvisvar áður en þeir taka ákvörðun um að mæta á kjörstað. Nöfnum margra frambjóðenda hefur jafnvel verið haldið leyndum til að tryggja líf þeirra og öryggi. Það glæðir vonir manna um skaplega kjörsókn að þrátt fyrir allt virðist ríkja mikill áhugi á kosningunum meðal landsmanna. Það er ekki nýtt að hryðjuverkamenn og öfgahópar reyni að fæla fólk frá kosningaþátttöku með hótunum og má í því sambandi rifja upp tilraunirnir sem gerðar voru til að skelfa kjósendur í frjálsu kosningunum í Afganistan á síðasta ári. Sú viðleitni bar ekki árangur. Vonandi munu hugrakkir kjósendur í Írak bjóða andstæðingum lýðræðis birginn á sama hátt. En það er ekki hægt að áfellast þá sem ekki treysta sér á kjörstað. Nýrri ríkisstjórn Íraks er mikill vandi á höndum. En lýðræðislegt umboð mun styrkja hana í sessi og auka tiltrú á henni. Það verður auðveldara fyrir alþjóðasamfélagið að eiga samskipti við lýðræðislega kjörna ríkisstjórn en stjórn sem búin er til af Bandaríkjamönnum og Bretum. Og miklu skiptir einmitt að í kjölfar kosninganna hefjist ferli sem felist í því að ríki og þjóðir, sem ekki áttu þátt í innrásinni, komi með öflugum hætti að því byggja Írak upp að nýju, atvinnuvegina, samgöngur, heilbrigðiskerfið og skólana. Þar hljóta Sameinuðu þjóðirnar að hafa forystu ásamt öflugum ríkjasamtökum eins og Evrópusambandinu. Friður í Írak og lýðræðislega kjörin stjórn landsmanna sjálfra er hagsmunamál heimsbyggðarinnar allrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun
Hver sem afstaða manna var til innrásar Bandaríkjamanna og Breta í Írak á sínum tíma hljóta menn að fallast á að þingkosningarnar sem þar fara fram í dag eru afar mikilvægar fyrir framtíð landsins og velferð landsmanna. Enginn getur óskað þess að ógnaröldin í landinu haldi áfram. Besta leiðin til að koma á friði og tryggja öryggi þjóðarinnar er að Írakar taki sjálfir við stjórnartaumunum í landinu og skilyrði skapist fyrir því að erlendir herir fari á brott. Það er fátítt að almenningur í arabaríki fái að ganga að kjörborðinu og velja sér leiðtoga á lýðræðislegan hátt. Það eru út af fyrir sig tímamót sem ekki skyldu vanmetin. Hitt er svo annað mál að kosningarnar fara fram við aðstæður sem valda efasemdum um að hve miklu leyti þær munu ná að endurspegla vilja þjóðarinnar. Yfir frambjóðendum og kjósendum vofa líflátshótanir hryðjuverkamanna. Í ljósi nær daglegra ógnarverka og sjálfsmorðsárása þarf ekki að koma á óvart að margir hugsi sig um tvisvar áður en þeir taka ákvörðun um að mæta á kjörstað. Nöfnum margra frambjóðenda hefur jafnvel verið haldið leyndum til að tryggja líf þeirra og öryggi. Það glæðir vonir manna um skaplega kjörsókn að þrátt fyrir allt virðist ríkja mikill áhugi á kosningunum meðal landsmanna. Það er ekki nýtt að hryðjuverkamenn og öfgahópar reyni að fæla fólk frá kosningaþátttöku með hótunum og má í því sambandi rifja upp tilraunirnir sem gerðar voru til að skelfa kjósendur í frjálsu kosningunum í Afganistan á síðasta ári. Sú viðleitni bar ekki árangur. Vonandi munu hugrakkir kjósendur í Írak bjóða andstæðingum lýðræðis birginn á sama hátt. En það er ekki hægt að áfellast þá sem ekki treysta sér á kjörstað. Nýrri ríkisstjórn Íraks er mikill vandi á höndum. En lýðræðislegt umboð mun styrkja hana í sessi og auka tiltrú á henni. Það verður auðveldara fyrir alþjóðasamfélagið að eiga samskipti við lýðræðislega kjörna ríkisstjórn en stjórn sem búin er til af Bandaríkjamönnum og Bretum. Og miklu skiptir einmitt að í kjölfar kosninganna hefjist ferli sem felist í því að ríki og þjóðir, sem ekki áttu þátt í innrásinni, komi með öflugum hætti að því byggja Írak upp að nýju, atvinnuvegina, samgöngur, heilbrigðiskerfið og skólana. Þar hljóta Sameinuðu þjóðirnar að hafa forystu ásamt öflugum ríkjasamtökum eins og Evrópusambandinu. Friður í Írak og lýðræðislega kjörin stjórn landsmanna sjálfra er hagsmunamál heimsbyggðarinnar allrar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun