Iceland fái ekki einkaleyfi 7. febrúar 2005 00:01 Formaður Vinstri grænna og starfandi utanríkisráðherra leggjast báðir gegn því að verslunarkeðjan „Iceland“ fái einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort það gæti verið mönnum til framdráttar að skrá sig fyrir léninu steingrimurjod.is. Stöð 2 greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið Iceland stefndi að því að fá víðtækt einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins og að fjölmörg íslensk fyrirtæki og hagsmunasamtök ætluðu að mótmæla þessu. Frestur til þess rennur út eftir tvær vikur. Steingrímur J. Sigfússon lagði fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde, starfandi utanríkisráðherra, um hvort íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að berjast gegn þessu. Og hann kvaðst vilja ganga lengra og spyrja hvort stjórnvöld ætluðu ekki að beita öllum tiltækum ráðum, þ.m.t. málaferlum. Steingrímur vakti einnig máls á því að Baugur eignast meirihluta í Iceland innan skamms og hvatti stjórnvöld til að ná samkomulagi við eigendur þess um að fallið verði frá þessari umsókn. Geir var sammála Steingrími og sagðist ekki vita betur en utanríkisráðuneytið hefði þegar gripið til viðeigandi ráðstafana. Geir gat með engu móti séð hvað fyrirtækið teldi sig græða á að skrá enska heiti Íslands með þessum hætti; það hlyti einnig að geta skapað keðjunni vandræði. „Það myndi sjálfsagt valda mér erfiðleikum ef ég skráði mér lénið steingrimurjod.is,“ sagði Geir í ræðustól þingsins. Steingrímur kvaðst telja þetta misskilning hjá ráðherranum og frekar verða honum til framdráttar. Og bætti við: „Svo mikið er víst að ekki vil ég skipta og taka upp lénið geirhilmarhaarde.is.“ Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Formaður Vinstri grænna og starfandi utanríkisráðherra leggjast báðir gegn því að verslunarkeðjan „Iceland“ fái einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort það gæti verið mönnum til framdráttar að skrá sig fyrir léninu steingrimurjod.is. Stöð 2 greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið Iceland stefndi að því að fá víðtækt einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins og að fjölmörg íslensk fyrirtæki og hagsmunasamtök ætluðu að mótmæla þessu. Frestur til þess rennur út eftir tvær vikur. Steingrímur J. Sigfússon lagði fram fyrirspurn til Geirs H. Haarde, starfandi utanríkisráðherra, um hvort íslensk stjórnvöld ætluðu ekki að berjast gegn þessu. Og hann kvaðst vilja ganga lengra og spyrja hvort stjórnvöld ætluðu ekki að beita öllum tiltækum ráðum, þ.m.t. málaferlum. Steingrímur vakti einnig máls á því að Baugur eignast meirihluta í Iceland innan skamms og hvatti stjórnvöld til að ná samkomulagi við eigendur þess um að fallið verði frá þessari umsókn. Geir var sammála Steingrími og sagðist ekki vita betur en utanríkisráðuneytið hefði þegar gripið til viðeigandi ráðstafana. Geir gat með engu móti séð hvað fyrirtækið teldi sig græða á að skrá enska heiti Íslands með þessum hætti; það hlyti einnig að geta skapað keðjunni vandræði. „Það myndi sjálfsagt valda mér erfiðleikum ef ég skráði mér lénið steingrimurjod.is,“ sagði Geir í ræðustól þingsins. Steingrímur kvaðst telja þetta misskilning hjá ráðherranum og frekar verða honum til framdráttar. Og bætti við: „Svo mikið er víst að ekki vil ég skipta og taka upp lénið geirhilmarhaarde.is.“
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira