Hræðist ekki gagnrýnendur 10. febrúar 2005 00:01 Ekki skal vanmeta konuna er boðskapur leikverksins Mýrarljóss, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Ekki skal heldur vanmeta konuna sem leikstýrir þessu verki, Eddu Heiðrúnu Backman, en hún er bjartsýn á viðtökurnar og hræðist ekki gagnrýnendur. Mýrarljós fjallar um Hester Svan. Þegar hún er fertug yfirgefur barnsfaðir hennar hana fyrir yngri og ríkari konu. Dóttir þeirra er jafngömul Hester þegar hún er yfirgefin af móður sinni. Sagan er margslungnari en harmleikurinn um Medeu þótt boðskapurinn sé sá sami. Leikskáldinu Marinu Carr þykir hafa tekist afar vel upp að búa til sögu sem er svo sorgleg að allt að fimm klúta þarf með í leikhúsið en þar getur fólk líka hlegið. Edda Heiðrún hefur valið að draga fram grísku áhrifin og fékk til liðs við sig tvo Grikki til að annast grímugerð, búninga og grímuleikstjórn. Hún segist alltaf hafa haft gaman af grímuleik sem séu rætur leikhússins. Edda Heiðrún segist furðulega róleg fyrir frumsýninguna. Einhver hafi mælt svo að eðli gagnrýninnar komi upp um siðferðisástand hverrar þjóðar á hverjum tíma. Það telji hún rétt og hún segir að Íslendingar megi hefja sig upp úr skítkastinu og fara að rýna til gagns. Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ekki skal vanmeta konuna er boðskapur leikverksins Mýrarljóss, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Ekki skal heldur vanmeta konuna sem leikstýrir þessu verki, Eddu Heiðrúnu Backman, en hún er bjartsýn á viðtökurnar og hræðist ekki gagnrýnendur. Mýrarljós fjallar um Hester Svan. Þegar hún er fertug yfirgefur barnsfaðir hennar hana fyrir yngri og ríkari konu. Dóttir þeirra er jafngömul Hester þegar hún er yfirgefin af móður sinni. Sagan er margslungnari en harmleikurinn um Medeu þótt boðskapurinn sé sá sami. Leikskáldinu Marinu Carr þykir hafa tekist afar vel upp að búa til sögu sem er svo sorgleg að allt að fimm klúta þarf með í leikhúsið en þar getur fólk líka hlegið. Edda Heiðrún hefur valið að draga fram grísku áhrifin og fékk til liðs við sig tvo Grikki til að annast grímugerð, búninga og grímuleikstjórn. Hún segist alltaf hafa haft gaman af grímuleik sem séu rætur leikhússins. Edda Heiðrún segist furðulega róleg fyrir frumsýninguna. Einhver hafi mælt svo að eðli gagnrýninnar komi upp um siðferðisástand hverrar þjóðar á hverjum tíma. Það telji hún rétt og hún segir að Íslendingar megi hefja sig upp úr skítkastinu og fara að rýna til gagns.
Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira