Ekta franskt bakkelsi 11. febrúar 2005 00:01 Skólavörðustíginn mætti orðið kalla sælkerastíg þar sem hver sælkerabúðin tekur við af annarri. Nýjasta viðbótin er notalega franska kaffihúsið Moulin Rouge sem er í eigu Azis Mihoubi. Moulin Rouge er nýtt kaffihús á Skólavörðustígnum og eins og nafnið gefur til kynna er það franskt. Eigandi kaffihússins er fransmaðurinn Azis Mihoubi sem kom hingað til lands fyrir níu árum til að leika handbolta með Val. Ástæða þess að hann opnaði kaffihúsið segir hann vera einfalda. Hann saknaði hins franska croissant sem hann er vanur að fá sér á morgnana í París. Azis segist ekki hafa sett kaffihúsið upp sérstaklega með gróða í huga heldur hafi ástríðan ráðið ferðinni. Azis er afar afslappaður og afgreiðir viðskiptavini sína með kurteisi og hægir eilítið á tímanum með látlausu yfirbragði sínu. Rólegheit og þægileg tónlist ræður ríkjum og býður staðurinn upp á góðar samræður þar sem tíminn skiptir ekki sköpum. Að sjálfsögðu ber að minnast á hið ekta franska bakkelsi sem er á boðstólum eins og croissant, pain au chocolat og baguette. Það gerist ekki franskara, nema þó kannski hin franska hugsun Azis um kaffihús þar sem fólk getur setið og fylgst með fólkinu úti götu, og á Moulin Rouge eru stórir gluggar sem gefa gestum staðarins tækifæri til að halla sér aftur og horfa á heiminn líða hjá. Trés bien! Matur Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Skólavörðustíginn mætti orðið kalla sælkerastíg þar sem hver sælkerabúðin tekur við af annarri. Nýjasta viðbótin er notalega franska kaffihúsið Moulin Rouge sem er í eigu Azis Mihoubi. Moulin Rouge er nýtt kaffihús á Skólavörðustígnum og eins og nafnið gefur til kynna er það franskt. Eigandi kaffihússins er fransmaðurinn Azis Mihoubi sem kom hingað til lands fyrir níu árum til að leika handbolta með Val. Ástæða þess að hann opnaði kaffihúsið segir hann vera einfalda. Hann saknaði hins franska croissant sem hann er vanur að fá sér á morgnana í París. Azis segist ekki hafa sett kaffihúsið upp sérstaklega með gróða í huga heldur hafi ástríðan ráðið ferðinni. Azis er afar afslappaður og afgreiðir viðskiptavini sína með kurteisi og hægir eilítið á tímanum með látlausu yfirbragði sínu. Rólegheit og þægileg tónlist ræður ríkjum og býður staðurinn upp á góðar samræður þar sem tíminn skiptir ekki sköpum. Að sjálfsögðu ber að minnast á hið ekta franska bakkelsi sem er á boðstólum eins og croissant, pain au chocolat og baguette. Það gerist ekki franskara, nema þó kannski hin franska hugsun Azis um kaffihús þar sem fólk getur setið og fylgst með fólkinu úti götu, og á Moulin Rouge eru stórir gluggar sem gefa gestum staðarins tækifæri til að halla sér aftur og horfa á heiminn líða hjá. Trés bien!
Matur Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira