Ótrúlega spennandi matseðill 16. febrúar 2005 00:01 "Í ár verður aðal áherslan lögð á fiskinn," segir Stefán Sigurðsson hjá Perlunni en veitingastaðurinn tekur þátt í hátíðinni Food and Fun sem hófst í gær. Til Perlunnar kemur verðlaunakokkurinn Brian McBride sem er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Melrose í Washington. Stefán segist afar spenntur vegna matseðilsins sem McBride setti saman. "Fyrsti rétturinn er kryddleginn hörpuskelfiskur, stökk ristaður með sítrónu og vínþrúguolíu, sjávarréttasalati og stökkum kartöflum. Næst er gufusoðinn lax með sveppum, dvergkáli, kampavínsfroðu og kardemommuolíu. Þriðji rétturinn er stökkristaður túnfiskur með kjúklinga foie grasbollum, maukuðu blómkáli, kálfasoðsþykkni og sítrónugras-smjörsósu og svo er mjólkursúkkulaði ís með bananasósu í desert," segir Stefán. "Mér finnst þessi matseðill afar spennandi og það kæmi mér ekki á óvart ef við endum með því að taka hann alveg upp því við verðum alltaf forvitnari og forvitnari eftir því sem við lesum hann oftar." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Þar er ítarleg umfjöllun um Food&Fun matarhátíðina sem nú stendur yfir. Food and Fun Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið
"Í ár verður aðal áherslan lögð á fiskinn," segir Stefán Sigurðsson hjá Perlunni en veitingastaðurinn tekur þátt í hátíðinni Food and Fun sem hófst í gær. Til Perlunnar kemur verðlaunakokkurinn Brian McBride sem er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Melrose í Washington. Stefán segist afar spenntur vegna matseðilsins sem McBride setti saman. "Fyrsti rétturinn er kryddleginn hörpuskelfiskur, stökk ristaður með sítrónu og vínþrúguolíu, sjávarréttasalati og stökkum kartöflum. Næst er gufusoðinn lax með sveppum, dvergkáli, kampavínsfroðu og kardemommuolíu. Þriðji rétturinn er stökkristaður túnfiskur með kjúklinga foie grasbollum, maukuðu blómkáli, kálfasoðsþykkni og sítrónugras-smjörsósu og svo er mjólkursúkkulaði ís með bananasósu í desert," segir Stefán. "Mér finnst þessi matseðill afar spennandi og það kæmi mér ekki á óvart ef við endum með því að taka hann alveg upp því við verðum alltaf forvitnari og forvitnari eftir því sem við lesum hann oftar." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Þar er ítarleg umfjöllun um Food&Fun matarhátíðina sem nú stendur yfir.
Food and Fun Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið