Vilja halda kverkataki á neytendum 16. febrúar 2005 00:01 Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að allt að því ótakmarkað framboð sé á húsnæðislánum hjá bönkum, sem skýri að hluta hækkandi íbúðaverð að undanförnu. Fasteignasalar sjái sér leik á borði "verandi nokkuð samstíga göfgi bankanna og hreinlega kjafta verð á íbúðum upp úr öllu valdi enda nóg til af peningum." Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir þessi ummæli Hjálmars eins og hvert annað rugl. "Það er enginn markaður sem lýtur lögmálum eins vel og fasteignamarkaður. Það að einstaka fasteignasali sé að kjafta verð upp eða niður gengur ekki upp." Björn Þorri segir að vegna nýrra fjármögnunarmöguleika sé eftirspurnin meiri en framboðið og þá hækki verðið, auk þess sem fasteignaverð hafi verið að hækka í Evrópu og vestanhafs, sem hafi áhrif á íslenska markaðinn. "Fasteignasalar eru bara að selja á markaðsverði á hverjum tíma." Hjálmar segir að vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lána allt að 90 prósent til íbúðakaupa hafi bankarnir misst af þeim tekjum sem þeir áður höfðu; dýrum lánum sem fólk tók til að brúa bil til húsnæðiskaupa. Bankarnir hafi því "lækkað vexti og dælt út peningum í trausti þess að verð á íbúðum yrði hækkað" til þess að ná sama hagnaði með lægri vöxtum en hærri lánum. "Langtímamarkmiðið er að drepa Íbúðalánasjóð og losna þannig við hið óþægilega aðhald og geta í framhaldinu svo hægt en bítandi keyrt upp vextina af hinum dýru eignum landsmanna. Þeir vilja halda kverkatakinu á neytendum og virðast kæra sig kollótta um áhrif aðgerðanna á verðbólgu og efnahag þjóðarinnar." Að síðustu segir Hjálmar í pistli sínum að skoða hvort bankarnir séu í óbeinu eða beinu samráði að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar," og þátt þeirra í verðsprengingunni á húsnæðismarkaði síðustu mánuðina. Ekki náðist í bankastjóra Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að allt að því ótakmarkað framboð sé á húsnæðislánum hjá bönkum, sem skýri að hluta hækkandi íbúðaverð að undanförnu. Fasteignasalar sjái sér leik á borði "verandi nokkuð samstíga göfgi bankanna og hreinlega kjafta verð á íbúðum upp úr öllu valdi enda nóg til af peningum." Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir þessi ummæli Hjálmars eins og hvert annað rugl. "Það er enginn markaður sem lýtur lögmálum eins vel og fasteignamarkaður. Það að einstaka fasteignasali sé að kjafta verð upp eða niður gengur ekki upp." Björn Þorri segir að vegna nýrra fjármögnunarmöguleika sé eftirspurnin meiri en framboðið og þá hækki verðið, auk þess sem fasteignaverð hafi verið að hækka í Evrópu og vestanhafs, sem hafi áhrif á íslenska markaðinn. "Fasteignasalar eru bara að selja á markaðsverði á hverjum tíma." Hjálmar segir að vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lána allt að 90 prósent til íbúðakaupa hafi bankarnir misst af þeim tekjum sem þeir áður höfðu; dýrum lánum sem fólk tók til að brúa bil til húsnæðiskaupa. Bankarnir hafi því "lækkað vexti og dælt út peningum í trausti þess að verð á íbúðum yrði hækkað" til þess að ná sama hagnaði með lægri vöxtum en hærri lánum. "Langtímamarkmiðið er að drepa Íbúðalánasjóð og losna þannig við hið óþægilega aðhald og geta í framhaldinu svo hægt en bítandi keyrt upp vextina af hinum dýru eignum landsmanna. Þeir vilja halda kverkatakinu á neytendum og virðast kæra sig kollótta um áhrif aðgerðanna á verðbólgu og efnahag þjóðarinnar." Að síðustu segir Hjálmar í pistli sínum að skoða hvort bankarnir séu í óbeinu eða beinu samráði að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar," og þátt þeirra í verðsprengingunni á húsnæðismarkaði síðustu mánuðina. Ekki náðist í bankastjóra Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira