Lýðræði hér og lýðræði þar 21. febrúar 2005 00:01 "Þær fjörugu umræður sem fram fóru um fjölmiðlalögin í vor og sumar sýna að stjórnmálaumræða er sprelllifandi og og öflug. Stóra spurningin er hvort hlustað sé á raddir fólksins í landinu, hvort vilji almennings ráði för og hvernig stjórnvöld bregðast við." Þannig kemst Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, að orði undir lokin á grein sinni "Frá fulltrúalýðræði til þátttökulýðræðis", sem birtist í Ritinu, tímariti hugvísindadeildar Háskóla Íslands, sem út kom á síðastliðnu hausti. Þema þessa heftis er einmitt umfjöllun um lýðræði: lýðræði eins og það birtist okkur hér á landi og samanburður við löndin í kringum okkur. Kristín hefur að undanförnu gegnt formennsku í nefnd á vegum Norræna ráðherraráðsins, sem tekið hefur þessi mál til gagngerrar athugunar á grundvelli skýrslna, sem unnar hafa verið af nefndum á vegum löggjafarþinga Danmerkur og Noregs og ríkisstjórnar Svíþjóðar og komið var á fót í lok síðustu aldar. Segja má að síðastliðna hálfa öld hafi þessi þrjú samfélög verið gegnsýrð lýðræði upp úr og niðrúr, lifandi og virku lýðræði, sem náð hefur til flestra þátta þjóðlífsins, og menn hafa tamið sér í samskiptum sín á milli frá blautu barnsbeini. Nefndir þessar voru látnar vinna rækilega úttekt á valdakerfum landa sinna, þróun þeirra og stöðu lýðræðis í ljósi þeirra gagngeru breytinga sem orðið hafa heima fyrir og á alþjóðavettvangi frá falli Sovétríkjanna og með framsókn pólitískrar og efnahagslegrar alþjóðavæðingar. Þar á bæjum hafa menn áhyggjur af minnkandi völdum þingsins og dvínandi þátttöku almennings í starfi og umræðum innan stjórnmálaflokka. Við það bætast áhyggjur af minnkandi kosningaþáttöku, hægagangi í jafnréttismálum kynjanna, menningarárekstum heimamanna og innflytjenda, jaðarhópum og samþjöppun eigna, valds og auðs í atvinnulífinu. Tillögur nefndanna beinast svo að því að auka þátttöku almennings í stefnumótun og ákvarðanatöku í þeim málefnum, sem snerta málefni fólksins í landinu, hvort sem er á sveitarstjórnarstigi eða í ríkiskerfinu. Í þessu starfi sínu rakst Kristín fljótt á það, að í umræðum um lýðræði á Norðurlöndum er byggt á hugtökum, sem við eigum ekki orð yfir á íslensku og sýnir það glöggt hve umræða um lýðræði er skammt á veg komin hjá okkur. Þar má nefna grundvallarhugtak eins og þjóðstjórn/almannavald (folkestyre), en það er einmitt notað til að lýsa þjóðfélagskerfi Norðurlanda. Þá er það viðbótarlýðræði (tilleggsdemokrati) sem felur í sér ýmis þau form, sem lýðræðisleg umræða getur tekið á sig utan fulltrúalýðræðisins, t.d. umræða um mannréttindi, neytendalýðræði, loftvogarlýðræði (barometerdemokrati), aðgerðalýðræði o.fl. Þá má nefna hugtak sem Svíar eru að kynna, einstaklingsvald (egenmakt), sem tengist mannréttindahugtakinu og felur í sér þá möguleika sem hver og einn hefur til að hafa áhrif. Sú umræða sem nú á að minnsta kosti hálfrar aldar hefð að baki á Norðurlöndum, og stöðugt dýpkar og víkkar fremur en hitt, hefur að mestu farið framhjá almenningi hér. Hér ríkir skortur á samræðum og skilningi milli þeirra sem með valdið fara hverju sinni og borgaranna. Hér er jafnan áhersla lögð á hefðbundið fulltrúalýðræði, óskoraðan rétt ríkisstjórnar og meirihluta þings til að taka ákvarðanir og setja lög, jafnvel í óþökk meirihluta þjóðarinnar, eins og nýleg dæmi sanna. Fulltrúalýðræðinu er oft lýst af stjórnmálamönnum sem heillaríkasta stjórnarforminu, oft með þeim rökum að Alþingi þurfi oft að taka óvinsælar ákvarðanir, sem síðar sýni sig að hafa orðið landi og þjóð til blessunar. Björn Bjarnason lýsti þessu viðhorfi ágætlega í blaðagrein í sumar. Þar sagði hann: "Innan Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið fylgi við að lögfesta eða stjórnarskrárbinda ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þar hafa menn haldið fast í stuðning við fulltrúalýðræði, bestu stjórnarhættina." En jafnvel fyrir hina fjörugu fjölmiðlaumræðu, og stjórnarskrárumræðuna í kjölfarið, hafði almenningur fengið sig fullsaddan af þessu íhaldi. Könnun á viðhorfum til þessara mála leiddi í ljós að tæp 72% þeirra sem tóku afstöðu voru sammála þeirri fullyrðingu að íslenskir stjórnmálaflokkar væru ekki í takt við kjósendur. Full 86% voru sammála þeirri fullyrðingu að fáir valdamiklir einstaklingar ráði of miklu í íslenskum stjórnmálum. Um helmingur var frekar eða mjög óánægður með þróun lýðræðis á Íslandi og tæp 63% ósammála þeirri fullyrðingu að Íslandi væri í megindráttum stjórnað samkvæmt vilja fólksins. Þessu til viðbótar má nefna síðustu mælingu Gallups á því trausti sem fólk ber til stofnana þjóðfélagsins en þar eru dómstólarnir neðst á lista yfir þær stofnanir sem spurt var um, með 37% traust, næst á eftir alþingi! Þessar tölur sýna þjóðfélag í djúpri kreppu. Hyldjúp gjá er á milli þeirra sem með völdin fara og þeirra sem veita þeim þau völd með atkvæðaseðli sínum á kjördegi. Er nú ekki tími til kominn að þessi þögli meirihluti samræmi viðhorf sín og gerðir, haldi áfram þeirri fjörlegu umræðu sem á komst við meðferð fjölmiðlafrumvarpsins í sumar, móti viðhorf sín til endurskoðunar stjórnarskrárinnar og krefjist þess að vera kvaddur til ráðuneytis um þær reglur sem menn vilja að handhafar valdsins í umboði þjóðarinnar lúti í framtíðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
"Þær fjörugu umræður sem fram fóru um fjölmiðlalögin í vor og sumar sýna að stjórnmálaumræða er sprelllifandi og og öflug. Stóra spurningin er hvort hlustað sé á raddir fólksins í landinu, hvort vilji almennings ráði för og hvernig stjórnvöld bregðast við." Þannig kemst Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, að orði undir lokin á grein sinni "Frá fulltrúalýðræði til þátttökulýðræðis", sem birtist í Ritinu, tímariti hugvísindadeildar Háskóla Íslands, sem út kom á síðastliðnu hausti. Þema þessa heftis er einmitt umfjöllun um lýðræði: lýðræði eins og það birtist okkur hér á landi og samanburður við löndin í kringum okkur. Kristín hefur að undanförnu gegnt formennsku í nefnd á vegum Norræna ráðherraráðsins, sem tekið hefur þessi mál til gagngerrar athugunar á grundvelli skýrslna, sem unnar hafa verið af nefndum á vegum löggjafarþinga Danmerkur og Noregs og ríkisstjórnar Svíþjóðar og komið var á fót í lok síðustu aldar. Segja má að síðastliðna hálfa öld hafi þessi þrjú samfélög verið gegnsýrð lýðræði upp úr og niðrúr, lifandi og virku lýðræði, sem náð hefur til flestra þátta þjóðlífsins, og menn hafa tamið sér í samskiptum sín á milli frá blautu barnsbeini. Nefndir þessar voru látnar vinna rækilega úttekt á valdakerfum landa sinna, þróun þeirra og stöðu lýðræðis í ljósi þeirra gagngeru breytinga sem orðið hafa heima fyrir og á alþjóðavettvangi frá falli Sovétríkjanna og með framsókn pólitískrar og efnahagslegrar alþjóðavæðingar. Þar á bæjum hafa menn áhyggjur af minnkandi völdum þingsins og dvínandi þátttöku almennings í starfi og umræðum innan stjórnmálaflokka. Við það bætast áhyggjur af minnkandi kosningaþáttöku, hægagangi í jafnréttismálum kynjanna, menningarárekstum heimamanna og innflytjenda, jaðarhópum og samþjöppun eigna, valds og auðs í atvinnulífinu. Tillögur nefndanna beinast svo að því að auka þátttöku almennings í stefnumótun og ákvarðanatöku í þeim málefnum, sem snerta málefni fólksins í landinu, hvort sem er á sveitarstjórnarstigi eða í ríkiskerfinu. Í þessu starfi sínu rakst Kristín fljótt á það, að í umræðum um lýðræði á Norðurlöndum er byggt á hugtökum, sem við eigum ekki orð yfir á íslensku og sýnir það glöggt hve umræða um lýðræði er skammt á veg komin hjá okkur. Þar má nefna grundvallarhugtak eins og þjóðstjórn/almannavald (folkestyre), en það er einmitt notað til að lýsa þjóðfélagskerfi Norðurlanda. Þá er það viðbótarlýðræði (tilleggsdemokrati) sem felur í sér ýmis þau form, sem lýðræðisleg umræða getur tekið á sig utan fulltrúalýðræðisins, t.d. umræða um mannréttindi, neytendalýðræði, loftvogarlýðræði (barometerdemokrati), aðgerðalýðræði o.fl. Þá má nefna hugtak sem Svíar eru að kynna, einstaklingsvald (egenmakt), sem tengist mannréttindahugtakinu og felur í sér þá möguleika sem hver og einn hefur til að hafa áhrif. Sú umræða sem nú á að minnsta kosti hálfrar aldar hefð að baki á Norðurlöndum, og stöðugt dýpkar og víkkar fremur en hitt, hefur að mestu farið framhjá almenningi hér. Hér ríkir skortur á samræðum og skilningi milli þeirra sem með valdið fara hverju sinni og borgaranna. Hér er jafnan áhersla lögð á hefðbundið fulltrúalýðræði, óskoraðan rétt ríkisstjórnar og meirihluta þings til að taka ákvarðanir og setja lög, jafnvel í óþökk meirihluta þjóðarinnar, eins og nýleg dæmi sanna. Fulltrúalýðræðinu er oft lýst af stjórnmálamönnum sem heillaríkasta stjórnarforminu, oft með þeim rökum að Alþingi þurfi oft að taka óvinsælar ákvarðanir, sem síðar sýni sig að hafa orðið landi og þjóð til blessunar. Björn Bjarnason lýsti þessu viðhorfi ágætlega í blaðagrein í sumar. Þar sagði hann: "Innan Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið fylgi við að lögfesta eða stjórnarskrárbinda ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Þar hafa menn haldið fast í stuðning við fulltrúalýðræði, bestu stjórnarhættina." En jafnvel fyrir hina fjörugu fjölmiðlaumræðu, og stjórnarskrárumræðuna í kjölfarið, hafði almenningur fengið sig fullsaddan af þessu íhaldi. Könnun á viðhorfum til þessara mála leiddi í ljós að tæp 72% þeirra sem tóku afstöðu voru sammála þeirri fullyrðingu að íslenskir stjórnmálaflokkar væru ekki í takt við kjósendur. Full 86% voru sammála þeirri fullyrðingu að fáir valdamiklir einstaklingar ráði of miklu í íslenskum stjórnmálum. Um helmingur var frekar eða mjög óánægður með þróun lýðræðis á Íslandi og tæp 63% ósammála þeirri fullyrðingu að Íslandi væri í megindráttum stjórnað samkvæmt vilja fólksins. Þessu til viðbótar má nefna síðustu mælingu Gallups á því trausti sem fólk ber til stofnana þjóðfélagsins en þar eru dómstólarnir neðst á lista yfir þær stofnanir sem spurt var um, með 37% traust, næst á eftir alþingi! Þessar tölur sýna þjóðfélag í djúpri kreppu. Hyldjúp gjá er á milli þeirra sem með völdin fara og þeirra sem veita þeim þau völd með atkvæðaseðli sínum á kjördegi. Er nú ekki tími til kominn að þessi þögli meirihluti samræmi viðhorf sín og gerðir, haldi áfram þeirri fjörlegu umræðu sem á komst við meðferð fjölmiðlafrumvarpsins í sumar, móti viðhorf sín til endurskoðunar stjórnarskrárinnar og krefjist þess að vera kvaddur til ráðuneytis um þær reglur sem menn vilja að handhafar valdsins í umboði þjóðarinnar lúti í framtíðinni?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun