Fyrsta húsið var fyrir mömmu 21. febrúar 2005 00:01 Arkitektinn Shigaru Ban er algjört fyrirbæri í hönnunarheiminum. Hann er mjög þekktur og virtur í starfsstétt sinni fyrir hugmyndaflug sitt en hann byggir hús og húsgögn eingöngu úr pappír. Shigaru er einfari. Hann eltist ekki við að innrétta hús fræga fólksins, hann er ekki með umboðsmann og örugglega ekki einu sinni vefsíðu. Hann stundar sín viðskipti í gegnum faxtækið og veitir fá viðtöl. Shigaru fæddist árið 1957 í Tókýó og flutti stuttlega til að læra arkitektúr í Kaliforníu og New York og opnaði sína eigin skrifstofu árið 1985 í Tókýó. Það fyrsta sem hann teiknaði var hús handa mömmu sinni. Eitt af fyrstu verkum Shigaru var bókasafn fyrir japanskt ljóðskáld árið 1991 en þar gerði hann tilraunir með pappa, ekki bara sem skreytingu heldur líka burðarefni í húsinu. "Fólk heldur að pappír sé veikt efni en pappír er iðnaðarefni. Við getum gert hann vatnsheldan og við getum líka gert hann sterkan sem við," var eitt sinn haft eftir Shigaru í blaðaviðtali. Eftir Kobe-jarðskálftann árið 1995 byggði Shigaru nokkur falleg og nútímaleg hús fyrir fólkið sem missti heimili sín auk þess sem hann byggði kirkju og félagsmiðstöð. Grunnur húsanna var úr tómum bjórdósum sem fullar voru af sandi en veggirnir allir úr pappa. Byggingarefnið var auðvitað mjög ódýrt og tók aðeins sex tíma að byggja hvert hús. Þó að Shigaru líti ekki á sig sem "grænan" arkitekt endurnýtir hann oftar en ekki efni við byggingu húsa. Síðustu ár hefur Shigaru framleitt fjölmörg einkahíbýli með mjög opnum rýmum. Frægast af þessum byggingum er Curtain Wall House í Tókýó en veggirnir í byggingunni eru úr risastórum hvítum gluggatjöldum sem bærast í vindinum. Í leyni eru glerhurðir sem hægt er að draga fram þegar vont er veður. "Ég held að ég sé enginn frumkvöðull í arkitektúr. Ég nota bara nútímatækni og efni á öðruvísi hátt en aðrir," segir Shigaru. Curtain Wall House í Tókýó þar sem veggirnir eru gluggatjöld. Smart og frumlegt en myndi kannski ekki henta við íslenskar aðstæður. FleiriPappírshús við Yamanaka-vatn í Japan sem Shigaru byggði árið 1995. Hús og heimili Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Arkitektinn Shigaru Ban er algjört fyrirbæri í hönnunarheiminum. Hann er mjög þekktur og virtur í starfsstétt sinni fyrir hugmyndaflug sitt en hann byggir hús og húsgögn eingöngu úr pappír. Shigaru er einfari. Hann eltist ekki við að innrétta hús fræga fólksins, hann er ekki með umboðsmann og örugglega ekki einu sinni vefsíðu. Hann stundar sín viðskipti í gegnum faxtækið og veitir fá viðtöl. Shigaru fæddist árið 1957 í Tókýó og flutti stuttlega til að læra arkitektúr í Kaliforníu og New York og opnaði sína eigin skrifstofu árið 1985 í Tókýó. Það fyrsta sem hann teiknaði var hús handa mömmu sinni. Eitt af fyrstu verkum Shigaru var bókasafn fyrir japanskt ljóðskáld árið 1991 en þar gerði hann tilraunir með pappa, ekki bara sem skreytingu heldur líka burðarefni í húsinu. "Fólk heldur að pappír sé veikt efni en pappír er iðnaðarefni. Við getum gert hann vatnsheldan og við getum líka gert hann sterkan sem við," var eitt sinn haft eftir Shigaru í blaðaviðtali. Eftir Kobe-jarðskálftann árið 1995 byggði Shigaru nokkur falleg og nútímaleg hús fyrir fólkið sem missti heimili sín auk þess sem hann byggði kirkju og félagsmiðstöð. Grunnur húsanna var úr tómum bjórdósum sem fullar voru af sandi en veggirnir allir úr pappa. Byggingarefnið var auðvitað mjög ódýrt og tók aðeins sex tíma að byggja hvert hús. Þó að Shigaru líti ekki á sig sem "grænan" arkitekt endurnýtir hann oftar en ekki efni við byggingu húsa. Síðustu ár hefur Shigaru framleitt fjölmörg einkahíbýli með mjög opnum rýmum. Frægast af þessum byggingum er Curtain Wall House í Tókýó en veggirnir í byggingunni eru úr risastórum hvítum gluggatjöldum sem bærast í vindinum. Í leyni eru glerhurðir sem hægt er að draga fram þegar vont er veður. "Ég held að ég sé enginn frumkvöðull í arkitektúr. Ég nota bara nútímatækni og efni á öðruvísi hátt en aðrir," segir Shigaru. Curtain Wall House í Tókýó þar sem veggirnir eru gluggatjöld. Smart og frumlegt en myndi kannski ekki henta við íslenskar aðstæður. FleiriPappírshús við Yamanaka-vatn í Japan sem Shigaru byggði árið 1995.
Hús og heimili Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira