Öryggisráðið og Íslendingar 3. mars 2005 00:01 Íslendingar hafa tilkynnt að þeir sækist eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á árunum 2009 til 2010. Þessa ákvörðun tók ríkisstjórnin árið 1998 og var formlega tilkynnt um hana árið 2003. Þá þegar hófst raunverulegur undirbúningur að framboði Íslands til setu í ráðinu og hefur verið unnið að málinu allar götur síðan. Mörgum fannst í mikið ráðist þegar sagt var frá þessum áformum, og nú upp á síðkastið hefur orðið meiri umræða um málið, síðast á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs nú í vikunni, þegar þrír þingmenn tjáðu sig um málið. Þar komu fram mismunandi sjónarmið varðandi framboð Íslendinga til setu í Öryggisráðinu. Þar skiptust menn ekki í hópa í afstöðu sinni eftir stjórn og stjórnarandstöðu og hefur mörgum eflaust komið á óvart afstaða Steingríms J. Sigfússonar, en hún á sér sögulegar rætur. Einar Oddur Kristjánsson hefur ekki farið leynt með skoðanir sínar á framboði Íslands. Þá ber að hafa í huga að hann er nú í flokki með utanríkisráðherra, en ef til vill er hann einmitt að enduróma efasemdir ráðherrans varðandi þetta mál. Slíkt er ekki óhugsandi. Í þessum efnum verða menn að hafa í huga að margt getur gerst á nokkrum árum, og þá ekki síst í pólitík. Frá því Íslendingar tilkynntu um framboð sitt hafa Tyrkir bæst í hóp þeirra ríkja sem sækjast eftir setu í Öryggisráðinu 2009. Framboð þeirra er talið vera mjög sterkt, því þeir hafa verið og eru bandamenn Bandaríkjanna og hafa veitt þeim mikilvæga aðstoð í Íraksstríðinu. Hitt er ekki síður styrkur þeirra að þeir eru taldir brúa bil á milli tveggja menningarheima, og geta þannig látið gott af sér leiða í bættum samskiptum ólíkra þjóða. Íslendingar hafa aldrei átt sæti í ráðinu, en áður mun hafa komið til greina að við sæktumst eftir sætinu. Reglan hefur verið sú að Norðurlöndin hafa átt þar fulltrúa á víxl og stutt hvert annað í kosningum til ráðsins. Þegar sú ákvörðun var tekin árið 1998 að Íslendingar skyldu stefna að því að eiga fulltrúa í ráðinu var vitað að það gæti fyrst orðið 2009 því aðdragandinn að kosningum í ráðið er langur. Sem kunnugt er eiga Bandaríkjamenn, Bretar, Kínverjar, Frakkar og Rússar fast sæti í sæti í Öryggisráðinu og geta beitt þar neitunarvaldi. Hinir fulltrúarnir tíu eru svo kosnir af Allsherjarþinginu til tveggja ára í senn, en áður hefur ríkjahópum verið úthlutað ákveðnum fjölda sæta í ráðinu. Þannig erum við í svonefndum Vestur-Evrópuhópi, sem nær reyndar bæði til Kanada og Eyjaálfu. Á þeim tveimur árum sem hver þjóð er í Öryggisráðinu kemur það í hlut hennar að gegna þar formennsku um tíma. Á tímum umbrota og átaka í heiminum reynir mjög á formennskulandið, og er þess skemmst að minnast að miklar annir voru hjá Öryggisráðinu í aðdraganda Íraksstríðsins fyrri hluta ársins 2003. Þá voru þar mikil fundahöld, formleg og óformleg, og reyndi mikið á formennskuna þá mánuði. Það er rétt hægt að ímynda sér þann mikla þrýsting sem verið hefði á Íslendingum, hefðum við gegnt formennsku í ráðinu þær örlagaríku vikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Íslendingar hafa tilkynnt að þeir sækist eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á árunum 2009 til 2010. Þessa ákvörðun tók ríkisstjórnin árið 1998 og var formlega tilkynnt um hana árið 2003. Þá þegar hófst raunverulegur undirbúningur að framboði Íslands til setu í ráðinu og hefur verið unnið að málinu allar götur síðan. Mörgum fannst í mikið ráðist þegar sagt var frá þessum áformum, og nú upp á síðkastið hefur orðið meiri umræða um málið, síðast á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs nú í vikunni, þegar þrír þingmenn tjáðu sig um málið. Þar komu fram mismunandi sjónarmið varðandi framboð Íslendinga til setu í Öryggisráðinu. Þar skiptust menn ekki í hópa í afstöðu sinni eftir stjórn og stjórnarandstöðu og hefur mörgum eflaust komið á óvart afstaða Steingríms J. Sigfússonar, en hún á sér sögulegar rætur. Einar Oddur Kristjánsson hefur ekki farið leynt með skoðanir sínar á framboði Íslands. Þá ber að hafa í huga að hann er nú í flokki með utanríkisráðherra, en ef til vill er hann einmitt að enduróma efasemdir ráðherrans varðandi þetta mál. Slíkt er ekki óhugsandi. Í þessum efnum verða menn að hafa í huga að margt getur gerst á nokkrum árum, og þá ekki síst í pólitík. Frá því Íslendingar tilkynntu um framboð sitt hafa Tyrkir bæst í hóp þeirra ríkja sem sækjast eftir setu í Öryggisráðinu 2009. Framboð þeirra er talið vera mjög sterkt, því þeir hafa verið og eru bandamenn Bandaríkjanna og hafa veitt þeim mikilvæga aðstoð í Íraksstríðinu. Hitt er ekki síður styrkur þeirra að þeir eru taldir brúa bil á milli tveggja menningarheima, og geta þannig látið gott af sér leiða í bættum samskiptum ólíkra þjóða. Íslendingar hafa aldrei átt sæti í ráðinu, en áður mun hafa komið til greina að við sæktumst eftir sætinu. Reglan hefur verið sú að Norðurlöndin hafa átt þar fulltrúa á víxl og stutt hvert annað í kosningum til ráðsins. Þegar sú ákvörðun var tekin árið 1998 að Íslendingar skyldu stefna að því að eiga fulltrúa í ráðinu var vitað að það gæti fyrst orðið 2009 því aðdragandinn að kosningum í ráðið er langur. Sem kunnugt er eiga Bandaríkjamenn, Bretar, Kínverjar, Frakkar og Rússar fast sæti í sæti í Öryggisráðinu og geta beitt þar neitunarvaldi. Hinir fulltrúarnir tíu eru svo kosnir af Allsherjarþinginu til tveggja ára í senn, en áður hefur ríkjahópum verið úthlutað ákveðnum fjölda sæta í ráðinu. Þannig erum við í svonefndum Vestur-Evrópuhópi, sem nær reyndar bæði til Kanada og Eyjaálfu. Á þeim tveimur árum sem hver þjóð er í Öryggisráðinu kemur það í hlut hennar að gegna þar formennsku um tíma. Á tímum umbrota og átaka í heiminum reynir mjög á formennskulandið, og er þess skemmst að minnast að miklar annir voru hjá Öryggisráðinu í aðdraganda Íraksstríðsins fyrri hluta ársins 2003. Þá voru þar mikil fundahöld, formleg og óformleg, og reyndi mikið á formennskuna þá mánuði. Það er rétt hægt að ímynda sér þann mikla þrýsting sem verið hefði á Íslendingum, hefðum við gegnt formennsku í ráðinu þær örlagaríku vikur.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun