Óvenjulegur kvöldverður 6. mars 2005 00:01 Ég sit hérna í sófanum mínum í Köben og ætla að reyna að skrifa fyrsta pistilinn minn hérna á baksíðuna. Ég er oft búinn að byrja en er aldrei ánægður og finnst ekkert nógu merkilegt til þess að fanga athygli lesenda. Svo ákvað ég bara að segja frá óvenjulegri hugmynd sem ég fékk. Eitt kvöldið í vinnunni fékk ég óvenjumörg sms-skilaboð og fór að velta fyrir mér að sms og tölvupóstur hafa gert það að verkum að fólk fjarlægist og venst á að hafa samskipti á mjög ópersónulegan máta í stað þess að hittast og spjalla. Ég er öfgamaður og ákvað að gera tilraun sem var fólgin í því að bjóða algjörlega ókunnugu fólki heim til mín í mat og athuga hvort fólk myndi þora, hvernig viðbrögð ég fengi og hvort fólk mundi þora. Sama kvöld bauð ég manni og konu sem horfðu undrandi á mig, sögðu svo já og fannst þetta greinilega mjög óvenjulegt heimboð, sögðu að svona lagað gerðist bara í New York og væri ákaflega ódanskt. Næsta kvöld bauð ég svo manni sem þáði boðið undrandi og frekar skeptískur. Svo bætti ég við tveimur vinum frá Íslandi og kærustunni. Kvöldið eftir eldaði ég pasta og opnaði nokkrar flöskur af rauðvíni og bjóst allt eins við því að fólkið myndi ekki mæta. Það er skemmst frá því að segja að síðustu gestir fóru um hálf fjögur um nóttina eftir alveg einstaklega skemmtilegt kvöld. Til gamans þá var konan grafískur hönnuður og strákarnir annars vegar plötuútgefandi og hins vegar kennaranemi. Það sem ég fékk út úr þessu var að brjóta aðeins upp mynstrið sem við festumst oft í, ég eignaðist þrjá nýja vini sem hafa verið í sambandi og boðið okkur í afmælisveislur og fleira, en síðast en ekki síst þá uppgötvaði ég að fólk er ekki hrætt við að tengjast á miklu nánari máta en ég hélt. Þegar þessir nýju vinir mínir fóru heim voru lokaorðin þau að þetta hefði verið frábær gjörningur og að þau skyldu að bjóða einhverjum ókunnugum í mat fljótlega, þessu konsepti var gefið nafnið "strange dinner" og ég skora á þá sem þetta lesa að prufa. Kveðja, Frikki Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Ég sit hérna í sófanum mínum í Köben og ætla að reyna að skrifa fyrsta pistilinn minn hérna á baksíðuna. Ég er oft búinn að byrja en er aldrei ánægður og finnst ekkert nógu merkilegt til þess að fanga athygli lesenda. Svo ákvað ég bara að segja frá óvenjulegri hugmynd sem ég fékk. Eitt kvöldið í vinnunni fékk ég óvenjumörg sms-skilaboð og fór að velta fyrir mér að sms og tölvupóstur hafa gert það að verkum að fólk fjarlægist og venst á að hafa samskipti á mjög ópersónulegan máta í stað þess að hittast og spjalla. Ég er öfgamaður og ákvað að gera tilraun sem var fólgin í því að bjóða algjörlega ókunnugu fólki heim til mín í mat og athuga hvort fólk myndi þora, hvernig viðbrögð ég fengi og hvort fólk mundi þora. Sama kvöld bauð ég manni og konu sem horfðu undrandi á mig, sögðu svo já og fannst þetta greinilega mjög óvenjulegt heimboð, sögðu að svona lagað gerðist bara í New York og væri ákaflega ódanskt. Næsta kvöld bauð ég svo manni sem þáði boðið undrandi og frekar skeptískur. Svo bætti ég við tveimur vinum frá Íslandi og kærustunni. Kvöldið eftir eldaði ég pasta og opnaði nokkrar flöskur af rauðvíni og bjóst allt eins við því að fólkið myndi ekki mæta. Það er skemmst frá því að segja að síðustu gestir fóru um hálf fjögur um nóttina eftir alveg einstaklega skemmtilegt kvöld. Til gamans þá var konan grafískur hönnuður og strákarnir annars vegar plötuútgefandi og hins vegar kennaranemi. Það sem ég fékk út úr þessu var að brjóta aðeins upp mynstrið sem við festumst oft í, ég eignaðist þrjá nýja vini sem hafa verið í sambandi og boðið okkur í afmælisveislur og fleira, en síðast en ekki síst þá uppgötvaði ég að fólk er ekki hrætt við að tengjast á miklu nánari máta en ég hélt. Þegar þessir nýju vinir mínir fóru heim voru lokaorðin þau að þetta hefði verið frábær gjörningur og að þau skyldu að bjóða einhverjum ókunnugum í mat fljótlega, þessu konsepti var gefið nafnið "strange dinner" og ég skora á þá sem þetta lesa að prufa. Kveðja, Frikki
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira