Tugmilljarða munur á vaxtagreiðslu 6. mars 2005 00:01 Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. "Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá BN Bank í Noregi er verið að bjóða þar vexti á 20 ára lánum upp á 2,8 prósent. Þar eru engin stimpilgjöld, engin lántökugjöld, engin uppgreiðslugjöld, engar kvaðir um frekari viðskipti og engin verðtrygging," segir Gunnar Örn. Gunnar segir muninn sláandi þegar borin er saman greiðslubyrði norskra og íslenskra fjölskyldna á 850 milljarða skuldum heimilanna hér. "Vaxtabyrði norskra fjölskylda væri um 26 milljarðar króna á ári, en íslenskra um 79 milljarðar," segir hann og miðar við þá vexti sem hér eru í boði og verðtryggingu upp á 4 prósent. "Íslenskar fjölskyldur greiða 53 milljörðum meira en norskar. Þetta er rúmur milljarður á viku," segir Gunnar Örn. "Ef við gefum okkur að fjölskyldur hér séu um 80 þúsund þarf hver að afla um 100 þúsund króna í brúttótekjur á mánuði til að mæta því sem munar." Þá segir Gunnar Örn fráleitt að lífeyrissjóðir landsins geti ekki starfað í sama umhverfi og lífeyrissjóðir í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging er ekki fyrir hendi og vill að ríkisstjórnin skipi nefnd til að fara ofan í kjölinn á verðtryggingarmálum. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir ályktunina sem fram kom um afnám verðtryggingar á flokksþingi Framsóknar í lok síðasta mánaðar vel þess virði að skoða nánar, en verið sé að vinna úr og flokka margar ályktanir þingsins. "En ef við ætlum að fara fram með málið verðum við að sjálfsögðu að ná um það samkomulagi við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, því ekki er kveðið á um það í stjórnarsáttmála." Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. "Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá BN Bank í Noregi er verið að bjóða þar vexti á 20 ára lánum upp á 2,8 prósent. Þar eru engin stimpilgjöld, engin lántökugjöld, engin uppgreiðslugjöld, engar kvaðir um frekari viðskipti og engin verðtrygging," segir Gunnar Örn. Gunnar segir muninn sláandi þegar borin er saman greiðslubyrði norskra og íslenskra fjölskyldna á 850 milljarða skuldum heimilanna hér. "Vaxtabyrði norskra fjölskylda væri um 26 milljarðar króna á ári, en íslenskra um 79 milljarðar," segir hann og miðar við þá vexti sem hér eru í boði og verðtryggingu upp á 4 prósent. "Íslenskar fjölskyldur greiða 53 milljörðum meira en norskar. Þetta er rúmur milljarður á viku," segir Gunnar Örn. "Ef við gefum okkur að fjölskyldur hér séu um 80 þúsund þarf hver að afla um 100 þúsund króna í brúttótekjur á mánuði til að mæta því sem munar." Þá segir Gunnar Örn fráleitt að lífeyrissjóðir landsins geti ekki starfað í sama umhverfi og lífeyrissjóðir í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging er ekki fyrir hendi og vill að ríkisstjórnin skipi nefnd til að fara ofan í kjölinn á verðtryggingarmálum. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir ályktunina sem fram kom um afnám verðtryggingar á flokksþingi Framsóknar í lok síðasta mánaðar vel þess virði að skoða nánar, en verið sé að vinna úr og flokka margar ályktanir þingsins. "En ef við ætlum að fara fram með málið verðum við að sjálfsögðu að ná um það samkomulagi við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, því ekki er kveðið á um það í stjórnarsáttmála."
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira