Dauðadæmt framboð 7. mars 2005 00:01 Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður gekk af þeirri hugmynd dauðri á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu á þriðjudaginn, að Ísland keppti að því að öðlast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kjörtímabilið 2008-2010. Í fundarboði höfðu þessi samtök talið spurninguna um framboð Íslands til Öryggisráðsins brenna á allra vörum. Áhuginn reyndist þó ekki meiri en svo að einungis 30-40 manns sóttu fundinn og hlýddu þar á boðskap ekki minni manna, auk Einars, en Jónínu Bjartmarz og Steingríms J. Sigfússonar, en bæði eiga þau sæti í utanríkismálanefnd þingsins. Framsögumenn reifuðu í ræðum sínum aðdragandann að þessu framboði. Undirbúningur var hafinn strax á árinu 1998. Í ræðu sinni á Allsherjarþingi SÞ 2002 kvað Halldór Ásgrímsson svo upp úr með það að Íslendingar stefndu að þessu markmiði. Þá var ekkert ljóst um mótframboð. Síðan tilkynntu Austurríkismenn um framboð sitt og var þá ljóst, að ekki hrepptu Íslendingar sætið baráttulaust. Enn síðar bættust svo Tyrkir í þennan hóp og mátti þá öllum vera ljóst að á brattann yrði að sækja. Rök Einars Odds voru skýr og kvað hann þau vera þau sömu og hann hefði flutt í umræðum um afgreiðslu fjárlaga síðastliðið haust. Tyrkir eru núna í þeirri stöðu að fyrir liggur umsókn þeirra um inngöngu í Evrópubandalagið og mæta þar talsverðri andstöðu, enda stjórnkerfi þeirra að mörgu leyti ábótavant til þess að þeir geti með réttu gert tilkall til að komast í klúbb hinna vestrænu þjóða. Hins vegar lofa þeir bót og betrun og eru tilbúnir að ganga langt í breytingum til þess að vinna til aðildar. Um þetta er nær alger pólitísk samstaða heimafyrir. Rök þeirra sem veita vilja þeim inngöngu í EB eru þau, að þeir gegni nú mögulegu lykilhlutverki í nálgun hins vestræna heims að múslimaheiminum. Með stórt og öflugt múslimaríki innan sinna vébanda færi EB umheiminum sönnur á, að ekki er verið að stofna klúbb kristinna þjóða sem stefnt sé gegn múslimum og arabaheiminum sérstaklega. Það mun þó bersýnilega taka langan tíma fyrir Tyrki að vinna til fullrar aðildar að EB. Í millitíðinni gæti EB áunnið sér traust þeirra með stuðningi við framboð þeirra til öryggisráðsins. Allt benti þannig til að Evrópuríkin mundu ganga framhjá aðildarríki sínu, Austurríki, og styðja Tyrki í þessu efni. Eftir sæti Ísland með stuðning Norðurlandaþjóðanna og mögulega engra annarra, þegar upp er staðið. Einar færði svo rök að því, að kosningabarátta fyrir þessu sæti mundi kosta hátt í milljarð króna, sem væri sama sem hent út um gluggann. Við þessar gerbreyttu aðstæður ættu menn því að hafa vit á því að endurskoða afstöðu sína og draga í land og hverfa frá upphaflegum áformum. Nóg væri við slíka peningaupphæð að gera bæði heima og erlendis. Við þetta má bæta, að Morgunblaðið tók nýlega að tvístíga í málinu. Það benti réttilega á að í alþjóðasamskiptum eru engir hádegisverðir ókeypis. Í baráttu fyrir þessu sæti væri hætt við að Ísland yrði að gera málamiðlanir við ýmis ríki og heita þeim stuðningi við mál, sem Íslendingum væru lítt hugnanleg. Má raunar segja að sá ferill sé þegar hafinn með því að taka upp diplómatísk tengsl við óþverraríki, sem við höfum hingað til getað sniðgengið. Enn má bæta því við að fram kom á fundinum, að fyrir þetta tveggja ára kjörtímabil í Öryggisráðinu yrði að fjölga í starfsliði fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum með skipan að minnsta kosti sjö sérfræðinga um alþjóðamál, auk þess sem efla þyrfti kunnáttu utanríkisins hér heima. Hvað yrði svo um þetta starfslið að tveggja ára kjörtímabilinu loknu. Dettur einhverjum í hug annað en þeir sætu áfram sem fastast í embættum ævina út? Fyrir mörgum lítur þetta framboð aðeins út sem lævísleg tilraun til sjálfvirkrar útþenslu utanríkisráðuneytisins, sem blés raunar út eins og belgur þegar líða tók á embættistíma Halldórs Ásgrímssonar. Auk þess sem sjálfsagt væri að taka upp diplómatísk tengsl við öll aðildarríki SÞ þyrftum við að lágmarki að koma okkur upp sendiráðum í öllum heimsálfum. Einnig að sýna í verki fram á vinsamleg samskipti við helstu trúar- og menningarblokkirnar innan Sameinuðu þjóðanna. Þannig gæti þetta framboð virkað sem óútfyllt ávísun á stóraukin umsvif utanríkiráðuneytisins með tilheyrandi mannaráðningum til verkefnalausra sendiráða. Þessi framboðshugmynd var ærið vafasöm frá upphafi. Auk þeirra raka sem hér hafa verið upptalin, eigum við ekki að sækjast eftir að koma okkur í þá aðstöðu á alþjóðavettvangi að þurfa annaðhvort að sýna algera hollustu við Bandaríkin eða snúast gegn þeim í einstökum málum. Eftir framboð Tyrkja er hugmyndin beinlínis fáránleg. Þvert á móti ættum við nú að snúa við blaðinu og vinna okkur inn prik meðal múslimaþjóðanna með því að lýsa yfir stuðningi við framboð Tyrkja. Það væri verðugt verkefni fyrir nýbakaðan utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður gekk af þeirri hugmynd dauðri á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu á þriðjudaginn, að Ísland keppti að því að öðlast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kjörtímabilið 2008-2010. Í fundarboði höfðu þessi samtök talið spurninguna um framboð Íslands til Öryggisráðsins brenna á allra vörum. Áhuginn reyndist þó ekki meiri en svo að einungis 30-40 manns sóttu fundinn og hlýddu þar á boðskap ekki minni manna, auk Einars, en Jónínu Bjartmarz og Steingríms J. Sigfússonar, en bæði eiga þau sæti í utanríkismálanefnd þingsins. Framsögumenn reifuðu í ræðum sínum aðdragandann að þessu framboði. Undirbúningur var hafinn strax á árinu 1998. Í ræðu sinni á Allsherjarþingi SÞ 2002 kvað Halldór Ásgrímsson svo upp úr með það að Íslendingar stefndu að þessu markmiði. Þá var ekkert ljóst um mótframboð. Síðan tilkynntu Austurríkismenn um framboð sitt og var þá ljóst, að ekki hrepptu Íslendingar sætið baráttulaust. Enn síðar bættust svo Tyrkir í þennan hóp og mátti þá öllum vera ljóst að á brattann yrði að sækja. Rök Einars Odds voru skýr og kvað hann þau vera þau sömu og hann hefði flutt í umræðum um afgreiðslu fjárlaga síðastliðið haust. Tyrkir eru núna í þeirri stöðu að fyrir liggur umsókn þeirra um inngöngu í Evrópubandalagið og mæta þar talsverðri andstöðu, enda stjórnkerfi þeirra að mörgu leyti ábótavant til þess að þeir geti með réttu gert tilkall til að komast í klúbb hinna vestrænu þjóða. Hins vegar lofa þeir bót og betrun og eru tilbúnir að ganga langt í breytingum til þess að vinna til aðildar. Um þetta er nær alger pólitísk samstaða heimafyrir. Rök þeirra sem veita vilja þeim inngöngu í EB eru þau, að þeir gegni nú mögulegu lykilhlutverki í nálgun hins vestræna heims að múslimaheiminum. Með stórt og öflugt múslimaríki innan sinna vébanda færi EB umheiminum sönnur á, að ekki er verið að stofna klúbb kristinna þjóða sem stefnt sé gegn múslimum og arabaheiminum sérstaklega. Það mun þó bersýnilega taka langan tíma fyrir Tyrki að vinna til fullrar aðildar að EB. Í millitíðinni gæti EB áunnið sér traust þeirra með stuðningi við framboð þeirra til öryggisráðsins. Allt benti þannig til að Evrópuríkin mundu ganga framhjá aðildarríki sínu, Austurríki, og styðja Tyrki í þessu efni. Eftir sæti Ísland með stuðning Norðurlandaþjóðanna og mögulega engra annarra, þegar upp er staðið. Einar færði svo rök að því, að kosningabarátta fyrir þessu sæti mundi kosta hátt í milljarð króna, sem væri sama sem hent út um gluggann. Við þessar gerbreyttu aðstæður ættu menn því að hafa vit á því að endurskoða afstöðu sína og draga í land og hverfa frá upphaflegum áformum. Nóg væri við slíka peningaupphæð að gera bæði heima og erlendis. Við þetta má bæta, að Morgunblaðið tók nýlega að tvístíga í málinu. Það benti réttilega á að í alþjóðasamskiptum eru engir hádegisverðir ókeypis. Í baráttu fyrir þessu sæti væri hætt við að Ísland yrði að gera málamiðlanir við ýmis ríki og heita þeim stuðningi við mál, sem Íslendingum væru lítt hugnanleg. Má raunar segja að sá ferill sé þegar hafinn með því að taka upp diplómatísk tengsl við óþverraríki, sem við höfum hingað til getað sniðgengið. Enn má bæta því við að fram kom á fundinum, að fyrir þetta tveggja ára kjörtímabil í Öryggisráðinu yrði að fjölga í starfsliði fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum með skipan að minnsta kosti sjö sérfræðinga um alþjóðamál, auk þess sem efla þyrfti kunnáttu utanríkisins hér heima. Hvað yrði svo um þetta starfslið að tveggja ára kjörtímabilinu loknu. Dettur einhverjum í hug annað en þeir sætu áfram sem fastast í embættum ævina út? Fyrir mörgum lítur þetta framboð aðeins út sem lævísleg tilraun til sjálfvirkrar útþenslu utanríkisráðuneytisins, sem blés raunar út eins og belgur þegar líða tók á embættistíma Halldórs Ásgrímssonar. Auk þess sem sjálfsagt væri að taka upp diplómatísk tengsl við öll aðildarríki SÞ þyrftum við að lágmarki að koma okkur upp sendiráðum í öllum heimsálfum. Einnig að sýna í verki fram á vinsamleg samskipti við helstu trúar- og menningarblokkirnar innan Sameinuðu þjóðanna. Þannig gæti þetta framboð virkað sem óútfyllt ávísun á stóraukin umsvif utanríkiráðuneytisins með tilheyrandi mannaráðningum til verkefnalausra sendiráða. Þessi framboðshugmynd var ærið vafasöm frá upphafi. Auk þeirra raka sem hér hafa verið upptalin, eigum við ekki að sækjast eftir að koma okkur í þá aðstöðu á alþjóðavettvangi að þurfa annaðhvort að sýna algera hollustu við Bandaríkin eða snúast gegn þeim í einstökum málum. Eftir framboð Tyrkja er hugmyndin beinlínis fáránleg. Þvert á móti ættum við nú að snúa við blaðinu og vinna okkur inn prik meðal múslimaþjóðanna með því að lýsa yfir stuðningi við framboð Tyrkja. Það væri verðugt verkefni fyrir nýbakaðan utanríkisráðherra.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun