Hrísgrjónagrautur
1 l vatn
200 g hrísgrjón
1 l mjólk
1 tsk. salt
Grjónin eru soðin í vatninu og söltuð. Mjólkinni er bætt út í smátt og smátt og látin sjóða. Grauturinn er borðaður með kanilsykri og kaldri mjólk eða rjómablandi út á.
Fjallagrasamjólk
40 g fjallagrös
1½ l mjólk
1 tsk. salt
2-3 msk. púðursykur
Grösin eru þvegin vel. Þegar mjólkin sýður eru þau látin út í og soðin með í 5 mínútur. Salt og sykur látið í.
Eggjamjólk
1½ l mjólk
1 msk. hveiti
20 g rúsínur
1-2 egg
50 g sykur
1 tsk. salt
vanilludropar
Mjólkin soðin með rúsínunum í fimm mínútur. Hveitið hrært út í vatni og jafningurinn er síðan hrærður út í sjóðandi mjólkina. Eggin eru hrærð með sykrinum og vanillunni létt og ljós og súpunni smátt og smátt hrært út í.
Makkarónusúpa
1 1/2 l mjólk
10 stk. makkarónulengjur
1 tsk. salt
2 msk. sykur
Mjólkin er hituð. Makkarónurnar brotnar út í þegar sýður. Hrært stanslaust þar til sýður aftur. Súpan látin malla í 20 mínútur og hrært í af og til. Söltuð og sykruð.
Flauelisgrautur
1 1/2 l mjólk
1 tsk. salt
2 msk. sykur
vanilla
3 msk. kartöflumjöl sem hrært er út í vatnslögg.
Mjólkin er hituð að suðu. Salt, sykur og vanilla sett í. Kartöflumjölsblandan hrærð út í og potturinn tekinn strax af á eftir. Borðaður með kaldri mjólk eða saftblöndu.
Sængurkonugrautur
1 1/2 l mjólk
1 tsk. salt
160 hrísmjöl sem hrært er út í vatnslögg.
Farið að eins og með flauelisgrautinn nema hvað hrísmjölsgrautinn þarf að sjóða í um það bil 10 mínútur. Góður með kanilsykri og mjólk eða saftblöndu.
Sagógrjónagrautur
1 1/2 l mjólk
150 g sagógrjón
2 msk. sykur
1 tsk salt
1 dl rúsínur
1 kanilstöng
2 msk. mjólk
Mjólkin hituð með rúsínunum og kanilstönginni. Grjónin hrærð út í, ásamt sykri og salti. Soðið þar til grjónin eru orðin glær. Gott er að bera rjómabland með grautnum.
Kakósúpa
1 1/2 l mjólk
2 msk. kakó
3 msk. sykur
1/2 tsk. salt
2 matsk. hveiti hrært út í vatnslögg
Mjólkin er hituð. Kakó, sykur og salt hrært saman. Hrært út með smá hluta af mjólkinni og þeirri blöndu hellt út í pottinn. Hveitijafningurinn hrærður út í og potturinn tekinn fljótlega af hellunni. Súpan borin fram með tvíbökum eða kringlum.
