Bragðgóð matarsýning 11. mars 2005 00:01 Matvælasýning Norðurlands, Matur-inn 2005, verður haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. mars. Um 30 fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu á sýningunni auk þess sem keppt verður um titilinn Matreiðslumaður ársins 2005. Matvælasýning Norðurlands var haldin í fyrsta sinn árið 2003 en ætlunin er að hún verði haldin á tveggja ára fresti. Friðrik V. Karlsson sýningarstjóri segir að öll helstu matvælatengd fyrirtæki á Norðurlandi verði með bás á sýningunni. "Við væntum fjölda gesta en aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Fólk getur fengið að bragða á matnum á sýningunni auk þess sem margvísleg tilboð verða," segir Friðrik. Alls eru 18 keppendur, vítt og breitt af landinu, skráðir í keppnina um Matreiðslumann ársins 2005 og segir Friðrik að þrír alþjóðlegir dómarar frá Norðurlöndunum muni meta hæfni þeirra. Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira
Matvælasýning Norðurlands, Matur-inn 2005, verður haldin í Verkmenntaskólanum á Akureyri laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. mars. Um 30 fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu á sýningunni auk þess sem keppt verður um titilinn Matreiðslumaður ársins 2005. Matvælasýning Norðurlands var haldin í fyrsta sinn árið 2003 en ætlunin er að hún verði haldin á tveggja ára fresti. Friðrik V. Karlsson sýningarstjóri segir að öll helstu matvælatengd fyrirtæki á Norðurlandi verði með bás á sýningunni. "Við væntum fjölda gesta en aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Fólk getur fengið að bragða á matnum á sýningunni auk þess sem margvísleg tilboð verða," segir Friðrik. Alls eru 18 keppendur, vítt og breitt af landinu, skráðir í keppnina um Matreiðslumann ársins 2005 og segir Friðrik að þrír alþjóðlegir dómarar frá Norðurlöndunum muni meta hæfni þeirra.
Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira