Uppsögn EES-samningsins skoðuð 15. mars 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að Evrópustefnunefnd Alþingis muni á næstunni ræða hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er formaður í nefndinni. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að rætt yrði um hugmyndir sem Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefði varpað fram. "Nefndin er ekkert að ræða þær til þess að taka afstöðu til þessa, heldur til þess að afla sér upplýsinga á þessu stigi málsins. Við munum ræða sjónarhorn Ragnars varðandi EES-samninginn," sagði Björn. Háskóli Íslands og háskólar á Norðurlöndunum gerðu úttekt þar sem vakin var athygli á þremur kostum sem Íslendingar hefðu varðandi Evrópumál að sögn Ragnars. "Í fyrsta lagi getum við gengið í Evrópusambandið. Í öðru lagi getum við reynt að hanga í Evrópska efnahagssvæðinu meðan það lafir, en það veikist ef Norðmenn ganga í ESB, sem er líklegt í framtíðinni. Í þriðja lagi getum við kannað kosti þess að ganga úr EES, sem er mjög kostnaðarsamt, nú eða í framtíðinni. Það er mjög ánægjulegt að Alþingi Íslendinga hyggst nú skoða þennan þriðja kost af alvöru," segir Ragnar. Hann segir að helstu kostirnir við að segja upp samningnum séu þeir að þá losnuðu Íslendingar við ýmsar byrðar sem honum fylgi. "Við myndum losna við bein fjárútgjöld sem nema allt að tveimur milljörðum á ári. Það eru líka byrðar í formi reglugerða og tilskipana sem við verðum að taka upp á Íslandi hvort sem okkur líkar betur eða ver. Samningnum fylgja einnig vissar tæknilegar hindranir á innflutningi frá löndum utan ESB sem við verðum að búa við vegna þess að ESB gerir alls kyns formlegar, merkingarlegar, pökkunarlegar og gæðalegar kröfur til varnings til þess að draga úr innflutningi," segir Ragnar. Hann segir að ókostirnir við að ganga úr EES séu að þá þurfum við að endursemja um viðskiptasamning okkar að ESB því þá muni fyrri samningar taka gildi. "Það er hins vegar hægt að benda á Sviss sem er inni í miðju ESB sem ekki er í EES og ekki ESB. Þeir gerðu sérsamninga sem þeim finnst henta sér. Það er mjög sennilegt að við getum gert slíka samninga," segir Ragnar. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að Evrópustefnunefnd Alþingis muni á næstunni ræða hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er formaður í nefndinni. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að rætt yrði um hugmyndir sem Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefði varpað fram. "Nefndin er ekkert að ræða þær til þess að taka afstöðu til þessa, heldur til þess að afla sér upplýsinga á þessu stigi málsins. Við munum ræða sjónarhorn Ragnars varðandi EES-samninginn," sagði Björn. Háskóli Íslands og háskólar á Norðurlöndunum gerðu úttekt þar sem vakin var athygli á þremur kostum sem Íslendingar hefðu varðandi Evrópumál að sögn Ragnars. "Í fyrsta lagi getum við gengið í Evrópusambandið. Í öðru lagi getum við reynt að hanga í Evrópska efnahagssvæðinu meðan það lafir, en það veikist ef Norðmenn ganga í ESB, sem er líklegt í framtíðinni. Í þriðja lagi getum við kannað kosti þess að ganga úr EES, sem er mjög kostnaðarsamt, nú eða í framtíðinni. Það er mjög ánægjulegt að Alþingi Íslendinga hyggst nú skoða þennan þriðja kost af alvöru," segir Ragnar. Hann segir að helstu kostirnir við að segja upp samningnum séu þeir að þá losnuðu Íslendingar við ýmsar byrðar sem honum fylgi. "Við myndum losna við bein fjárútgjöld sem nema allt að tveimur milljörðum á ári. Það eru líka byrðar í formi reglugerða og tilskipana sem við verðum að taka upp á Íslandi hvort sem okkur líkar betur eða ver. Samningnum fylgja einnig vissar tæknilegar hindranir á innflutningi frá löndum utan ESB sem við verðum að búa við vegna þess að ESB gerir alls kyns formlegar, merkingarlegar, pökkunarlegar og gæðalegar kröfur til varnings til þess að draga úr innflutningi," segir Ragnar. Hann segir að ókostirnir við að ganga úr EES séu að þá þurfum við að endursemja um viðskiptasamning okkar að ESB því þá muni fyrri samningar taka gildi. "Það er hins vegar hægt að benda á Sviss sem er inni í miðju ESB sem ekki er í EES og ekki ESB. Þeir gerðu sérsamninga sem þeim finnst henta sér. Það er mjög sennilegt að við getum gert slíka samninga," segir Ragnar.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira