Lífið

Þakrennan þrifin

Nauðsynlegt er að þrífa þakrennuna reglulega, annars geta orðið miklar skemmdir á þaki húsa eða útveggjum. Best er að komast að þakrennunni með því að klífa upp nægilega háan stiga, þannig að þú sjáir vel ofan í rennuna. Hafðu með þér plastpoka sem þú getur lagt á þakið og sett draslið í, en þú skalt byrja á því að losa laufblöð og önnur laus óhreinindi. Bleyttu upp í mold sem hefur storknað svo þú skemmir ekki rennuna og skóflaðu henni svo burt. Ef niðurfallið er stíflað skaltu láta vatn úr garðslöngu renna í gegn, en farðu varlega því rennur þola ekki jafnmikinn kraft og vatnspípur. Þegar þú hefur losað allt rusl og stíflur skaltu skola rennuna og niðurfallið vel með rennandi vatni, en mundu þó að hafa ekki of mikinn kraft á vatninu. Einnig skaltu nota tækifærið og athuga hvort nokkur leki er í rennunni sem þurfi að huga að.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×