Tony Blair telur að nú sé lag 6. apríl 2005 00:01 Bretar ganga að kjörborðinu fimmtudaginn 5. maí - á uppstigningardag. Þetta tilkynnti Tony Blair forsætisráðherra eftir fund sinn með Elísabetu annarri Englandsdrottningu á þriðjudag .Kosningar hafa legið í loftinu í Bretlandi undanfarnar vikur og aðeins spurning hvernær yrði tilkynnt um þær og hvenær kosið yrði. Forsætisráðherrar í Bretlandi hafa oft notfært sér þann rétt sinn að rjúfa þing og efna til kosninga með samþykki drottningar þegar flokkar þeirra eru taldir í góðri stöðu, og þá er ekki beðið eftir því að kjörtímabilinu ljúki . Á þessu öðru kjörtímabili sínu sem forsætisráðherra hefur stjarna Blairs fallið nokkuð, og mikill munur á vinsældum hans nú og þegar hann vann kosningarnar 1997. Þá kom hann inn í bresk stjórnmál með ferska vinda, en samstaða hans með Bandaríkjastjórn í Íraksstríðinu hefur haft sínar afleiðingar. Á stundum þegar mest gekk á í stríðinu fyrir tæpu ári var eins og Blair ætlaði að eigna sér sigurinn yfir harðstjóranum Saddam Hussein og að þar færi ekki jafnaðarmaður, heldur stríðshaukur. Jafnaðarmenn hér á landi hafa líka ekki verið orðmargir við að lýsa aðdáun sinni á jafnaðarmanninum Blair að undanförnu, og ekki lagt sig í líma við að benda á að þar færi skoðanabróðir þeirra, þegar rætt hefur verið um Iraksstríðið. Fylgi Verkamannaflokksins steig nokkuð jafnt frá því í fyrrahaust og þar til í febrúar samkvæmt könnun fyrirtækisins Populus, en nú á síðustu vikum hefur fylgið við Verkamannaflokkinn dalað samkvæmt sömu könnun. Niðurstöður kannana í Bretlandi eru ekki alveg samhljóða, þótt þær séu á svipuðum nótum og nú telur Blair að sé lag. Tony Blair hefur ekki beint setið á friðarstóli innan flokks síns á undanförnum misserum og orðið að berjast innbyrðis við háttsetta menn þar. Enda þótt skoðanakannanir nú bendi yfirleitt til þess að Verkamannaflokkurinn fari með sigur af hólmi í kosningunum, þá sýna sömu kannanir að meirihluti vill fá Gordon Brown fjármálaráðherra í stól leiðtoga Verkamannafloksins. Í sumum könnunum hefur Brown meira en 60 prósenta fylgi í leiðtogastólinn, og þá er hann líka ofar á blaði en Blair þegar spurt er hvor þeirra hafi staðið sig betur í embætti. Það virðist því ljóst að tapi Blair kosningunum, tekur Brown fljótlega við sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Kosningarnar á uppstigningardag verða því líklega mjög spennandi. Íhaldsflokkurinn hefur mjög verið að ná sér á strik á undanförnum mánuðum en Frjálslyndir virðast ekki ná neinu verulegu flugi. Tony Blair hefur hagnaðst mjög á því á öðru kjörtímabili sínu, hve íhaldsmenn hafa verið óheppnir með leiðtoga sína, en nú hefur ræst úr því. Framundan er því hörð kosningabarátta og á næstu dögum skýrist hvaða mál verða einkum til umræðu. Verkamannaflokkurinn vill sem minnst gera úr áhrifum Íraksstríðsumræðunnar, og reynir að beina athyglinni að öðrum málum, svo sem efnahagsmálunum. Það verður þó mjög erfitt fyrir þingmenn Verkamannaflokksins að hreinsa sig af margskonar ásökunum varðandi Íraksstríðið vegna framgöngu Blairs í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun
Bretar ganga að kjörborðinu fimmtudaginn 5. maí - á uppstigningardag. Þetta tilkynnti Tony Blair forsætisráðherra eftir fund sinn með Elísabetu annarri Englandsdrottningu á þriðjudag .Kosningar hafa legið í loftinu í Bretlandi undanfarnar vikur og aðeins spurning hvernær yrði tilkynnt um þær og hvenær kosið yrði. Forsætisráðherrar í Bretlandi hafa oft notfært sér þann rétt sinn að rjúfa þing og efna til kosninga með samþykki drottningar þegar flokkar þeirra eru taldir í góðri stöðu, og þá er ekki beðið eftir því að kjörtímabilinu ljúki . Á þessu öðru kjörtímabili sínu sem forsætisráðherra hefur stjarna Blairs fallið nokkuð, og mikill munur á vinsældum hans nú og þegar hann vann kosningarnar 1997. Þá kom hann inn í bresk stjórnmál með ferska vinda, en samstaða hans með Bandaríkjastjórn í Íraksstríðinu hefur haft sínar afleiðingar. Á stundum þegar mest gekk á í stríðinu fyrir tæpu ári var eins og Blair ætlaði að eigna sér sigurinn yfir harðstjóranum Saddam Hussein og að þar færi ekki jafnaðarmaður, heldur stríðshaukur. Jafnaðarmenn hér á landi hafa líka ekki verið orðmargir við að lýsa aðdáun sinni á jafnaðarmanninum Blair að undanförnu, og ekki lagt sig í líma við að benda á að þar færi skoðanabróðir þeirra, þegar rætt hefur verið um Iraksstríðið. Fylgi Verkamannaflokksins steig nokkuð jafnt frá því í fyrrahaust og þar til í febrúar samkvæmt könnun fyrirtækisins Populus, en nú á síðustu vikum hefur fylgið við Verkamannaflokkinn dalað samkvæmt sömu könnun. Niðurstöður kannana í Bretlandi eru ekki alveg samhljóða, þótt þær séu á svipuðum nótum og nú telur Blair að sé lag. Tony Blair hefur ekki beint setið á friðarstóli innan flokks síns á undanförnum misserum og orðið að berjast innbyrðis við háttsetta menn þar. Enda þótt skoðanakannanir nú bendi yfirleitt til þess að Verkamannaflokkurinn fari með sigur af hólmi í kosningunum, þá sýna sömu kannanir að meirihluti vill fá Gordon Brown fjármálaráðherra í stól leiðtoga Verkamannafloksins. Í sumum könnunum hefur Brown meira en 60 prósenta fylgi í leiðtogastólinn, og þá er hann líka ofar á blaði en Blair þegar spurt er hvor þeirra hafi staðið sig betur í embætti. Það virðist því ljóst að tapi Blair kosningunum, tekur Brown fljótlega við sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Kosningarnar á uppstigningardag verða því líklega mjög spennandi. Íhaldsflokkurinn hefur mjög verið að ná sér á strik á undanförnum mánuðum en Frjálslyndir virðast ekki ná neinu verulegu flugi. Tony Blair hefur hagnaðst mjög á því á öðru kjörtímabili sínu, hve íhaldsmenn hafa verið óheppnir með leiðtoga sína, en nú hefur ræst úr því. Framundan er því hörð kosningabarátta og á næstu dögum skýrist hvaða mál verða einkum til umræðu. Verkamannaflokkurinn vill sem minnst gera úr áhrifum Íraksstríðsumræðunnar, og reynir að beina athyglinni að öðrum málum, svo sem efnahagsmálunum. Það verður þó mjög erfitt fyrir þingmenn Verkamannaflokksins að hreinsa sig af margskonar ásökunum varðandi Íraksstríðið vegna framgöngu Blairs í því.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun