Samstaða um takmörkun eignarhalds 6. apríl 2005 00:01 Búist er við því að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra nái í dag þverpólitískri samstöðu um að leggja til að sett verði lög sem banni einstaklingum og fyrirtækjum að eiga meira en fjórðungs eignarhlut í fjölmiðlafyrirtæki með tiltekna markaðshlutdeild. Er þar átt við beina sem óbeina eignaraðild. Ekki hefur enn verið ákveðið við hve mikla markaðshlutdeild fjölmiðlafyrirtækis eigi að miða, en talið er að hún verði á bilinu 25 til 33 prósent. Verður hlutfallið einnig ákveðið á lokafundi nefndarinnar, sem verður í dag. Lagt er til að lög um takmarkanir á eignarhaldi, ef þau verði sett, muni ekki taka gildi fyrr en að nokkrum árum liðnum. Nefndin hefur lokið við drög að skýrslu þar sem fram koma tillögur um hvernig sporna megi gegn samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla og hvernig bregðast skuli við myndun hinna lóðréttu eignatengsla sem orðið hafa með kaupum fjarskiptafyrirtækja á fjölmiðlafyrirtækjum. Auk þess verða settar fram tillögur um hvernig tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum og jafnframt gagnsæi eignarhalds. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður engin takmörkun á eignarhlut nýrra eða smárra fjölmiðla. Lög um takmörkun á eignarhluti munu ekki öðlast gildi fyrr en fyrirtækið hefur náð tiltekinni hlutdeild á markaði, en verður fyrirtækið þá að bregðast við því með því að breyta samsetningu eignarhalds. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að setja bann við því að sami aðili eigi ljósvakamiðil og prentmiðil, líkt og gert var í fjölmiðlalögunum í fyrra. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Búist er við því að fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra nái í dag þverpólitískri samstöðu um að leggja til að sett verði lög sem banni einstaklingum og fyrirtækjum að eiga meira en fjórðungs eignarhlut í fjölmiðlafyrirtæki með tiltekna markaðshlutdeild. Er þar átt við beina sem óbeina eignaraðild. Ekki hefur enn verið ákveðið við hve mikla markaðshlutdeild fjölmiðlafyrirtækis eigi að miða, en talið er að hún verði á bilinu 25 til 33 prósent. Verður hlutfallið einnig ákveðið á lokafundi nefndarinnar, sem verður í dag. Lagt er til að lög um takmarkanir á eignarhaldi, ef þau verði sett, muni ekki taka gildi fyrr en að nokkrum árum liðnum. Nefndin hefur lokið við drög að skýrslu þar sem fram koma tillögur um hvernig sporna megi gegn samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla og hvernig bregðast skuli við myndun hinna lóðréttu eignatengsla sem orðið hafa með kaupum fjarskiptafyrirtækja á fjölmiðlafyrirtækjum. Auk þess verða settar fram tillögur um hvernig tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar gagnvart eigendum og jafnframt gagnsæi eignarhalds. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður engin takmörkun á eignarhlut nýrra eða smárra fjölmiðla. Lög um takmörkun á eignarhluti munu ekki öðlast gildi fyrr en fyrirtækið hefur náð tiltekinni hlutdeild á markaði, en verður fyrirtækið þá að bregðast við því með því að breyta samsetningu eignarhalds. Horfið hefur verið frá hugmyndum um að setja bann við því að sami aðili eigi ljósvakamiðil og prentmiðil, líkt og gert var í fjölmiðlalögunum í fyrra.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira