Ástarsaga aldarinnar 13. október 2005 19:01 – Brúðkaup Karls Bretaprins verður einhver rómantískasti atburður allra tíma, brúðkaup þessarar aldar og hinnar síðustu. – Ha, hvað ertu að bulla? – Jú, þetta er algjört öskubuskuævintýri. Ástarsaga aldarinnar. – En hann er svo ósjarmerandi sjálfur og svo er hann að kvænast konu sem lítur út eins og hross. – Já, einmitt þess vegna. Þau hafa elskað hvort annað síðan þau voru unglingar, þau voru ætluð hvort öðru. Svo fengu þau ekki að eigast. Er það ekki rómantískt?. – En hann giftist svo fallegri konu, alvöru prinsessu? – Já, en hann vildi hana í rauninni ekki, var píndur í hjónaband með stelpuskjátunni sem var leidd undir hann eins og ... hryssa... – Gættu orða þinna. Þú ert að tala um Díönu. – Nú er hann orðinn karlfauskur um sextugt og fær loks konuna sem hann elskar, en kerlingarnornin mamma hans vill ekki koma í brúðkaupið. Lætur eins og hann sé óþekkur unglingur sem er að hlaupast á brott með Kamillu. – Það er dálítið langt gengið. – Hann fær heldur ekki að gera hana að drottningu. – Ha? Má hún ekki vera drottning? – Nei, hún er fráskilin, það má ekki hafa fráskilda drottningu. Það má bara hafa hreinar meyjar. Mömmu hans finnst þetta argasta lausung. – Er það ekki svolítið langt gengið svona í nútímanum? – Já, það er furðulegt að ekki skuli löngu búið að setja allt þetta dót af. – Þú segir það. Jæja, blessaður. – Blessaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun
– Brúðkaup Karls Bretaprins verður einhver rómantískasti atburður allra tíma, brúðkaup þessarar aldar og hinnar síðustu. – Ha, hvað ertu að bulla? – Jú, þetta er algjört öskubuskuævintýri. Ástarsaga aldarinnar. – En hann er svo ósjarmerandi sjálfur og svo er hann að kvænast konu sem lítur út eins og hross. – Já, einmitt þess vegna. Þau hafa elskað hvort annað síðan þau voru unglingar, þau voru ætluð hvort öðru. Svo fengu þau ekki að eigast. Er það ekki rómantískt?. – En hann giftist svo fallegri konu, alvöru prinsessu? – Já, en hann vildi hana í rauninni ekki, var píndur í hjónaband með stelpuskjátunni sem var leidd undir hann eins og ... hryssa... – Gættu orða þinna. Þú ert að tala um Díönu. – Nú er hann orðinn karlfauskur um sextugt og fær loks konuna sem hann elskar, en kerlingarnornin mamma hans vill ekki koma í brúðkaupið. Lætur eins og hann sé óþekkur unglingur sem er að hlaupast á brott með Kamillu. – Það er dálítið langt gengið. – Hann fær heldur ekki að gera hana að drottningu. – Ha? Má hún ekki vera drottning? – Nei, hún er fráskilin, það má ekki hafa fráskilda drottningu. Það má bara hafa hreinar meyjar. Mömmu hans finnst þetta argasta lausung. – Er það ekki svolítið langt gengið svona í nútímanum? – Já, það er furðulegt að ekki skuli löngu búið að setja allt þetta dót af. – Þú segir það. Jæja, blessaður. – Blessaður.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun