Rumble Roses 9. apríl 2005 00:01 Rumble Roses er glímuleikur þar sem mætast tveir söluhæstu eiginleikar í öllum skemmtanaiðnaðinum: Kynlíf og Ofbeldi. Þótt að þessi blanda hafi mjög oft skapað frábæra leiki á borð við GTA, þá eru þetta hlutir sem erfitt er að setja saman á góðan hátt án þess að endurtaka gamla hluti sem allir eru komnir með leið á. Því miður þá býður Rumble Roses ekki upp á neina nýja hluti, en nær þrátt fyrir það að bjóða upp á ágætis skemmtun, ef manni tekst að líta fram hjá stærstu göllunum. Leikurinn er mjög einfaldur. Hann snýst einfaldlega um það að láta tvær fallegar konur slást á sem skemmtilegastan hátt þar til önnur stendur uppi sem sigurvegari. Það er hægt að stilla konunum upp í snöggan bardaga þar sem manni býðst tækifæri til að bæta bardagastíl stelpunnar sinnar. Þegar maður hefur náð ákveðnum árangri á því sviði getur maður notað þá manneskju í titilbardaga, þar sem skorað er á sitjandi titilmeistara Rumble Roses keppninnar. Fyrir allan þennan árangur er auðvitað boðið uppá skemmtileg verðlaun. Auk þess að geta núna keppt í skemmtilegum búningum á borð við mjög efnislítil bikini, geturðu farið í svokallað Gallery Mode, þar sem hægt er að fylgjast með stelpunum í sínu náttúrulega umhverfi, þ.e.a.s. í sólbaði, eða að teygja sig fyrir keppni. Allt mjög áhugaverðir hlutir fyrir alla þá sem hafa gaman af fallegum ungum konum í mjög svo skemmtilegum fatnaði. Feminístar passi sig. Sem enn skemmtilegri viðbót við alla hálfnektina, er hægt að keppa í sérútbúnu leðjubaði á ströndinni, sem getur orðið mjög sóðalegt á köflum. Sóðalegt á góðan hátt að sjálfsögðu. Og fyrir þá sem finnst gaman að horfa, er hægt að láta tvær tölvustýrðar gellur slást, á meðan maður getur einfaldlega náð sér í snakkpoka og skemmt sér fyrir framan sjónvarpið. Leikurinn býður einnig uppá Story Mode, eða sögukeppni. Þar getur maður fylgt sögu einnar persónu í gegnum marga bardaga, þar sem maður fær að kynnast persónunni á betri hátt, og kemst að því hver ástæðan er fyrir því að hún sé að keppa í þessu móti. Þarna taka mennirnir hjá Konami stórt feilskref. Eins og í allt of mörgum bardagaleikjum, eru samtölin þýdd beint yfir á ensku og þess vegna er talsetningin með mjög lélegum gæðum. Það mætti halda að upptökurnar séu gerðar í allt annarri byggingu, mögulega af allt öðru fyrirtæki. Tilfinningarnar eru engar, og áherslurnar í setningunum eru svo sannarlega staðsettar á skringilegum stöðum. Til að bæta gráu ofan á svart, er söguþráðurinn meira en lítið fáránlegur, og kemur þeirri hugmynd að manni, að maður sé að horfa á lélega glímu-sápuóperu, þar sem handahófskenndar konur hafa verið valdar af götunni til að tala fyrir persónurnar. Félagar okkar hjá Konami voru greinilega vissir um það að enginn myndi hafa áhuga á því að hlusta á það sem stelpurnar hefðu að segja, og myndu frekar einblína á eitthvað annað. Spilunin í leiknum er mjög einföld. Þetta er venjulegur glímuleikur þar sem boðið er uppá flottar og banvænar hreyfingar með einfaldri stýringu. Bardagastelpurnar virðast slást með mjúkum hreyfingum og án minnsta erfiðleika en samt virðist oft eins og þær eigi erfitt með að ganga almennilega, en það er samt eini raunverulegi gallinn við hreyfingarnar. Grafíkin er mjög vönduð og það hefur greinilega mikil vinna verið lögð í það að ná kvenlíkamanum á sem fullkomnastan hátt. Hvernig þær ganga, hvernig þær hreyfa sig, allt þetta er mjög vandað og vel gert. Auk þess að hreyfa sig á mjög eðlilegan hátt, hreyfist líkaminn í samræmi við göngulag þeirra. Brjóstin, hárið og allir líkamshlutar hlýða þyngdarlögmálinu, og þessi vandaða grafík hækkar leikinn mikið í einkunn hjá mér. Endingin á leiknum er ekki rosalega mikil. Eftir að maður nær tökum á stýringunni verður hann allt of auðveldur og tilbreytingarlaus, og í raun er eina ástæðan sem maður hefur til að halda áfram að spila hann sú að mann langar að geta kíkt á gellurnar í bikini. Samt bíður þessi leikur upp á ágætis skemmtun í þennan stutta tíma sem maður spilar hann einn, og hann er mjög góður kostur þegar maður er í góðra vina hópi og langar að skella sér í Playstation. Niðurstaða: Rumble Roses er ágætis skemmtun, en nýtur sín best þegar 2 eða fleiri spila. Grafíkin er hreint út sagt ótrúleg, og kynþokkanum sem vellur uppúr þessum leik virðist engin takmörk sett. Ágætis leikur, en ég myndi ekki mæla með honum fyrir harðkjarna feminísta. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: Konami Computer Entertainment Tokyo Útgefandi: Konami of Europe Heimasíða: www.konami.com/rumbleroses/official Árni Pétur Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Rumble Roses er glímuleikur þar sem mætast tveir söluhæstu eiginleikar í öllum skemmtanaiðnaðinum: Kynlíf og Ofbeldi. Þótt að þessi blanda hafi mjög oft skapað frábæra leiki á borð við GTA, þá eru þetta hlutir sem erfitt er að setja saman á góðan hátt án þess að endurtaka gamla hluti sem allir eru komnir með leið á. Því miður þá býður Rumble Roses ekki upp á neina nýja hluti, en nær þrátt fyrir það að bjóða upp á ágætis skemmtun, ef manni tekst að líta fram hjá stærstu göllunum. Leikurinn er mjög einfaldur. Hann snýst einfaldlega um það að láta tvær fallegar konur slást á sem skemmtilegastan hátt þar til önnur stendur uppi sem sigurvegari. Það er hægt að stilla konunum upp í snöggan bardaga þar sem manni býðst tækifæri til að bæta bardagastíl stelpunnar sinnar. Þegar maður hefur náð ákveðnum árangri á því sviði getur maður notað þá manneskju í titilbardaga, þar sem skorað er á sitjandi titilmeistara Rumble Roses keppninnar. Fyrir allan þennan árangur er auðvitað boðið uppá skemmtileg verðlaun. Auk þess að geta núna keppt í skemmtilegum búningum á borð við mjög efnislítil bikini, geturðu farið í svokallað Gallery Mode, þar sem hægt er að fylgjast með stelpunum í sínu náttúrulega umhverfi, þ.e.a.s. í sólbaði, eða að teygja sig fyrir keppni. Allt mjög áhugaverðir hlutir fyrir alla þá sem hafa gaman af fallegum ungum konum í mjög svo skemmtilegum fatnaði. Feminístar passi sig. Sem enn skemmtilegri viðbót við alla hálfnektina, er hægt að keppa í sérútbúnu leðjubaði á ströndinni, sem getur orðið mjög sóðalegt á köflum. Sóðalegt á góðan hátt að sjálfsögðu. Og fyrir þá sem finnst gaman að horfa, er hægt að láta tvær tölvustýrðar gellur slást, á meðan maður getur einfaldlega náð sér í snakkpoka og skemmt sér fyrir framan sjónvarpið. Leikurinn býður einnig uppá Story Mode, eða sögukeppni. Þar getur maður fylgt sögu einnar persónu í gegnum marga bardaga, þar sem maður fær að kynnast persónunni á betri hátt, og kemst að því hver ástæðan er fyrir því að hún sé að keppa í þessu móti. Þarna taka mennirnir hjá Konami stórt feilskref. Eins og í allt of mörgum bardagaleikjum, eru samtölin þýdd beint yfir á ensku og þess vegna er talsetningin með mjög lélegum gæðum. Það mætti halda að upptökurnar séu gerðar í allt annarri byggingu, mögulega af allt öðru fyrirtæki. Tilfinningarnar eru engar, og áherslurnar í setningunum eru svo sannarlega staðsettar á skringilegum stöðum. Til að bæta gráu ofan á svart, er söguþráðurinn meira en lítið fáránlegur, og kemur þeirri hugmynd að manni, að maður sé að horfa á lélega glímu-sápuóperu, þar sem handahófskenndar konur hafa verið valdar af götunni til að tala fyrir persónurnar. Félagar okkar hjá Konami voru greinilega vissir um það að enginn myndi hafa áhuga á því að hlusta á það sem stelpurnar hefðu að segja, og myndu frekar einblína á eitthvað annað. Spilunin í leiknum er mjög einföld. Þetta er venjulegur glímuleikur þar sem boðið er uppá flottar og banvænar hreyfingar með einfaldri stýringu. Bardagastelpurnar virðast slást með mjúkum hreyfingum og án minnsta erfiðleika en samt virðist oft eins og þær eigi erfitt með að ganga almennilega, en það er samt eini raunverulegi gallinn við hreyfingarnar. Grafíkin er mjög vönduð og það hefur greinilega mikil vinna verið lögð í það að ná kvenlíkamanum á sem fullkomnastan hátt. Hvernig þær ganga, hvernig þær hreyfa sig, allt þetta er mjög vandað og vel gert. Auk þess að hreyfa sig á mjög eðlilegan hátt, hreyfist líkaminn í samræmi við göngulag þeirra. Brjóstin, hárið og allir líkamshlutar hlýða þyngdarlögmálinu, og þessi vandaða grafík hækkar leikinn mikið í einkunn hjá mér. Endingin á leiknum er ekki rosalega mikil. Eftir að maður nær tökum á stýringunni verður hann allt of auðveldur og tilbreytingarlaus, og í raun er eina ástæðan sem maður hefur til að halda áfram að spila hann sú að mann langar að geta kíkt á gellurnar í bikini. Samt bíður þessi leikur upp á ágætis skemmtun í þennan stutta tíma sem maður spilar hann einn, og hann er mjög góður kostur þegar maður er í góðra vina hópi og langar að skella sér í Playstation. Niðurstaða: Rumble Roses er ágætis skemmtun, en nýtur sín best þegar 2 eða fleiri spila. Grafíkin er hreint út sagt ótrúleg, og kynþokkanum sem vellur uppúr þessum leik virðist engin takmörk sett. Ágætis leikur, en ég myndi ekki mæla með honum fyrir harðkjarna feminísta. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: Konami Computer Entertainment Tokyo Útgefandi: Konami of Europe Heimasíða: www.konami.com/rumbleroses/official
Árni Pétur Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira