Finnst best að vera í eldhúsinu 20. apríl 2005 00:01 Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra og þáttastjórnandi, lætur sig dreyma um stórt eldhús. Hún nýtur þess að elda góðan mat og slappa af. "Eldhúsið mitt er voða skemmtilegt og finnst mér æðislegt bæði að elda þar og vesenast. Ég er mikið fyrir að elda, og náttúrlega hefur það verið stór hluti af mínu starfi í mörg ár," segir Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, en hún hefur að undanförnu birst áhorfendum Skjás eins í þáttunum Allt í drasli. "Verst þykir mér hvað eldhúsið er lítið, það er alltof lítið en ég ólst upp í stóru eldhúsi og læt mig dreyma um eitt slíkt, en það er ekkert verra að láta sig dreyma, " segir Margrét sem búið hefur við þetta eldhús í ein átta ár. "Eldhúsin í þessum gömlu húsum eru oft svo ferlega lítil," segir Margrét. Eldhúsið er þó ekki minna en svo að hún kom fyrir einum stórum ísskáp. "Ég er mjög ánægð með ísskápinn minn, þetta er stór tvöfaldur amerískur ísskápur með klakavél. Ég bara reif einn skáp til að koma honum fyrir," segir Margrét og hlær. Eldhúsið segir hún algerlega vera sinn stað þar sem henni líði mjög vel og sinni því sem henni finnst skemmtilegast að gera. "Elda, elda , elda, það er uppáhaldið mitt," segir Margrét og skellir upp úr. "En ég geri svo sem eitt og annað þarna, en ég slappa líka af í eldhúsinu og sit þar stundum og sauma út," segir Margrét. Hún segist ekki vera með neinar sérstakar reglur í eldhúsinu en hún telur mikilvægast að þar sé hægt að vinna. "Eldhús er til að vinna í og elda góðan mat, ef það er of fínt til þess þá má bara alveg sleppa því," segir Margrét sposk á svip og bætir við að lokum að auðvitað skipti máli að það sé þrifalegt. "Það má aldrei vera óvaskað upp í eldhúsinu, það er óþolandi," segir Margrét. Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra og þáttastjórnandi, lætur sig dreyma um stórt eldhús. Hún nýtur þess að elda góðan mat og slappa af. "Eldhúsið mitt er voða skemmtilegt og finnst mér æðislegt bæði að elda þar og vesenast. Ég er mikið fyrir að elda, og náttúrlega hefur það verið stór hluti af mínu starfi í mörg ár," segir Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, en hún hefur að undanförnu birst áhorfendum Skjás eins í þáttunum Allt í drasli. "Verst þykir mér hvað eldhúsið er lítið, það er alltof lítið en ég ólst upp í stóru eldhúsi og læt mig dreyma um eitt slíkt, en það er ekkert verra að láta sig dreyma, " segir Margrét sem búið hefur við þetta eldhús í ein átta ár. "Eldhúsin í þessum gömlu húsum eru oft svo ferlega lítil," segir Margrét. Eldhúsið er þó ekki minna en svo að hún kom fyrir einum stórum ísskáp. "Ég er mjög ánægð með ísskápinn minn, þetta er stór tvöfaldur amerískur ísskápur með klakavél. Ég bara reif einn skáp til að koma honum fyrir," segir Margrét og hlær. Eldhúsið segir hún algerlega vera sinn stað þar sem henni líði mjög vel og sinni því sem henni finnst skemmtilegast að gera. "Elda, elda , elda, það er uppáhaldið mitt," segir Margrét og skellir upp úr. "En ég geri svo sem eitt og annað þarna, en ég slappa líka af í eldhúsinu og sit þar stundum og sauma út," segir Margrét. Hún segist ekki vera með neinar sérstakar reglur í eldhúsinu en hún telur mikilvægast að þar sé hægt að vinna. "Eldhús er til að vinna í og elda góðan mat, ef það er of fínt til þess þá má bara alveg sleppa því," segir Margrét sposk á svip og bætir við að lokum að auðvitað skipti máli að það sé þrifalegt. "Það má aldrei vera óvaskað upp í eldhúsinu, það er óþolandi," segir Margrét.
Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira