Uppáhaldspeysan alltaf jafn flott 20. apríl 2005 00:01 Anna Bryndís Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar í handbolta, er ekki mikil tískufrík og á í mestu vandræðum með að finna uppáhaldsflíkina sína. "Ég fann uppáhaldsflíkina mína eftir mikla umhugsun en það er peysa sem ég keypti fyrir tveim árum á Kanaríeyjum. Þetta er svört bómullarpeysa með svörtum og hvítum prjónuðum kraga sem nær alveg niður á axlir. Ég sá hana í verslun og féll fyrir henni strax. Mér finnst hún frábær. Alltaf þegar ég fer í hana þá finnst mér hún jafn flott en ég nota hana reyndar ekkert voðalega mikið," segir Anna. "Sumir myndu kannski nota þessa peysu hversdagslega en ég er frekar venjuleg týpa þannig að ég nota hana frekar við fínni tilefni," segir Anna en peysan var auðvitað hræódýr á Kanarí. "Já, hún kostaði skít á kanil." Anna viðurkennir fúslega að hún er ekkert tískufrík. "Ég spái alltof lítið í föt og þess háttar. Ég ætla mér samt að verða pæja einhvern daginn. Ég fer bara alltaf í gallabuxur og einhverja boli og flíspeysur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég klæði mig kannski upp þegar ég fer í Smáralind og reyni að mála mig ef maður skyldi nú rekast á einhvern," segir Anna og hlær dátt. Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Anna Bryndís Blöndal, fyrirliði Stjörnunnar í handbolta, er ekki mikil tískufrík og á í mestu vandræðum með að finna uppáhaldsflíkina sína. "Ég fann uppáhaldsflíkina mína eftir mikla umhugsun en það er peysa sem ég keypti fyrir tveim árum á Kanaríeyjum. Þetta er svört bómullarpeysa með svörtum og hvítum prjónuðum kraga sem nær alveg niður á axlir. Ég sá hana í verslun og féll fyrir henni strax. Mér finnst hún frábær. Alltaf þegar ég fer í hana þá finnst mér hún jafn flott en ég nota hana reyndar ekkert voðalega mikið," segir Anna. "Sumir myndu kannski nota þessa peysu hversdagslega en ég er frekar venjuleg týpa þannig að ég nota hana frekar við fínni tilefni," segir Anna en peysan var auðvitað hræódýr á Kanarí. "Já, hún kostaði skít á kanil." Anna viðurkennir fúslega að hún er ekkert tískufrík. "Ég spái alltof lítið í föt og þess háttar. Ég ætla mér samt að verða pæja einhvern daginn. Ég fer bara alltaf í gallabuxur og einhverja boli og flíspeysur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég klæði mig kannski upp þegar ég fer í Smáralind og reyni að mála mig ef maður skyldi nú rekast á einhvern," segir Anna og hlær dátt.
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira