Saman við stjórn í tíu ár 23. apríl 2005 00:01 Ríkisstjórnarleiðtogarnir minntust þess á föstudag að þá voru liðin tíu ár frá því að stjórnarsamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hófst, eftir að leiðtogar flokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, handsöluðu samstarfið á Þingvöllum á vordögum 1995. Leitun er að lengra stjórnarsamstarfi hér á landi, og aðeins Viðreisnarstjórnin svokallaða, sem Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu 1959 og starfaði fram til ársins 1971, hefur setið lengur að völdum. Það samstarf var mjög á kostnað Alþýðuflokksins eins og oft vill verða þegar lítill flokkur starfar með stórum flokki í ríkisstjórn. Þessa hefur líka orðið vart í samstarfi núverandi stjórnarflokka. Framsóknarmenn hafa eflaust gert sér grein fyrir þessari stöðu eftir síðustu kosningar til Alþingis, og þessvegna verið harðir á því að þeir fengju stól forsætisráðherra síðari hluta kjörtímabilsins. Sú ákvörðun vakti ekki mikla hrifningu hjá mörgum sjálfstæðismönnum sem kunnugt er, en þá er á það að líta að þeir töpuðu fjórum þingsætum í síðustu kosningum, en Framsóknarflokkurinn stóð í stað, og mátti reyndar ekki við því að minnka mikið. Þetta tíu ára stjórnartímabil núverandi stjórnarflokka hefur mjög einkennst af uppgangi í efnahagslífinu. Þar um veldur að ytri aðstæður hafa að ýmsu leyti verið okkur hagstæðar, framsæknir einstaklingar og fyrirtæki hafa notfært sér það frelsi sem íslensk fyrirtæki fengu loks, og þátttaka okkar í Evrópska efnahagssvæðinu hefur borið ríkulegan ávöxt, eins og glöggt sést á útrásinni margumtöluðu. Uppgangurinn í efnahagslífinu á þessum árum hefur skilað sér til allflestra í þjóðfélaginu, en því er ekki að neita að meiri gjá er nú milli þeirra sem minna mega sín og hinna sem komast vel af. Fátækt hefur reyndar verið hérlendis eins og annars staðar, en fólk er opnara nú á dögum og tjáir sig gjarnan um bágan hag sinn og er ófeimið við það. Sjávarútvegsumræðan hefur gjarnan yfirgæft önnur umræðuefni hér á landi á undanförnum árum, en nú ber minna á henni. Kvótakerfið hefur verið fest í sessi og stjórnvöld þurfa því ekki að vera í eilífum útistöðum við hagsmunahópa um þau mál. Þótt fiskur og sjávarafurðir séu langstærsti og mikilvægasti útflutningur okkar, hefur hlutur sjávarútvegs í landsframleiðslunni stöðugt farið minnkandi, því aðrar greinar hafa komið þar til. Sjávarútvegurinn heldur þó áfram að vera okkar lifibrauð. Það er ekki aðeins að hann verður áfram uppistaðan í útflutningi okkar, heldur mun þekking okkar og tækni við sjávarútveg stöðugt aukast og verða verðmætari á alþjóðavettvangi. Eitt er það mál sem mun gnæfa yfir öll önnur á tímabili þessarar ríkisstjórnar, ef frá er talið efnahagslífið, og það er virkjunin við Kárahnjúka. Sagan ein mun dæma um það hvort hún verður veglegur minnisvarði um framsýni og dug manna hér á landi um aldamótin, eða hvort hér hefur orðið umhverfisslys. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Ríkisstjórnarleiðtogarnir minntust þess á föstudag að þá voru liðin tíu ár frá því að stjórnarsamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hófst, eftir að leiðtogar flokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, handsöluðu samstarfið á Þingvöllum á vordögum 1995. Leitun er að lengra stjórnarsamstarfi hér á landi, og aðeins Viðreisnarstjórnin svokallaða, sem Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu 1959 og starfaði fram til ársins 1971, hefur setið lengur að völdum. Það samstarf var mjög á kostnað Alþýðuflokksins eins og oft vill verða þegar lítill flokkur starfar með stórum flokki í ríkisstjórn. Þessa hefur líka orðið vart í samstarfi núverandi stjórnarflokka. Framsóknarmenn hafa eflaust gert sér grein fyrir þessari stöðu eftir síðustu kosningar til Alþingis, og þessvegna verið harðir á því að þeir fengju stól forsætisráðherra síðari hluta kjörtímabilsins. Sú ákvörðun vakti ekki mikla hrifningu hjá mörgum sjálfstæðismönnum sem kunnugt er, en þá er á það að líta að þeir töpuðu fjórum þingsætum í síðustu kosningum, en Framsóknarflokkurinn stóð í stað, og mátti reyndar ekki við því að minnka mikið. Þetta tíu ára stjórnartímabil núverandi stjórnarflokka hefur mjög einkennst af uppgangi í efnahagslífinu. Þar um veldur að ytri aðstæður hafa að ýmsu leyti verið okkur hagstæðar, framsæknir einstaklingar og fyrirtæki hafa notfært sér það frelsi sem íslensk fyrirtæki fengu loks, og þátttaka okkar í Evrópska efnahagssvæðinu hefur borið ríkulegan ávöxt, eins og glöggt sést á útrásinni margumtöluðu. Uppgangurinn í efnahagslífinu á þessum árum hefur skilað sér til allflestra í þjóðfélaginu, en því er ekki að neita að meiri gjá er nú milli þeirra sem minna mega sín og hinna sem komast vel af. Fátækt hefur reyndar verið hérlendis eins og annars staðar, en fólk er opnara nú á dögum og tjáir sig gjarnan um bágan hag sinn og er ófeimið við það. Sjávarútvegsumræðan hefur gjarnan yfirgæft önnur umræðuefni hér á landi á undanförnum árum, en nú ber minna á henni. Kvótakerfið hefur verið fest í sessi og stjórnvöld þurfa því ekki að vera í eilífum útistöðum við hagsmunahópa um þau mál. Þótt fiskur og sjávarafurðir séu langstærsti og mikilvægasti útflutningur okkar, hefur hlutur sjávarútvegs í landsframleiðslunni stöðugt farið minnkandi, því aðrar greinar hafa komið þar til. Sjávarútvegurinn heldur þó áfram að vera okkar lifibrauð. Það er ekki aðeins að hann verður áfram uppistaðan í útflutningi okkar, heldur mun þekking okkar og tækni við sjávarútveg stöðugt aukast og verða verðmætari á alþjóðavettvangi. Eitt er það mál sem mun gnæfa yfir öll önnur á tímabili þessarar ríkisstjórnar, ef frá er talið efnahagslífið, og það er virkjunin við Kárahnjúka. Sagan ein mun dæma um það hvort hún verður veglegur minnisvarði um framsýni og dug manna hér á landi um aldamótin, eða hvort hér hefur orðið umhverfisslys.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun