Skrautsteypan í stíl við húsin 25. apríl 2005 00:01 Fyrirtækið Steypustöðin ehf. hefur selt sérstaka skrautsteypu í mörg ár en fyrst núna er fólk að átta sig á kostum hennar. "Við erum eina fyrirtækið á Íslandi með þessa lausn á einni hendi en hugmyndin kemur upprunalega frá Bandaríkjunum. Steypuna er hægt að leggja hvar sem er, upp og niður brekkur eða í tröppur og er mikið úrval af litum til hjá okkur. Síðan eru sérstakar plastmottur með mynstrum sem er stimplað ofan á steypuna svo úr verður sérstakt mynstur á stéttinni," segir Ingi Þór Guðmundsson, deildarstjóri sölu- og markaðssviðs Steypustöðvarinnar. Skrautsteypan færir fólki vissulega marga kosti þar sem yfirborðið er slitþolið, gróður, olía og feiti ná ekki festu og mjög auðvelt er að þrífa steypuna. Fólk þarf því ekki að eyða heilu dögunum í það að skrapa mosa og annan gróður úr stéttinni. "Það hefur verið aukinn áhugi meðal viðskiptavina okkar á þessari lausn og fólk sér fyrir sér að losna algjörlega við mosann. Margir lakka stéttir þegar búið er að steypa eða helluleggja en mælt er með að lakka skrautsteypuna annað hvert ár svo hún haldist eins og ný. Síðan er ekkert mál að þrífa hana því það nægir að smúla yfir stéttina," segir Ingi. "Það vinsælasta í dag eru stórir fletir og minimalisminn ræður ríkjum. Grár og svartur eru tískulitirnir og margir hafa skrautsteypuna í stíl við litinn á húsinu. Fólk vill helst hafa mynstrin í steypunni eins og það hafi verið hellulagt en við bjóðum upp á fjölmarga möguleika í mynstrum," segir Ingi Þór en fólk er meira að segja farið að nota skrautsteypuna inni á heimilunum. "Það er sífellt vinsælla enda skrautsteypan mjög hentug í afmörkuð rými eins og forstofu, bílskúr, eldhús og þvottahús." Steypustöðin er með landslagsarkitekt á sínum böndum til að ráðleggja fólki við skipulag á garðinum. "Íburður í görðum er orðinn ansi mikill nú til dags en við erum með landslagsarkitekt sem tekur viðskiptavini okkar í fjörutíu mínútna ráðgjöf í sambandi við garðinn. Fólk kemur með mynd af garðinum og arkitektinn teiknar hann upp, bæði timbur, gróður og hellur," segir Ingi Þór en svipað verð er á skrautsteypunni og hefðbundinni hellulagningu. Hús og heimili Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Fyrirtækið Steypustöðin ehf. hefur selt sérstaka skrautsteypu í mörg ár en fyrst núna er fólk að átta sig á kostum hennar. "Við erum eina fyrirtækið á Íslandi með þessa lausn á einni hendi en hugmyndin kemur upprunalega frá Bandaríkjunum. Steypuna er hægt að leggja hvar sem er, upp og niður brekkur eða í tröppur og er mikið úrval af litum til hjá okkur. Síðan eru sérstakar plastmottur með mynstrum sem er stimplað ofan á steypuna svo úr verður sérstakt mynstur á stéttinni," segir Ingi Þór Guðmundsson, deildarstjóri sölu- og markaðssviðs Steypustöðvarinnar. Skrautsteypan færir fólki vissulega marga kosti þar sem yfirborðið er slitþolið, gróður, olía og feiti ná ekki festu og mjög auðvelt er að þrífa steypuna. Fólk þarf því ekki að eyða heilu dögunum í það að skrapa mosa og annan gróður úr stéttinni. "Það hefur verið aukinn áhugi meðal viðskiptavina okkar á þessari lausn og fólk sér fyrir sér að losna algjörlega við mosann. Margir lakka stéttir þegar búið er að steypa eða helluleggja en mælt er með að lakka skrautsteypuna annað hvert ár svo hún haldist eins og ný. Síðan er ekkert mál að þrífa hana því það nægir að smúla yfir stéttina," segir Ingi. "Það vinsælasta í dag eru stórir fletir og minimalisminn ræður ríkjum. Grár og svartur eru tískulitirnir og margir hafa skrautsteypuna í stíl við litinn á húsinu. Fólk vill helst hafa mynstrin í steypunni eins og það hafi verið hellulagt en við bjóðum upp á fjölmarga möguleika í mynstrum," segir Ingi Þór en fólk er meira að segja farið að nota skrautsteypuna inni á heimilunum. "Það er sífellt vinsælla enda skrautsteypan mjög hentug í afmörkuð rými eins og forstofu, bílskúr, eldhús og þvottahús." Steypustöðin er með landslagsarkitekt á sínum böndum til að ráðleggja fólki við skipulag á garðinum. "Íburður í görðum er orðinn ansi mikill nú til dags en við erum með landslagsarkitekt sem tekur viðskiptavini okkar í fjörutíu mínútna ráðgjöf í sambandi við garðinn. Fólk kemur með mynd af garðinum og arkitektinn teiknar hann upp, bæði timbur, gróður og hellur," segir Ingi Þór en svipað verð er á skrautsteypunni og hefðbundinni hellulagningu.
Hús og heimili Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira