Erlent

Vanþekking á Netinu afdrifarík

Foreldrar sem kunna ekkert á Netið og geta þannig ekki leiðbeint börnum sínum um upplýsingahraðbrautina eru þess valdandi að börnin eru að dragast aftur úr hvað varðar menntun og atvinnumöguleika. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem vísindamenn hjá London School of Economics gerðu. Vísindamennirnir segja börn og ungt fólk í vaxandi mæli þurfa að kunna á Netið til að leita heimilda og upplýsinga vegna heimanáms, sem og til þess að leita starfa. Geti foreldrarnir ekki aðstoðað komi það börnunum í koll. Þeir segja ennfremur að bilið milli þeirra sem hafa aðgang að Netinu og þeirra sem kunna að notfæra sér það verulega fari breikkandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×