Lífið

Allt í röð og reglu

Það borgar sig ekki að vanmeta umfang fatnaðarins sem við klæðumst og oft tekur dótið í kringum okkur ótrúlega mikið pláss. Það er kostur að geta lokað þetta dót af og þá eru fataskápar eða aðrar hirslur nauðsynlegar. Hægt er að fara margar leiðir við uppfærslu á hirslum undir fötin og það færist í aukana að hafa svokölluð fataherbergi. Þegar pláss er lítið er það hins vegar ekki svo auðvelt í framkvæmd og þá þarf að vera útsjónarsamur og nýta rýmið sem best. Séu einhver herbergi í húsinu undir súð er tilvalið að nota það pláss undir hirslur. Einnig er sniðugt að láta sérhanna hornskápa inn í vannýtt rými og þar fram eftir götunum. Lausar slár eru líka vinsælar sé lítið um skápa, og annars staðar hentar að hafa lausa skápa sem hægt er að færa til án mikillar fyrirhafnar. Ótal leiðir eru því til í þessum efnum og ekki vitlaust að verða sér úti um sérfræðiaðstoð sem víða býðst hjá seljendum og framleiðendum skápa því til eru margar sniðugar lausnir á að nýta rými vel undir föt, skó og lín. Skápurinn á myndinni er frá Hirzlunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×