Brjálaðir á samstarfsflokknum 3. maí 2005 00:01 Á vefnum Deiglunni stendur yfir framsóknarvika. Hvern dag birtast greinar þar sem er gert lítið úr framsóknamönnum, þeir dregnir sundur og saman í háði eða harðlega gagnrýndir. Deiglupennarnir telja sig held ég allir vera sjálfstæðismenn - er þetta kannski dæmigert fyrir andrúmsloftið milli stjórnarflokkanna? Það gæti vel verið, altént miðað við þetta bréfkorn sem harður sjálfstæðismaður sendi mér fyrir skemmstu: "Ég heyri það á hverjum þingmanni Sjálfstæðisflokksins á fætur öðrum, að þeir eru að vera brjálaðir á samstarfsflokknum, tækifærismennsku hans og ístöðuleysi. Miðað við hvernig þingmennirnir láta nú þegar kjörtímabilið er rétt óhálfnað verður gaman að fylgjast með andanum á stjórnarheimilinu rétt fyrir kosningar. Ég hef enga trú á því að þeir slíti samstarfinu, en þetta á eftir að versna og versna, svona eins og á heimili þar sem hjónin hata hvort annað en vilja ekki skilja af því þau tíma því ekki." --- --- --- Útkoma margra ráðherra ríkisstjórnarinnar í nýrri ánægjukönnun Gallups er vægast sagt hrikaleg. Orðspor þeirra hefur versnað jafnt og þétt síðan núverandi útgáfa ríkisstjórnarinnar tók við fyrir tveimur árum. Ánægja með störf allra ráðherra Framsóknarflokksins minnkar - minnst er ánægjan með sjálfan Halldór Ásgrímsson, ekki nema 28 prósent. Þetta má svo skoða í ljósi annarar Gallupkönnunar, um fylgi flokkanna, þar sem einungis 10 prósent aðspurðra segjast styðja Framsóknarflokkinn. Hins vegar vex ánægja með störf Davíðs Oddssonar, þrátt fyrir eða kannski vegna þess að hann hefur verið nánast ósýnilegur í marga mánuði. Sturla Böðvarsson er þó alltaf neðstur allra ráðherra, það tekur enginn frá honum, en maður sér ekki betur en að Sigríður Anna Þórðardóttir gæti veitt honum samkeppni í nánustu framtíð. Stundum er að finna ágæta mola innan um ruslið á spjallvefnum Málefnin.com. Þar rakst ég til dæmis á þessa málsgrein, skrifaða af einhverjum sem kallar sig Satan: "Forsætisráðherra þarf að sjálfsögðu að hafa fylgi og traust amk. rúmlega helmings landsmanna enda kemur hann varla miklu fram annars. Þá þarf hann að vera með nokkur prógrömm í gangi sem hann mælir stöðugt fyrir. Þetta þarf auðvitað að vera málafylgjumaður, það held ég að sé alveg ljóst. Hann (ráðherra er karlkynsorð en auðvitað á ég við bæði kynin) þarf sem sagt að vera bæði trúverðugur, málefnalegur og rökfastur." --- --- --- Ögmundur Jónasson er margra manna maki. En er Ögmundur tveir menn eða einn maður? Þessi spurning vaknar í ljósi reiðilegra viðbragða Ögmundar og stuðningsmanna hans við pistli eftir Björn Inga Hrafnsson þar sem hann spurði hvort Ögmundur ruglaði kannski stundum saman hlutverki sínu sem þingmaður Vinstri grænna og formaður BSRB? Sjálfur hef ekki farið leynt með þá skoðun að mér finnst æskilegt að þingmenn gegni ýmislegum öðrum störfum, að á þingi séu ekki bara karríerpólitíkusar. Þannig er ágætt að Ögmundur sé hjá BSRB meðan félagsmenn vilja hafa hann og líka fínt að Pétur Blöndal sé í bisness. Það er engin ástæða til að tortryggja það meðan við vitum nokkurn veginn hvað þeir eru að sýsla. En það er heldur engin ástæða til að móðgast þegar bent er á að þetta kunni stundum að grautast saman. Eða er Björn Ingi að fara með einhver sérstök ósannindi þegar hann skrifar eftirfarandi? "Það greinilegt að Vinstri grænir eiga hauk í horni þar sem er stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB. Alveg merkilega oft gerist það að stjórn þessarar stóru launþegahreyfingar taki upp á sína arma baráttumál Vinstri grænna og geri að sínum. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, hefur barist af heift gegn niðurskurði á fjármagni til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Undir það hafa félagar hans í Vinstri grænum tekið á þingi og í fjölmiðlum. Í vikunni ályktaði svo stjórn BSRB um málið og lýsti yfir fullum stuðningi við kröfur Mannréttindaskrifstofunnar, enda augljós tenging fyrir verkalýðsfélög og í raun undarlegt að ekki skuli hafa fleiri ályktað um þessi mál. Ögmundur Jónasson hefur einnig verið óþreytandi á þingi við að gagnrýna öll áform um breytingu á rekstrarformi vatnsveitna í landinu. Engu má breyta í þeim efnum, ekki einu sinni færa til nútímahorfs, því það stríðir að mati Ögmundar gegn almannahagsmunum. Undir þetta hafa svo félagar Ögmundar að sjálfsögðu tekið undir á þingi og í fjölmiðlum. Og hvað gerðist svo í vikunni? Jú, mjög óvænt tók stjórn BSRB upp á því að ræða um málefna vatnsveitna á fundi sínum, enda augljós tenging fyrir verkalýðsfélög og í raun undarlegt að ekki skuli fleiri hafa ályktað um þessi mál." --- --- --- Enginn berst jafn hatrammlega fyrir því að opinberir starfsmenn missi aldrei spón úr aski sínum og Ögmundur Jónasson, bæði þingmaðurinn og BSRB-formaðurinn. Nú setur verkalýðsfélag hans sig eindregið á móti nýju lagafrumvarpi um Ríkisútvarpið - viðkvæðið er að verði frumvarpið samþykkt verði hægt að segja starfsmönnum upp og að þeir missi rétt til biðlauna. Já, einmitt. Okkur, sem þekkjum varla hvernig það er að vinna hjá ríkinu, höfum flestöll ekki nema strípaðan uppsagnarfrestinn og getum átt á hættu að okkur sé sagt upp með litlum fyrirvara - já, okkur finnst þetta geysileg réttindaskerðing. --- --- --- En er auðvitað er þetta ekki vandamálið við frumvarpið - lifandi menningarfyrirtæki þarf að geta rekið og ráðið fólk. Frumvarpið er vont vegna þess að það færir RÚV alltof stórt og óskilgreint hlutverk. Um það skrifaði ég grein sem birtist í DV fyrir nokkru undir fyrirsögninni Skussinn fær verðlaun. Frumvarpið hefur mætt mikilli andstöðu, ekki síst frá hægri. Þeir sem segja að sé óhugsandi að afgreiða það nema samtímis og frumvarp um aðra fjölmiðla hafa lög að mæla. --- --- --- Það var rétt hjá mér, Laura Bush var með skrifað handrit þegar hún sagði brandarann um aðþrengdu eiginkonurnar. Það var meira að segja búið að æfa atriðið. Sjáið umfjöllun New York Times um þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Á vefnum Deiglunni stendur yfir framsóknarvika. Hvern dag birtast greinar þar sem er gert lítið úr framsóknamönnum, þeir dregnir sundur og saman í háði eða harðlega gagnrýndir. Deiglupennarnir telja sig held ég allir vera sjálfstæðismenn - er þetta kannski dæmigert fyrir andrúmsloftið milli stjórnarflokkanna? Það gæti vel verið, altént miðað við þetta bréfkorn sem harður sjálfstæðismaður sendi mér fyrir skemmstu: "Ég heyri það á hverjum þingmanni Sjálfstæðisflokksins á fætur öðrum, að þeir eru að vera brjálaðir á samstarfsflokknum, tækifærismennsku hans og ístöðuleysi. Miðað við hvernig þingmennirnir láta nú þegar kjörtímabilið er rétt óhálfnað verður gaman að fylgjast með andanum á stjórnarheimilinu rétt fyrir kosningar. Ég hef enga trú á því að þeir slíti samstarfinu, en þetta á eftir að versna og versna, svona eins og á heimili þar sem hjónin hata hvort annað en vilja ekki skilja af því þau tíma því ekki." --- --- --- Útkoma margra ráðherra ríkisstjórnarinnar í nýrri ánægjukönnun Gallups er vægast sagt hrikaleg. Orðspor þeirra hefur versnað jafnt og þétt síðan núverandi útgáfa ríkisstjórnarinnar tók við fyrir tveimur árum. Ánægja með störf allra ráðherra Framsóknarflokksins minnkar - minnst er ánægjan með sjálfan Halldór Ásgrímsson, ekki nema 28 prósent. Þetta má svo skoða í ljósi annarar Gallupkönnunar, um fylgi flokkanna, þar sem einungis 10 prósent aðspurðra segjast styðja Framsóknarflokkinn. Hins vegar vex ánægja með störf Davíðs Oddssonar, þrátt fyrir eða kannski vegna þess að hann hefur verið nánast ósýnilegur í marga mánuði. Sturla Böðvarsson er þó alltaf neðstur allra ráðherra, það tekur enginn frá honum, en maður sér ekki betur en að Sigríður Anna Þórðardóttir gæti veitt honum samkeppni í nánustu framtíð. Stundum er að finna ágæta mola innan um ruslið á spjallvefnum Málefnin.com. Þar rakst ég til dæmis á þessa málsgrein, skrifaða af einhverjum sem kallar sig Satan: "Forsætisráðherra þarf að sjálfsögðu að hafa fylgi og traust amk. rúmlega helmings landsmanna enda kemur hann varla miklu fram annars. Þá þarf hann að vera með nokkur prógrömm í gangi sem hann mælir stöðugt fyrir. Þetta þarf auðvitað að vera málafylgjumaður, það held ég að sé alveg ljóst. Hann (ráðherra er karlkynsorð en auðvitað á ég við bæði kynin) þarf sem sagt að vera bæði trúverðugur, málefnalegur og rökfastur." --- --- --- Ögmundur Jónasson er margra manna maki. En er Ögmundur tveir menn eða einn maður? Þessi spurning vaknar í ljósi reiðilegra viðbragða Ögmundar og stuðningsmanna hans við pistli eftir Björn Inga Hrafnsson þar sem hann spurði hvort Ögmundur ruglaði kannski stundum saman hlutverki sínu sem þingmaður Vinstri grænna og formaður BSRB? Sjálfur hef ekki farið leynt með þá skoðun að mér finnst æskilegt að þingmenn gegni ýmislegum öðrum störfum, að á þingi séu ekki bara karríerpólitíkusar. Þannig er ágætt að Ögmundur sé hjá BSRB meðan félagsmenn vilja hafa hann og líka fínt að Pétur Blöndal sé í bisness. Það er engin ástæða til að tortryggja það meðan við vitum nokkurn veginn hvað þeir eru að sýsla. En það er heldur engin ástæða til að móðgast þegar bent er á að þetta kunni stundum að grautast saman. Eða er Björn Ingi að fara með einhver sérstök ósannindi þegar hann skrifar eftirfarandi? "Það greinilegt að Vinstri grænir eiga hauk í horni þar sem er stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB. Alveg merkilega oft gerist það að stjórn þessarar stóru launþegahreyfingar taki upp á sína arma baráttumál Vinstri grænna og geri að sínum. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, hefur barist af heift gegn niðurskurði á fjármagni til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Undir það hafa félagar hans í Vinstri grænum tekið á þingi og í fjölmiðlum. Í vikunni ályktaði svo stjórn BSRB um málið og lýsti yfir fullum stuðningi við kröfur Mannréttindaskrifstofunnar, enda augljós tenging fyrir verkalýðsfélög og í raun undarlegt að ekki skuli hafa fleiri ályktað um þessi mál. Ögmundur Jónasson hefur einnig verið óþreytandi á þingi við að gagnrýna öll áform um breytingu á rekstrarformi vatnsveitna í landinu. Engu má breyta í þeim efnum, ekki einu sinni færa til nútímahorfs, því það stríðir að mati Ögmundar gegn almannahagsmunum. Undir þetta hafa svo félagar Ögmundar að sjálfsögðu tekið undir á þingi og í fjölmiðlum. Og hvað gerðist svo í vikunni? Jú, mjög óvænt tók stjórn BSRB upp á því að ræða um málefna vatnsveitna á fundi sínum, enda augljós tenging fyrir verkalýðsfélög og í raun undarlegt að ekki skuli fleiri hafa ályktað um þessi mál." --- --- --- Enginn berst jafn hatrammlega fyrir því að opinberir starfsmenn missi aldrei spón úr aski sínum og Ögmundur Jónasson, bæði þingmaðurinn og BSRB-formaðurinn. Nú setur verkalýðsfélag hans sig eindregið á móti nýju lagafrumvarpi um Ríkisútvarpið - viðkvæðið er að verði frumvarpið samþykkt verði hægt að segja starfsmönnum upp og að þeir missi rétt til biðlauna. Já, einmitt. Okkur, sem þekkjum varla hvernig það er að vinna hjá ríkinu, höfum flestöll ekki nema strípaðan uppsagnarfrestinn og getum átt á hættu að okkur sé sagt upp með litlum fyrirvara - já, okkur finnst þetta geysileg réttindaskerðing. --- --- --- En er auðvitað er þetta ekki vandamálið við frumvarpið - lifandi menningarfyrirtæki þarf að geta rekið og ráðið fólk. Frumvarpið er vont vegna þess að það færir RÚV alltof stórt og óskilgreint hlutverk. Um það skrifaði ég grein sem birtist í DV fyrir nokkru undir fyrirsögninni Skussinn fær verðlaun. Frumvarpið hefur mætt mikilli andstöðu, ekki síst frá hægri. Þeir sem segja að sé óhugsandi að afgreiða það nema samtímis og frumvarp um aðra fjölmiðla hafa lög að mæla. --- --- --- Það var rétt hjá mér, Laura Bush var með skrifað handrit þegar hún sagði brandarann um aðþrengdu eiginkonurnar. Það var meira að segja búið að æfa atriðið. Sjáið umfjöllun New York Times um þetta.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun