Sakaði stjórnarflokkana um svik 11. maí 2005 00:01 Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Full ástæða væri til að breyta vinnutilhögun Alþingis en tugir frumvarpa biðu afgreiðslu og sum þeirra færu aldrei á dagskrá. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Það var Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna eftir að Halldór Ásgrímsson bar upp tillögu um frestun á fundum Alþingis. Kristinn segir ekki eðlilegt vinnulag að mál sem þingmenn vilji leggja fram komi ekki til umræðu mánuðum saman. Það verði ekki unað við þetta öllu lengur. Gera þurfi breytingar til að störf þingsins verði skilvirkari en verið hefur. Kristinn sagði þrjátíu frumvörp þingmanna bíða afgreiðslu, fimm hafi verið lögð fram fyrir áramót. Sextíu og fimm tillögur til þingsályktunar bíða einnig afgreiðslu. Kristinn sagði að þetta gæti ekki talist eðlilegt vinnulag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að víðast liggi þjóðþing niðri frá vori og fram á haust. Og ekki megi láta líta svo út að þingmenn séu í fríi þennan tíma, sífellt verði þetta annasamari tími, bæði vegna starfa heima í héraði og þátttöku í alþjóðastarfi. Hann vildi hins vegar lengja haustþingið og hefja þannig störf fyrr. Steingrímur sagði að skemmtilegar kenningar um að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin ættu ekki við rök styðjst þegar betur væri að gáð, enda hafi mjög miklar breytingar orðið á starfsháttum Alþingis og tilhögun allri á síðustu 15-25 árum. Það voru ekki allir þingmenn sáttir við að þeirra mál fengju ekki afgreiðslu. Meðal þeirra var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, sem brást reiður við í morgun yfir því því að frumvarp hans um afnám fyrninga í kynferðisbrotamálum væri ekki á dagskrá. Hann segir þetta brot á samkomulagi formanna þingflokkanna frá því á mánudag. Því neitaði hins vegar Halldór Blöndal, forseti þingsins, og sagði að umrætt frumvarp hefði ekki verið hluti af því samkomulagi. Ágúst sagðist vona að með nýjum forseta Alþingis muni sjást breytingar á vinnulagi þingsins því borin von væri að núverandi forseti hefði nokkurn vilja til að bæta það, þótt það væri út í hött. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Margir þingmenn gagnrýndu í dag að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin. Full ástæða væri til að breyta vinnutilhögun Alþingis en tugir frumvarpa biðu afgreiðslu og sum þeirra færu aldrei á dagskrá. Ágúst Ólafur Ágústsson sakaði stjórnarflokkana um svik í morgun þegar frumvarp hans um afnám fyrningar kynferðisbrota fór ekki á dagskrá. Það var Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hóf umræðuna eftir að Halldór Ásgrímsson bar upp tillögu um frestun á fundum Alþingis. Kristinn segir ekki eðlilegt vinnulag að mál sem þingmenn vilji leggja fram komi ekki til umræðu mánuðum saman. Það verði ekki unað við þetta öllu lengur. Gera þurfi breytingar til að störf þingsins verði skilvirkari en verið hefur. Kristinn sagði þrjátíu frumvörp þingmanna bíða afgreiðslu, fimm hafi verið lögð fram fyrir áramót. Sextíu og fimm tillögur til þingsályktunar bíða einnig afgreiðslu. Kristinn sagði að þetta gæti ekki talist eðlilegt vinnulag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði að víðast liggi þjóðþing niðri frá vori og fram á haust. Og ekki megi láta líta svo út að þingmenn séu í fríi þennan tíma, sífellt verði þetta annasamari tími, bæði vegna starfa heima í héraði og þátttöku í alþjóðastarfi. Hann vildi hins vegar lengja haustþingið og hefja þannig störf fyrr. Steingrímur sagði að skemmtilegar kenningar um að þinghald tæki mið af sauðburði á vorin og göngum og réttum á haustin ættu ekki við rök styðjst þegar betur væri að gáð, enda hafi mjög miklar breytingar orðið á starfsháttum Alþingis og tilhögun allri á síðustu 15-25 árum. Það voru ekki allir þingmenn sáttir við að þeirra mál fengju ekki afgreiðslu. Meðal þeirra var Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, sem brást reiður við í morgun yfir því því að frumvarp hans um afnám fyrninga í kynferðisbrotamálum væri ekki á dagskrá. Hann segir þetta brot á samkomulagi formanna þingflokkanna frá því á mánudag. Því neitaði hins vegar Halldór Blöndal, forseti þingsins, og sagði að umrætt frumvarp hefði ekki verið hluti af því samkomulagi. Ágúst sagðist vona að með nýjum forseta Alþingis muni sjást breytingar á vinnulagi þingsins því borin von væri að núverandi forseti hefði nokkurn vilja til að bæta það, þótt það væri út í hött.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira