Nytsamur harðstjóri í vanda 16. maí 2005 00:01 Nú versnar í því. Sérstakur bandamaður Bandaríkjastjórnar í Mið-Asíu, Islam Karimov, forseti Úsbekistan, er í vandræðum. Þetta er harðstjóri sem Bandaríkjamenn hafa talið mjög nytsamlegan. Nú gera landsmenn uppreisn gegn þessum dólgi sem er meðal annars sakaður um að hafa látið sjóða stjórnarandstæðinga í potti. 500 mótmælendur eru sagðir hafa verið drepnir af stjórnarliðum. Það kveður við annan tón en þegar brjótast út uppreisnir í Georgíu og Úkraínu. Í þetta sinn eiga það að vera hryðjuverkamenn og íslamskir öfgamenn sem eru á ferðinni, ekki áframhaldandi sigurganga lýðræðisins. Á sama tíma eru Bandaríkjamenn að reyna að blása lífi í enn eina uppreisnina í austri – nú gegn Lúkasénkó, einræðisherra í Hvíta-Rússlandi. Condolezza Rice er búin að gefa út skotleyfi á hann. Þegar Karimov á í hlut eru yfirlýsingarnar hins vegar mjög varfærnislegar. Það má ekki tefla í tvísýnu stórum herstöðvum Bandaríkjanna í Úsbekistan. Þetta er einfalt dæmi um hræsnisfulla stórveldishagsmuni. Erlendir hjálparstarfsmenn segja af og frá að hryðjuverkamenn stjórni uppreisninni í Úsbekistan – landsmenn hafi einfaldlega fengið nóg af Karimov. Hann hefur verið við völd síðan 1989, var í upphafi aðalritari kommúnistaflokks Úsbekistan. Annars er erfitt að ímynda sér þetta ríki þar sem búa hvorki meira né minna en 26 milljónir. Ég þekki þó tvo nokkuð meðvitaða Vesturlandabúa sem hafa farið þangað. Þeir bera þjóðinni vel sögunni en lýsa mikilli kúgun. Það ríkir andrúmsloft tortryggni, alls staðar er lögregla og hermenn með alvæpni. --- --- --- Hvað þarf eiginlega lítið til að móðga múslima? Ég geri ráð fyrir að flest kristið fólk myndi yppa öxlum eða láta sér nægja að hneykslast í hljóði ef fréttist út að Biblían hefði verið notuð sem skeinipappír. Maður myndi hugsa að þeir ættu bágt sem gerðu svona. Það þyrfti kannski að biðja fyrir þeim. Svo brjótast út ógurleg mótmæli sökum þess að Kóraninum á að hafa verið skolað niður í klósett í Guantanamo. Líklega var fréttin ekki einu sinni rétt. Afganistan og Pakistan loga. Guantanamo fangabúðirnar eru hneyksli í sjálfu sér – ekki að einhver skuli rífa Kóraninn og þurrka á sér bossann með honum. Fyrir þá sem ekki trúa er þetta bara pappír. Þeir sem ganga af göflunum út af svonalöguðu eru mjög áfjáðir í að snapa fæting. Þetta er vanstilling á mjög háu stigi. --- --- ---- Nokkuð hefur verið fjallað um hugsanlegt gjaldþrot General Motors, enda er frægt máltækið sem segir að það sem sé gott fyrir GM sé gott fyrir Bandaríkin. Hagfræðingurinn Paul Krugman skrifar um þetta í New York Times. Helsta ástæðan fyrir vandræðum GM er að almenningur í Bandaríkjunum er að missa áhugann á stórum jeppum sem stóru bandarísku bílaframleiðendurnir hafa veðjað á. Íslenski markaðurinn er ekki nógu stór til að bjarga þeim. Krugman segir að GM hafi á árum áður verið fyrirmynd bandarískra fyrirtækja. Starfsmenn þar höfðu góð laun, þeir unnu hjá fyrirtækinu allt sitt líf, settust í helgan stein á góðum eftirlaunum. GM hefur fremur reynt að halda í þessa starfsmannastefnu sem þykir afskaplega gamaldags núorðið. Nýja módelið er WalMart. Þar eru launin lág, óöryggið mikið, aðeins hluti starfsmanna nýtur trygginga, frí eru af skornum skammti, starfsmenn koma og fara. Þegar þeir komast á eftirlaunaaldur þurfa þeir að leita til almannatrygginga – sem Bushstjórnin er í óða önn að reyna að slá af. --- --- --- Ein vitlausasta grein á seinni árum er eftir Bandaríkjamanninn sem ber Norðmönnum á brýn að þeir búi við léleg lífskjör. Ólafur Teitur rekur þetta fagnandi í síðasta Viðskiptablaði. Ástæðan er sú að greinarhöfundurinn sá Norðmenn fara með nesti í vinnuna. Honum fannst þeir líka keyra á lélegum bílum. Við vitum að Norðmenn eru bara svona. Frekar hagsýnir. Hins vegar hafa þeir allir sjúkratryggingu, þeir vinna mjög hóflegan vinnudag, fara í 5 til 6 vikna sumarfrí, eiga "hytte" uppi í fjalli. Norska ríkið þarf heldur ekki að glíma við viðskiptahalla eða bráða skuldasöfnun fremur en önnur ríki í Skandínavíu. Það var látið eins og þessi grein væri áfellisdómur yfir norræna módelinu – en hún var bara bull. --- --- --- Það er með ólíkindum að sjá menn rísa upp til varnar fyrir Sovétkommúnismann og æsa sig óskaplega. Það er eins og maður hafi tekið lokið af einhverju sem maður hélt að væri löngu gufað upp. Á kommúnisminn virkilega svona mikil ítök ennþá? Stefán Pálsson sagnfræðingur sakar mig um að "pönkast" á sögu Sovétríkjanna. Myndi sá sem skrifar um glæpi nasista nokkurn tíma vera ásakaður um að pönkast á sögu Þýskalands? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Nú versnar í því. Sérstakur bandamaður Bandaríkjastjórnar í Mið-Asíu, Islam Karimov, forseti Úsbekistan, er í vandræðum. Þetta er harðstjóri sem Bandaríkjamenn hafa talið mjög nytsamlegan. Nú gera landsmenn uppreisn gegn þessum dólgi sem er meðal annars sakaður um að hafa látið sjóða stjórnarandstæðinga í potti. 500 mótmælendur eru sagðir hafa verið drepnir af stjórnarliðum. Það kveður við annan tón en þegar brjótast út uppreisnir í Georgíu og Úkraínu. Í þetta sinn eiga það að vera hryðjuverkamenn og íslamskir öfgamenn sem eru á ferðinni, ekki áframhaldandi sigurganga lýðræðisins. Á sama tíma eru Bandaríkjamenn að reyna að blása lífi í enn eina uppreisnina í austri – nú gegn Lúkasénkó, einræðisherra í Hvíta-Rússlandi. Condolezza Rice er búin að gefa út skotleyfi á hann. Þegar Karimov á í hlut eru yfirlýsingarnar hins vegar mjög varfærnislegar. Það má ekki tefla í tvísýnu stórum herstöðvum Bandaríkjanna í Úsbekistan. Þetta er einfalt dæmi um hræsnisfulla stórveldishagsmuni. Erlendir hjálparstarfsmenn segja af og frá að hryðjuverkamenn stjórni uppreisninni í Úsbekistan – landsmenn hafi einfaldlega fengið nóg af Karimov. Hann hefur verið við völd síðan 1989, var í upphafi aðalritari kommúnistaflokks Úsbekistan. Annars er erfitt að ímynda sér þetta ríki þar sem búa hvorki meira né minna en 26 milljónir. Ég þekki þó tvo nokkuð meðvitaða Vesturlandabúa sem hafa farið þangað. Þeir bera þjóðinni vel sögunni en lýsa mikilli kúgun. Það ríkir andrúmsloft tortryggni, alls staðar er lögregla og hermenn með alvæpni. --- --- --- Hvað þarf eiginlega lítið til að móðga múslima? Ég geri ráð fyrir að flest kristið fólk myndi yppa öxlum eða láta sér nægja að hneykslast í hljóði ef fréttist út að Biblían hefði verið notuð sem skeinipappír. Maður myndi hugsa að þeir ættu bágt sem gerðu svona. Það þyrfti kannski að biðja fyrir þeim. Svo brjótast út ógurleg mótmæli sökum þess að Kóraninum á að hafa verið skolað niður í klósett í Guantanamo. Líklega var fréttin ekki einu sinni rétt. Afganistan og Pakistan loga. Guantanamo fangabúðirnar eru hneyksli í sjálfu sér – ekki að einhver skuli rífa Kóraninn og þurrka á sér bossann með honum. Fyrir þá sem ekki trúa er þetta bara pappír. Þeir sem ganga af göflunum út af svonalöguðu eru mjög áfjáðir í að snapa fæting. Þetta er vanstilling á mjög háu stigi. --- --- ---- Nokkuð hefur verið fjallað um hugsanlegt gjaldþrot General Motors, enda er frægt máltækið sem segir að það sem sé gott fyrir GM sé gott fyrir Bandaríkin. Hagfræðingurinn Paul Krugman skrifar um þetta í New York Times. Helsta ástæðan fyrir vandræðum GM er að almenningur í Bandaríkjunum er að missa áhugann á stórum jeppum sem stóru bandarísku bílaframleiðendurnir hafa veðjað á. Íslenski markaðurinn er ekki nógu stór til að bjarga þeim. Krugman segir að GM hafi á árum áður verið fyrirmynd bandarískra fyrirtækja. Starfsmenn þar höfðu góð laun, þeir unnu hjá fyrirtækinu allt sitt líf, settust í helgan stein á góðum eftirlaunum. GM hefur fremur reynt að halda í þessa starfsmannastefnu sem þykir afskaplega gamaldags núorðið. Nýja módelið er WalMart. Þar eru launin lág, óöryggið mikið, aðeins hluti starfsmanna nýtur trygginga, frí eru af skornum skammti, starfsmenn koma og fara. Þegar þeir komast á eftirlaunaaldur þurfa þeir að leita til almannatrygginga – sem Bushstjórnin er í óða önn að reyna að slá af. --- --- --- Ein vitlausasta grein á seinni árum er eftir Bandaríkjamanninn sem ber Norðmönnum á brýn að þeir búi við léleg lífskjör. Ólafur Teitur rekur þetta fagnandi í síðasta Viðskiptablaði. Ástæðan er sú að greinarhöfundurinn sá Norðmenn fara með nesti í vinnuna. Honum fannst þeir líka keyra á lélegum bílum. Við vitum að Norðmenn eru bara svona. Frekar hagsýnir. Hins vegar hafa þeir allir sjúkratryggingu, þeir vinna mjög hóflegan vinnudag, fara í 5 til 6 vikna sumarfrí, eiga "hytte" uppi í fjalli. Norska ríkið þarf heldur ekki að glíma við viðskiptahalla eða bráða skuldasöfnun fremur en önnur ríki í Skandínavíu. Það var látið eins og þessi grein væri áfellisdómur yfir norræna módelinu – en hún var bara bull. --- --- --- Það er með ólíkindum að sjá menn rísa upp til varnar fyrir Sovétkommúnismann og æsa sig óskaplega. Það er eins og maður hafi tekið lokið af einhverju sem maður hélt að væri löngu gufað upp. Á kommúnisminn virkilega svona mikil ítök ennþá? Stefán Pálsson sagnfræðingur sakar mig um að "pönkast" á sögu Sovétríkjanna. Myndi sá sem skrifar um glæpi nasista nokkurn tíma vera ásakaður um að pönkast á sögu Þýskalands?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun